Spássían - 2010, Blaðsíða 26

Spássían - 2010, Blaðsíða 26
 26 Lifað til að gleyma The Glasshouse eftir Charles Stross krefst heila- leikfimi af því tagi sem fær lesandann til að sundla. Sagan gerist í framtíð þar sem tölvutæknin hefur fengið nýja vídd og geta menn nú tekið afrit af vitund sinni, persónuleika og minningum, og flutt milli líkama og staða á örskotsstundu. Lífið er ekki lengur háð hrörnandi holdi. Hægt er að skipta um líkama jafnoft og nærbuxur og vista reglulega af sér afrit þannig að mögulegt er að snúa aftur frá dauðum í síðustu vistuðu útgáfu - sem er þá vonandi nýleg. Í upphafi er aðalpersóna sögunnar nýkomin úr minniseyðingu, sem er nokkuð algeng aðgerð í framtíð þar sem eilíft líf gefur sífelld tækifæri til þunglyndis og örvæntingar. Flestir kjósa einhvern tíma á sinni löngu ævi að byrja aftur með hreinan skjöld. En í þetta skipti virðist fortíðin elta minnis- lausa aðalpersónuna þar til hún hrökklast í nýjum líkama inn í gerviveröldina Glerhúsið, sem er endurgerð af Vestur-Evrópu 20. aldar. Þar þarf hún að kljást við fáránlegt og óskiljanlegt valdakerfi og Stross tekst vel að nota þessa framandgervingu til að lýsa nútímamenningu á hrollvekjandi hátt. Söguþráðurinn tekur ótal sveigjur og beygjur og undir lokin áttar lesandinn sig á því að hann hefur verið að lesa sögu um risavaxna glæpi, refsingu, iðrun og yfirbót – fást við siðferðisspurningar sem hafa alltaf og munu kannski alltaf fylgja mannkyninu. Sögurnar Chasm City og Diamond Dogs eftir Alastair Reynolds fjalla einnig um langlífi, tækni og minnisleysi. Manneskjur sofa í áraraðir í geimferðum milli sólkerfa, eru klónaðar, minni og taugakerfi afrituð eða líkaminn endurnýjaður með gervilimum og líffærum þar til lítið er eftir annað en vélar. Hvenær týnist persónan sjálf í þessari eilífu endurnýjun? Þetta er þó aðeins brot af öllum þeim flækjum sem verða á vegi hans því hugarflugi Reynolds virðast engin takmörk sett. Reynolds er menntaður í geimvísindum og vann fyrir Evrópsku geimferðastofnunina áður en hann sneri sér að skáldskap. Hann leggur stundum fullmikið upp úr lýsingum á tækni, tólum og tækjum. En þetta eru bækur fyrir sjóaða vísindaskáldsagnalesendur sem nenna að fylgja eftir tæknilýsingum, þola umfangsmikið sögusvið og og njóta þess að glíma við stórar spurningar. Lesturinn leiðir þá sem treysta sér með í langa rússíbanareið – sem lýkur þó ekki í lok bókarinnar, því spurningarnar sem vakna ásækja lesandann lengi á eftir. Tveir breskir höfundar dæla nú frá sér geimóperum af nýja taginu þar sem hasar og melódramatík hefðbundins, afþreyingarmiðaðs vísindaskáldskapar blandast hörðum vísindalegum staðreyndum og heimspekilegum vangaveltum sem oft eru tengdar „alvarlegri“ vísindaskáldskap. Charles Stross og Alastair Reynolds glíma við furðulegar afleiðingar mögulegra tækninýjunga framtíðarinnar og spurningar á borð við það hvernig vísindin gætu tryggt okkur eilíft líf. Í hverju gæti slíkt eilífðarlíf falist? Telst það eilíft líf að fá sífellt nýjan líkama en halda persónuleika sínum og minningum? Eða er það jafnvel sífelld endurnýjun líkamans og regluleg eyðing minninga sem fara að lokum að flækjast fyrir? Hvað er þá eftir af persónunni sjálfri? Auður Aðalsteinsdóttir Charles Stross hefur einnig skrifað Eschaton-seríuna. Í bókunum Singularity Sky og Iron Sunrise er fjallað um framtíðarheim þar sem vitundarlíf sem kallað er Eschaton reynir að stýra framvindu sögunnar þannig að ekkert ógni veldi þess. Alastair Reynolds skrifaði líka Pushing Ice sem byrjar sem forvitnileg ráðgáta en flýgur svo með lesandann á vit sífellt undarlegri geimævintýra.

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.