Spássían - 2012, Side 4

Spássían - 2012, Side 4
 4 Íslensk vampíra og íslenskir varúlfar Eftir Ásdísi Sigmundsdóttur ALLTAF tekur maður eft ir því þegar litla Ísland kemur fyrir í erlendum bókum, sjónvarpsþátt um eða kvikmyndum. Hrekkur við, hissa á að einhverjum í útlöndum skuli dett a í hug að láta persónu vera frá landinu, heimsækja það eða bara nefna í einhverju samhengi. Í afþreyingarbókaröðinni um Járndrúídann, nýrri fantasíuseríu af auðmeltanlegustu gerð, eru einmitt þrjár mikilvægar persónur frá Íslandi; tveir varúlfar og ein vampíra.  Bókaröðin fj allar um síðasta eft irlifandi drúídann í heiminum og samskipti hans við ýmiss konar goðsagna- og þjóðsagnaverur. Sagan gerist í nútí manum og sögusviðið er að mestu leyti Arizona í Bandaríkjunum. Þar hefur ekki bara Járndrúídinn sjálfur sest að heldur íslenskur varúlfahópur, en í forsvari fyrir hann eru þeir Gunnar Magnusson og Hallbjörn Hauk, og íslenska vampíran Leif Helgarson. Íslendingarnir reka lögfræðiskrifstofu í bænum og eru samherjar drúídans í barátt u hans við illar nornir, djöfl a og óvinveitt guðleg öfl frá hinum ýmsu menningarheimum.  Bókafl okkur þessi einkennist af hraðri atburðarás, ofgnótt goðsögulegra atriða og létt um stí l. Höfundurinn, Kevin Hearne, leggur mikið upp úr vísunum í bæði bókmennti r og ýmsa dægurmenningu; tónlist, kvikmyndir og sjónvarpsþætti . Mikið er um orðaleiki, fi mmaurabrandara og „one-liners” og engin sérstök dýpt er í persónusköpun. Þett a er afþreying sem er ekkert að reyna að vera neitt annað og minnir mest á ýmsa sjónvarpsþætti af sama toga, eins og Buff y the Vampire Slayer og Supernatural sem hafa noti ð þó nokkurra vinsælda. Í hverri bók er eitt megin ævintýri en svo er einnig heildarsaga rauður þráður í öllum bókunum. Þær eru orðnar fj órar; Hounded, Hexed, Hammered og Tricked.  Í þriðju bókinni, sem fj allar um átök Járndrúídans við persónur úr norrænni goðafræði, verður tengingin við Ísland meiri en svo að það sé bara upprunaland nokkurra aukapersóna. Í þeirri bók fá lesendur að kynnast forsögu þessara persóna og þar kemur fram að Gunnar og Hallbjörn voru gerðir að varúlfum snemma á 18. öld á Íslandi en Leif var landnámsmaður og víkingur sem lét breyta sér í vampíru ti l að hefna fj ölskyldu sinnar snemma á 11. öld. Þett a er þó líklega sísta bókin í fl okknum. Áherslan á að segja forsögur persónanna sem taka þátt í ævintýri þessarar bókar (og eru mun fl eiri en þær íslensku) drekkir eiginlega sögunni. En fyrir Íslending er áhugavert að spá í hvernig höfundur notar hið íslenska sögusvið og íslenska sögu. Skaft afell, Kirkjubæjarklaustur og Húsavík koma meðal annars við sögu og Skaft áreldar og Stórabóla hafa áhrif á lífshlaup persóna. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að höfundur reyni að láta sögu sína passa við hið íslenska umhverfi þá þarf hann að skauta ansi hratt yfi r ýmis atriði. Til dæmis hafa aldrei verið neinir úlfar á Íslandi, meðvitund um kynþætti var ekki áberandi á 18. öld og þétt býlismyndun var ekki mjög langt á veg kominn. Því er ekki hægt að segja að höfundi takist að draga upp mjög trúverðuga mynd af Íslandi fortí ðarinnar enda kannski ekki hægt að ætlast ti l þess í bók af þessu tagi.  Ísland er stundum nefnt í erlendu afþreyingarefni og þá oft sem „fáránlegur staður, langt í burtu” og ti lfi nningin er sú að svo hafi upphafl ega verið í þessari bókaröð líka. Seinna hafi höfundurinn reynt að gera Ísland að raunverulegu sögusviði og jafnvel íslenska sögu að hluta af sögu persónanna en það heppnast misvel. Það er þó kannski hægt að sæma Járndrúídann hinu margtuggna sæmdarheiti „Íslandsvinur“. Kevin Hearne. The Iron Druid Chronicles. Del Rey. 2011-12. Gríman fellur Eftir Ástu Gísladóttur ÞJÓÐÞEKKTUR og dáður leikari deyr undir grunsamlegum kringumstæðum og kemur dauði hans af stað keðjuverkun með ósköpum og afh júpunum. Sjónarhornið fl akkar á milli lögregluteymisins sem stendur að rannsókn málsins og leikmunavarðarins Öldu sem tekur þátt í rannsókninni þegar á líður.  Í fyrstu virðist sagan aðeins hverfast um morðið á leikaranum en fl jótlega fara önnur mál að tengjast og smám saman fl etti st ofan af fj ölskylduharmleik sem hefur víðtæk áhrif. Í lögregluteyminu eru tveir karlar og tvær konur sem öll hafa einhverja bresti sem hindra framgöngu málsins á köfl um – stundum þannig að lesanda fi nnst nóg um trassaskapinn – en þau búa að sama skapi yfi r styrkleikum sem koma að góðu gagni og eru þannig sterkust þegar þau vinna saman. Lesandinn fær að kynnast þeim misvel og er mörgum spurningum um einkahagi þeirra ósvarað þegar lestri lýkur, sem gæti gefi ð ti l kynna að höfundur ætlaði sér að skrifa fl eiri bækur með þessum persónum. Ég veit þó ekki hversu gagnlegt eða trúverðugt það er að hafa yfi rlögregluþjón sem getur skynjað sálir. Leikarinn er fyrsta skáldsaga Sólveigar og ber þess merki að enn er stí llinn í vinnslu. Hann er hrár á köfl um, mikið er um enskuslett ur og sti rðbusalegar setningar, og persónusköpunin svolíti ð ómarkviss. En frásögnin er hröð og glæpafl étt an vel gerð. Sólveig kann að byggja upp spennu, koma lesandanum á óvart og halda fl estum möguleikum opnum fram á síðustu mínútu þegar svo allir þræðir sameinast í lausninni. Og á vissan hátt vinnur byrjendabragurinn með sögunni þar sem undarlegar lýsingar og upplýsingar í fyrri hlutanum voru afskrifaðar af mér sem létt úðugir dutt lungar höfundar en þegar á hólminn var komið reyndust þær vera mikilvægar fyrir lausn málsins. Sem fyrsta verk lofar Leikarinn því góðu og er fí nasta afþreying á afslöppuðum sumardegi. Sólveig Pálsdótti r. Leikarinn. JPV. 2012. Gagnrýni Gagnrýni

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.