Spássían - 2012, Page 7
7
að skrifa grípandi og skemmtilega bók og var ekkert að
hugsa um markhópinn. Enda stóð ég á gati þegar ritstjórinn
spurði mig fyrir hvaða aldur bókin væri hugsuð.“
Hvað fi nnst þér þá um það þegar bækur eru
markaðssettar með ákveðinn aldurshóp í huga, til dæmis
þegar það er tiltekið á kápu bókar fyrir hvaða aldur
hún er hugsuð? „Það hjálpar kannski fólki þegar það er
að kaupa bækur til gjafa en ég er ekki hrifi n af þessu.
Krakkar hafa einfaldlega gott af því að lesa og það er
ekki hollt að þeim sé sagt hvað þeir eigi að lesa og hvað
ekki. Og við lesum ekki bara þær bækur sem eru gefnar út
fyrir „okkar“ aldurshóp eða þjóðfélagshóp. Það er svolítið
hallærislegt að segja fólki hvað það eigi að lesa, sama
á hvaða aldri viðkomandi er. Þetta er einmitt ein ástæða
þess að ég hef efasemdir um skvísubókastimpilinn – með
honum er verið að útiloka annað kynið. En það er erfi tt að
höfða til allra. Eins og með Slátt, mig langaði að kápan
væri kynlaus og ég barðist mjög gegn „skvísulegum“
kápuhugmyndum sem komu upp. Ég vissi að ef kápan
væri of stelpuleg myndi enginn strákur kaupa hana. Ég
vildi ekki útiloka neinn hóp fyrirfram. Þessu er svipað farið
með kápuna á barnabókinni, það þarf að passa upp á
að höfða bæði til stráka og stelpna og krakka á ólíkum
þroskaskeiðum.“
Aðalsöguhetjur bókarinnar eru kvenkyns og sterkar
kvenkyns söguhetjur eru áberandi en karlkyns persónur
eru frekar í aukahlutverkum. Var það meðvituð ákvörðun
að hugsa bókina út frá jafnréttishugmyndum? „Ég hugsaði
þetta sem femíníska barnabók en ég verð að viðurkenna
að ég er svolítið hrædd við að tala um hana sem slíka af
ótta við að fæla í burtu stráka, að þeir vilji þá síður lesa
hana. En mig langaði að hafa sterka stelpu í aðalhlutverkinu
og ég vildi líka hafa konu í hlutverki þess sem allt veit
og veitir góð ráð. Og þá var eiginlega nauðsynlegt að
„vondi kallinn“ væri kona líka. Fyrst og fremst langaði mig
að skrifa ævintýri þar sem fl estar stóru persónurnar væru
konur.“
FANTASÍAN HEILLAR
Bókin er ekki skrifuð sem áróðursrit eða með sérstakan
boðskap í huga en óneitanlega er barátta góðs og ills
alltaf hlaðin siðferðilegum boðskap. Hildur segir bókina
einmitt að miklu leyti snúast um það að maður getur ekki
alltaf fylgt straumnum. „Stundum þarf maður að berjast
fyrir því sem maður trúir á og færa fórnir. Rétta leiðin
er sjaldnast sú auðveldasta og það er svo oft auðvelt að
líta framhjá vandamálum, átökum eða neyð annarra ef
það snertir mann sjálfan ekki beint. Ef einhver annar tekur
skellinn og maður sjálfur bjargast.“
Þannig hefur boðskapurinn ómeðvitað læðst inn í söguna,
ef svo má segja. Orsök og afl eiðing haldast í hendur og
við þurfum að hugsa um fólkið og umhverfi ð í kringum
okkur. En ætlarðu að skrifa fl eiri barnabækur? „Ég væri
alveg til í það. Mér fi nnst barna- og unglingabókaformið
mjög spennandi því maður getur verið svo frjálslegur og er
ekki jafn bundinn við raunsæið. Fantasían heillar mig líka
og mig langar að skrifa fl eiri svoleiðis. En ég er byrjuð á
nýrri skáldsögu – og hún er fyrir fullorðna.“
„Barna- og unglingabækur
verða að vera skemmtilegar.
Það er auðvitað mikill plús ef
í bókinni er að fi nna einhvern
boðskap en boðskapurinn má
ekki vera í fyrsta sæti eða á
kostnað skemmtanagildisins,
því hvernig eiga krakkar þá
að nenna að lesa?“