Spássían - 2012, Page 8

Spássían - 2012, Page 8
 8 Adam Lambert - Trespassing Fyrsta plata bandaríska söngvarans Adams Lamberts, For your entertainment, var skemmti leg samsuða ýmissa stefna og mismunandi penna. Á annarri plötu sinni, Trespassing, skrifar hann sjálfur megnið af lögunum, að vísu í samvinnu við aðra, ásamt því að sjá um listræna stjórnun. Samstarfi ð við Pharrell Williams („Trespassing“ og „Kickin‘ In“) og Sam Sparro („Shady“ og „Broken English“) skilar hvað bestum árangri, ásamt ballöðunum, „Underneath“ og „Outlaws of love“. Þau þrjú lög sem hann átti ekki þátt í að skrifa („Bett er than I know my self“, „Naked love“ og „Never close our eyes“) virka hins vegar hálf útvötnuð. Þau eru greinilega hönnuð fyrir útvarp og jafnframt veikustu hlekkirnir í keðjunni. Trespassing ber þess merki að Adam hafi fundið leið ti l að móta sinn stí l betur frá því fyrsta platan kom út. Þegar á heildina er liti ð er um þrælskemmti lega poppplötu að ræða með hressum danslögum á fyrri helmingnum og rólegri og íhugulli lögum á þeim síðari. Tilvalin fyrir mátulega langan bíltúr. T.d. í bústaðinn. Tilbury – Exorcise Hljómsveiti n Tilbury er ný af nálinni en ekki meðlimir hennar sem hafa allir starfað áður með ýmsum öðrum sveitum (Jeff Who?, Amina, Moses Hightower, Hjaltalín og Brother Grass – svo fátt eitt sé nefnt) við góðan orðstí r. Því kemur ekki á óvart að það er sáralíti ll byrjendabragur á fyrstu plötu þeirra, Exorcise. Ljúft og þægilegt rokk, laust við væmni og væl, sem kemur manni í afslappað og gott skap. Helst er að platan líði fyrir það hvað lögin er keimlík og líti ð um öfga í nokkra átt . Besta lagið er tvímælalaust fyrsta smáskífa plötunnar, „Tenderloin“. En lögin „Riot“ og „Drama“ gefa því líti ð eft ir. Platan byrjar og endar á nautalundum („Tenderloin“ og „Filet mignon“) og er því ti lvalin með grillinu. Scissor Sisters – Magic Hour Fjórða plata Scissor Sisters, Magic Hour, sækir í sama brunn og fyrri plötur: Diskó-fönk-raf- sambræðingur sem hreyfi r ögrandi við rófubeininu og kemur blóðinu á hreyfi ngu. Hún grípur þó ekki við fyrstu hlustun og það er aðeins of mikið um lög sem manni fi nnst maður hafa heyrt áður. Helst er að hún standist ekki alveg samanburð við hina frábæru Night work sem kom út fyrir tveimur árum. En eft ir nokkrar umferðir fer platan að setjast þægilega að í heilanum og er ófáa gullmola að fi nna þar, sérstaklega lög á borð við „Shady love“, þar sem þau njóta liðsinnis söngkonunnar Azealiu Banks, og dragdásemdina „Let‘s have a kiki“. Einnig er ballaðan „The Secret Life of Lett ers“ afskaplega falleg. Í það heila er nóg um vönduð lög sem halda uppi stemningunni og létt a lund. Tilvalin fyrir töfrastund í potti num. Sigur Rós – Valtari Þrátt fyrir hressari tón á síðustu plötu hefur Sigur Rós seint verið talin meðal mestu stuðhljómsveita og er það svo sannarlega ekki á þeirri nýjustu, Valtara. Stemningin er lágstemmd sem aldrei fyrr og lögin renna saman í dáleiðandi nið. Ef það er eitt hvað sem Sigur Rós hefur náð að sérhæfa sig í þá er það að ná fram hárfí num hughrifum og á köfl um fær tónlisti n á sig hátí ðlegan blæ. Valtari virkar þannig sem nokkurs konar aft urhvarf ti l fyrri verka hljómsveitarinnar, mun meira andrúmsloft og minna popp. Tilvalin fyrir leti stund í mosagróinni laut. HLJÓÐRÁS sumarleyfi sins Sumarið er tí minn. Fyrir eitt hvað létt og lífl egt sem kemur manni í gott skap og hæfi r þeim fáu sólardögum sem við þó njótum. Sumarmyndirnar verða poppkornslegri, bækurnar harðsoðnari og tónlisti n afslappaðri. Hvort sem þú keyrir um landið, grillar hálft lamb, sekkur í heita potti nn í bústaðnum eða bara liggur úti í lynginu hefur Spássían uppástungur um það hvaða tónlist er við hæfi . Eft ir Ástu Gísladótt ur

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.