Spássían - 2012, Síða 11

Spássían - 2012, Síða 11
11 Tregablandið ævintýri Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur LEITIN að upptökum Orinoco er ekki beinlínis ljóðabók heldur frekar ljóðaverk. Það segir eina heildstæða sögu og þó að hægt sé að grípa niður í bókina hvar sem er vísar hún oft í atriði sem hafa komið fyrir áður og myndar heildarfrásögn með upphafi , miðju og endi. Ljóðin hafa ekki ti ti l og eru allt frá því að vera hálfgerðar örsögur yfi r í að vera sett upp í mun hefðbundnara ljóðform.  Bókin segir frá manni, bónda sem hefur misst allt sitt og þráir að komast ti l Suður-Ameríku ti l að fi nna upptök hins mikla Orinoco-fl jóts. Þá þarf hann heldur ekki að horfa á konu sína veslast upp vegna sjúkdóms og verða skelin af sjálfri sér.  Verkið er áferðarfallegt og hugljúft , Ari Trausti bregður upp svipmyndum af ljóðmælanda, fólki sem hann hitti r á leiðinni og því ævintýralega sem fyrir augu ber. Alltaf er þó stutt í tregann vegna sögunnar sem er aldrei fyllilega sögð; af ásti nni sem hann fann og missti í hyldýpi gleymskunnar.  Bókin nær sérstöku fl ugi þegar ljóðmælandi er loksins kominn ti l Ameríku og hversdagsleiki dalabóndans víkur fyrir lýsingum á frumskógarlífi nu. Ferðalýsingarnar sverja sig í ætt við gamlar ævintýrabækur þar sem ókunnur heimur er kannaður. Bóndinn eyðir kvöldstundum við eldstæði og hlustar á öldung þorpsins túlka framtí ð hans, krókódílar stara á hann utan af fl jóti nu og hann fær leiðsögn frá frumstæðum ætt bálki ti l að rata um ókunna sti gu við upptök fl jótsins. Það kemur þó á daginn að þessir tveir heimar eru ekki eins ólíkir og virðist við fyrstu sýn: „fl jóti ð hér og skógurinn / dalsheiðin heima og beiti lyngið / sólin sú sama / kyrrstaða engin“ (59). Lífi ð í skóginum er eins bundið í venjur og lífi ð heima, þrátt fyrir að lífsvenjurnar séu ólíkar. Ferðalokin valda líka bóndanum vonbrigðum, enda hafði neti ð áður afh júpað að „upptök Orinoco hafi verið ákveðin fyrir löngu“ (44). Hann á þó ekkert annað val en að klára pílagrímsferðina í von um að fi nna einhver svör sem hjálpa honum að rata ti l baka um glapsti gu hugans. En þegar á leiðarenda er komið er ljóst að ferðin færir honum engin svör heldur fl eiri spurningar og meiri efa.  Vatn leikur veigamikið hlutverk í verkinu; sagan hefst og endar við fossa, auk þess sem bóndinn kýs að ferðast sjóleiðina yfi r ti l fl jótsins og er sú ferð miðbik verksins. Strax í upphafi kemur fram hvers vegna vatnið er honum hugleikið: „Eitt sinn sagðir þú hugann líkjast hafi nu. Ég hef ekkert að ótt ast“ (7). Enda er sagan ekki síst ferð um huga ljóðmælandans.  En ef konan í lífi hans er týnd í eigin huga er hann sjálfur líti ð skár staddur, týndur í hafi nu. Hann talar um frelsi en það fylgir engin frelsisti lfi nning ferðinni. Hann er á fl ótt a en getur ekki fl úið eigin minningar og ti lfi nningar: „Annað okkar er horfi ð í eigin heim með ósýnilegar minningar en hitt er statt í fj arlægum mannheimi með lifandi fortí ð sína“ (64). Hann er fastur í eigin bernskudraumi sem skilar honum ekki neinu, á meðan konan hans líkist sjálfri sér minna og minna. Hún mun jafnvel ekki þekkja hann þegar, og ef, hann snýr ti l baka. Hugleiðing bóndans í upphafi verksins reynist því driffj öður verksins: „Íhugaði hvað eft ir væri að þrá annað en það sem er jafn framandi og ég yrði þér að lokum“ (5).  Leiti n að upptökum Orinoco er ekki auðmelt verk enda margt sem býr undir þessari frásögn af manni sem lætur æskudraum sinn rætast. Það er hins vegar fallegt og ef lesandinn er ti lbúinn að láta af fastheldni sinni á hið áþreifanlega og leyfa sér að upplifa tregablandið ævintýri ætti hann að njóta þess að lesa þett a verk. Ari Trausti Guðmundsson. Leiti n að upptökum Orinoco. Uppheimar. 2011. Ga gn rý ni Ég veit ekki hvort allir búa yfi r þránni eftir lífi fl akkarans. En eins og einhver skrifaði einhvers staðar þá þarf eitt af þrennu á löngu fl ökkulífi – trúaða lund, listræna lund eða dulræna lund. (Haruki Murakami, A Wild Sheep Chase, Vintage, 2003, 78)

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.