Spássían - 2012, Page 12

Spássían - 2012, Page 12
 12 ÆVINTÝRALEGAR FRÁSAGNIR AF SVAÐILFÖRUM á sjóferðalögum hafa ætíð verið vinsælt afþreyingarefni og eru Hómerskviður gott dæmi um það. Forvitnin um það sem liggur bak við ystu sjónarrönd heldur okkur í heljargreipum og töfrar hins annarlega snerta við innstu þrá okkar og ótta – að það sé eitthvað annað og meira „þarna úti“. Litríkar lýsingar á óargadýrum og villimönnum hafa öld eftir öld sent ískaldan hroll eftir baki lesenda, beint athyglinni að mörkunum milli „okkar” og „annarra” – og stundum neytt okkur til að horfast í augu við að skilin þar á milli eru ekki alltaf skýr. Bækur um ferðalög gegndu öðrum þræði því hlutverki að kynna fjarlæg lönd og framandi menningu sem fáir áttu nokkurn tíma kost á að upplifa sjálfi r - þótt oftar en ekki hafi meiri áhersla verið lögð á skemmtanagildi en sannsögli. Samband skáldskapar og ferðalaga hefur breyst talsvert eftir því sem hinn almenni lesandi fór að ferðast meira og heimurinn að smækka með framförum í samskiptamátum og faratækjum. Óbyggðir heimsins eru okkur ekki lengur ókunnar og frásagnir af fjarlægum staðarháttum varla á sviði skáldskaparins lengur. Þótt fáir staðir á þessari jörð bjóði ennþá upp á krassandi lýsingar á furðulegum staðarháttum og enn skrítnari ættbálkum hafa höfundar ekki látið það stoppa sig og einfaldlega fært út sjóndeildarhringinn. Þegar jörðin hefur verið kortlögð liggur beinast við að horfa út fyrir gufuhvolfi ð og ímynda sér þær furður sem þar kunna að leynast. Landamæri hins ókannaða liggja nú handan sólkerfi sins. FERÐALÖG ERU OFT NOTUÐ til að láta sögupersónur taka út þroska. Sumar persónur leggja á fl ótta, ferðast af illri nauðsyn eða í leit að einhverju mikilvægu. Órólegar konur bruna í bílum milli staða í Rigningu í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Hjartastað Steinunnar Sigurðardóttur og Skapara Guðrúnar Evu Mínervudóttur og í því felst bæði fl ótti frá kæfandi hversdeginum og tilraun til að takast á við þá ábyrgð sem lögð er á herðar þeirra. Aðrar persónur ferðast á fjarlæga staði til að „fi nna sig“ og uppgötva svo að sú persóna sem varð eftir í heimahögunum er sú sem skiptir máli. Eða að uppgjör við þá persónu er nauðsynlegt, eins og í nýrri bók Unnar Birnu Karlsdóttur, Það kemur alltaf nýr dagur. Ferðalög verða þá birtingarmynd nauðsynlegra breytinga til að lífi ð geti haldið áfram. Hvernig skal maður skilgreina sínar tilfi nningar þegar ekið er burt frá fólki og það smækkar á sléttunni þar til það sést hverfa sem litlir dílar? Það er þessi allt of stóri heimur sem hvelfi st um mann, og komið er að kveðjustund. En við höllum okkur fram á við til að taka á móti næsta tryllta ævintýri sem okkur gefst, undir skýjum. (Jack Kerouac, Á vegum úti, þýð. Ólafur Gunnarsson, Mál og menning, 1988, 141)

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.