Spássían - 2012, Qupperneq 16
16
ÞREYTTAR KONUR Í LÍFSHÁSKA
Hin hefðbundna aðalsöguhetja
skandinavískra glæpasagna er fjarri
góðu gamni þetta sumarið. Í stað hins
svekkta og örlítið þunglynda og/
eða drykkfellda lögreglumanns er
komin lífsleið og uppgefi n ung kona
sem oftar en ekki þarf að bjástra
við að halda jafnvægi á milli vinnu
og einkalífs, barna, eiginmanns og
annars fólks. Og aldrei fær hún að
hvíla sig, blessunin.
Dauði næturgalans er þriðja
skáldsaga Kaaberbøl og Friis um
hjúkrunarfræðinginn Ninu Borg sem
reynir að bjarga öllu og öllum en
gleymir sjálfri sér í leiðinni. Þegar
sagan hefst hefur hún glatað bæði
eiginmanni og tveimur börnum og á í
vonlitlu sambandi við samstarfsmann
sinn sem byggist frekar á sameiginlegri
þörf fyrir mannlega snertingu en
ást. Hún fl ækist í mál úkraínskra
mæðgna, Natöshu og Katerinu, sem
eru fl óttamenn í Danmörku. Þegar
Natasha fl ýr á leið til yfi rheyrslu hjá
lögreglunni, grunuð um morð á tveimur
fyrrverandi sambýlismönnum sínum,
hefst dularfull atburðarás sem Nina
sogast inn í. Sagan teygir sig allt til
Úkraínu á tímum Stalíns og höfundar
varpa upp spurningum um illsku og
neyð, þá baráttu sem á sér stað í
velmegandi samfélögum og hversu
langt við erum tilbúin að ganga fyrir
þá sem við elskum.
Åsa Larsson hefur skrifað fjórar
skáldsögur um lögfræðinginn Rebecku
Martinsson sem allar hafa verið þýddar
á íslensku. Þetta eru fantagóðar
bækur og víst er að Rebecka telst til
uppgefi nna skandínavískra söguhetja
Þegar ástin verður vesen
Eftir Ástu Kristínu Benediktsdóttur
NÝJASTA bók Rúnars Helga Vignissonar er smásagnasafn
í sumarklæðnaði, létt og handhæg kilja sem inniheldur
fi mmtán sögur. Framan á kápunni er mynd af rauðmáluðu
steinhjarta sem hamrað hefur verið inn í grjóthleðsluvegg
og er farið að veðrast verulega. Í gegnum rauða ástarliti nn
skín grámi hversdagsleikans og rispurnar sem myndast
hafa á yfi rborði hjartans eru varanlegar, enda fj alla
sögurnar í þessum smásagnasveig um ást í meinum – ást
sem meinbugir eru á þótt hún hafi ef ti l vill eitt sinn verið
sönn og heit.
Í smásagnasveigum mynda sögurnar í safninu
merkingarbæra heild og milli þeirra geta legið ýmiss
konar tengingar. Í þessu ti lviki er tengingin viðfangsefnið
sem kemur fram í ti tlinum. Sagan „Hinum megin við
tjaldið“ er þó einnig eins konar umferðarmiðstöð þar
sem persónur úr öðrum sögum í bókinni mætast. Margar
sögurnar fj alla um hjón eða pör sem eru búin að vera
saman í mörg ár en ásti n hefur breyst og samskipti n eru
orðin erfi ð. Aðalpersónurnar eru ýmist karlar eða konur
og margvíslegar ástæður eru fyrir því að samböndin
hafa þróast í þessa átt , svo sem sjúkdómar, barneignir,
samkynhneigð, ósamkomulag um fóstureyðingar,
mismunandi áhugamál, stress og almenn vonbrigði
með lífi ð. Engin þessara ólánlegu para ná að vinna úr
sínum málum og þau eru öll skilin eft ir með vandamálin í
sögulok.
Kynlíf - eða skortur á því - er eitt af algengustu
vandamálum sögupersónanna og algengt er að karlarnir
séu uppteknir af því að konurnar vilji ekki lengur sofa hjá
þeim. Þett a samskiptamynstur er svo algengt að það jaðrar
við að vera þreytandi og sú spurning vaknar hvort þett a
eigi að vera raunsönn mynd af lífi miðaldra karlmanna eða
gagnrýni á staðlaðar ímyndir um karlmennsku og sívirka
kynhvöt karla sem konur þurfa að „sinna“. Eina konan í
bókinni sem hefur mikinn áhuga á kynlífi reynist auk þess
að öllum líkindum vera lesbía.
Ekki fj alla þó allar sögurnar um pör í krísu. Ein allra besta
og áhrifamesta sagan er hin einlæga „Dagur í lífi barns“ en
þar er í brennidepli ást milli móður
og barns. Sagan er sögð af litlum
dreng sem bíður heima með pabba
sínum og yngri systur á meðan
mamma hans fer á spítala. Síðar um
daginn kemur mamman heim og er
föl og grætur og ýmsar vísbendingar
í textanum gefa ti l kynna að hún hafi
misst barn, þótt það sé aldrei alveg
ljóst.
Sögurnar í Ást í meinum eru
vel skrifaðar, enda ekki við öðru
að búast af þeim þrautþjálfaða
ritlistarkennara sem Rúnar Helgi
er. Hann fer vel með mörg af þeim
vandamálum sem hann fj allar um
í sögum sínum og lýsir ti l dæmis
afar vel angist og rótleysi konunnar
sem upplifi r að maðurinn hennar
kemur út úr skápnum. Kvíði og
vanlíðan hjónanna sem eru samferða
í huganum þótt þau séu á sitt hvoru landshorninu og yfi r
vofi skilnaður er átakanlegur, sem og vonbrigði hjónanna
sem fi nna gleði og frelsi í því að klæðast dulargervum og
leika hlutverk í morðgátuleik þegar sami gamli pirringurinn
tekur við um leið og þau eru aft ur tvö ein saman. Hið
knappa smásagnaform hentar enn fremur vel ti l að
varpa fram spurningum sem ekki er svarað nema í huga
lesandans. Það er einn helsti kostur þessarar bókar – og
um leið mögulega hennar helsti löstur – að eft ir lesturinn
eru margir endar óhnýtti r. Í raun þarf að lesa fl estar
sögurnar tvisvar eða þrisvar ti l að átt a sig á um hvað þær
fj alla í raun og merkingin er oft ar en ekki falin í stökum
lykilsetningum og -orðum. Stundum virkar þett a ekki vel
og botninn dett ur úr sögum á borð við „Afmælisveisluna“
sökum þess að þræðirnir eru of óljósir. Mun oft ar bæti r þó
óvissan við efni sagnanna og lætur þær lifa lengur en ella í
huga lesandans.
Rúnar Helgi
Vignisson.
Ást í meinum.
Uppheimar. 2012.
Gagnrýni