Spássían - 2012, Side 17
17
„en í fyrstu þremur bókunum þarf hún að reyna meira en fl estir gera á heilli ævi. Í þeirri fjórðu, Dauðadjúpi, fær hún síður en svo að hvíla sig og þarf, í samstarfi við lögregluþjóna sveitarfélagsins, að rannsaka dauða
ungrar stúlku. Sagan teygir anga
sína til síðari heimsstyrjaldarinnar og
við sögu koma ofbeldisfullir bræður
sem eiga sér leyndarmál á botni
sama stöðuvatns og lík stúlkunnar
fannst í. Fortíð Rebecku sjálfrar kemur
minna við sögu í Dauðadjúpi en fyrri
bókunum þremur og lesandi gerir sér
Í stað hins svekkta og örlítið
þunglynda og/eða drykkfellda
lögreglumanns er komin lífsleið og
uppgefi n ung kona sem oftar en
ekki þarf að bjástra við að halda
jafnvægi á milli vinnu og einkalífs,
barna, eiginmanns og annars fólks.
Ga
gn
rý
niEitt líf, margir þræðir
Eftir Auði Aðalsteinsdóttur
FYRSTA bók Unnar Birnu Karlsdótt ur hefur lágstemmdan
tón. Agaður, látlaus stí ll, með örlitlum ljóðrænum blæ
hér og þar, gefur verkinu þroskað yfi rbragð og hæfi r
efniviðnum vel. Sagan fj allar um það þegar sögupersónan
Ása snýr aft ur á æskuslóðir sínar, eyðibýli í íslenskri
sveit, í algjörri uppgjöf eft ir að lífi ð sem hún skapaði sér
erlendis hrynur með hjónabandi hennar. Eins og svo
margir hefur hún markað skýr skil milli bernskunnar og
fullorðinsheimsins, en nú krefj ast þessir heimar þess að
verða gerðir upp samhliða. Við það ferli, þar sem hún nær
eins konar sátt við æsku sem einkenndist af vanrækslu
og hjónaband sem endaði með svikum, öðlast hún smátt
og smátt lífsvilja á ný. Að auki eygir hún þann möguleika
að sætt a þessa tvo heima, íslensku sveiti na og ti lveruna í
útlöndum, og gera þá báða að heimili sínu.
Slíkar sögur af manneskjum sem ná að vinna sig út
úr erfi ðri lífsreynslu með því að horfast í augu við hana
eru algengt stef. Frægasta sagan sem mér dett ur í hug
í því samhengi er Hestahvíslarinn, ekki síst af því að í
báðum ti lvikum fl étt ast ný ástarsaga inn í bataferlið.
Sá þráður þykir mér þó fremur veikur hér og hlutverk
gamla kærastans sem dúkkar skyndilega upp og lendir
næstum um leið í bóli Ásu vafðist fyrir mér. Vel gerðar
ástarsögur byggja upp spennu sem erfi tt er að standast,
samanber höfunda á borð við Jane Austen, og að fl étt a
þeirri togstreitu inn í stærri sögu getur kryddað þær
hressilega, samanber Hungurleikana. Hér fannst mér
vanta að undirbyggja slíka spennu, auk þess sem farsæll
endir í örmum nýs karlmanns grefur að mínu mati undan
því sjálfsstyrkingarferli sem lesandi hefur fylgt eft ir. Hér
má nefna að Friðrika Benónýsdótti r benti í ritdómi í
Frétt ablaðinu á tengsl Ásu við hina amerísku erkitýpu
ástarsögunnar, Scarlett O‘Hara, eins og ti ti ll bókarinnar
gefur ti lefni ti l. Á þeim er þó einn reginmunur. Scarlett
stendur ein en óbuguð eft ir í lokin á meðan Ása endar á
að hringja í karlmanninn í lífi sínu og hann kemur um hæl.
Ótal aðra þematí ska þræði má hins vegar fi nna sem
styrkja bókina og get ég hér nefnt vísun ti l Sjálfstæðs
fólks og fl eiri bóka eft ir Halldór
Laxness sem gefur þemanu um
átt haga, fj ötra og frelsi nýja vídd:
„Það er frekar einhver minning sem
vaknar líkt og í beinunum eft ir lestur
skáldsagna Laxness. Minning um
kuldatí ð, einsemd, þrjósku, þögn,
refsingu og strit, minning um æsku
mína“ (42). Ása og Ásta Sóllilja
eiga báðar harðan föður, hrökklast
að heiman og snúa bugaðar ti l
föðurhúsa í lokin. Forsendur þess
að þær snúa aft ur eru þó gerólíkar.
Ásta Sóllilja er borin bjargarlaus
heim í Sumarhús af Bjarti , að öllum
líkindum ti l þess eins að deyja. Ása
grefur hins vegar föður sinn áður
en hún snýr aft ur og heldur sjálf
um stjórnartaumana á lífi sínu og
hugsanlegum dauða.
Unnur Birna nær fi mlega að snerta
marga fl eti í þessari stutt u sögu og býr yfi r færni sem
margir reyndari höfundar gætu öfundað hana af. Í Það
kemur alltaf nýr dagur fi nnst mér hún feta nokkuð örugga,
jafnvel varkára sti gu og getur það verið ein af ástæðum
þess að bókin talaði frekar ti l höfuðsins en hjartans í mínu
ti lviki. Þegar höfundur leggur allt að veði kraumar háski
undir hverju orði og hefur þann mögulega eiginleika að
fella allar varnir lesandans og ná inn að kviku. Unnur Birna
hefur greinilega tæknina ti l að skrifa góðar bækur og má
vel við því að taka meiri áhætt u.
Unnur Birna
Karlsdótti r. Það
kemur alltaf nýr
dagur. Bjartur. 2012.