Spássían - 2012, Qupperneq 18
18
„Allt eru þetta skandínavískar leynilögreglusögur þar sem aðalsöguhetjan er kona sem hefur
eða er um það bil að glata öllu
sem hún á.
jafnvel í hugarlund að einhvern tíma í
framtíðinni muni allt fara vel.
Konurnar á ströndinni eftir Tove
Alsterdal á sitthvað sameiginlegt með
Dauða næturgalans og Dauðadjúpi.
Allt eru þetta skandínavískar
leynilögreglusögur þar sem
aðalsöguhetjan er kona sem hefur
eða er um það bil að glata öllu
sem hún á. Hér hverfur eiginmaður
aðalsöguhetjunnar í París og hin ófríska
Ally fer að leita að honum. Hún dregst
inn í þá glæpi sem eiginmaðurinn
hafði verið að rannsaka, mansal og
þrælahald, en þótt hún komist að
ýmsu finnur hún aldrei eiginmanninn.
Bandarískar konur þurfa líka
að standa í stórræðum. Þannig
reynir lögreglukonan Jane Rizzoli,
aðalsöguhetja Lærlingsins eftir Tess
Gerrritsen, að bjarga heiminum, eins
og Nina Borg, en gleymir – eða neitar
– að hugsa um sjálfa sig. Ár er liðið
síðan hún handsamaði skelfilegan
raðmorðingja í bókinni Skurðlæknirinn
og nú lætur nýr illvirki á sér kræla;
morðingi sem virðist herma eftir
skurðlækninum og jafnvel vera í
sambandi við hann. Vanir lesendur
raðmorðingjasagna rekast hér á fátt
nýtt og hinir kynferðislegu straumar
sem snarka á milli Rizzoli og hins
dularfulla Deans eru ótrúverðugir
og þvingaðir. Þeim hefði betur mátt
sleppa og eyða meiri tíma í blóð og
morð.
AKSJÓN OG SEX
Stella Blómkvist er mætt aftur til leiks og
heldur sig við þema sem skandinavískum
glæpasagnahöfundum er hugleikið:
Mansal og þrælahald. Stella er
þó hvorki buguð né brotin eins og
þær Nina Borg og Ally Cornwall,
heldur eitilhress, alltaf í stuði, ávallt
með Nonna Daníels á kantinum og
vísdómsorð frá mömmu á hraðbergi.
Lettnesk nektardansmey setur sig
í samband við Stellu, en sú hefur
áhyggjur af samstarfskonu sinni sem
hefur gufað upp og stuttu seinna
hverfur sú lettneska líka. Inn í málið
blandast litháískur dópsmyglari,
íslenskur klámkóngur og nokkur
fyrirmenni sem öll hafa óhreint mjöl í
pokahorninu. Stellu tekst að leika á þá
alla án þess að glutra niður kúlinu og
mitt í þessu öllu saman á hún ákaflega
auðvelt með að finna heillandi konur
til að sofa hjá, hvort sem um er að
ræða fyrrverandi súludansmeyjar eða
íslenska lögreglukonu með græn augu.
Stella gælir stuttlega við þá hugmynd
hvort hún sé að verða ástfangin en
minnist þá orða mömmu: „Hunangsilmur
ástarinnar er sjálfsblekking“ (Morðið
á Bessastöðum, 136).
Spennusagan Feluleikur eftir James
Patterson og Michel Ledwidge er ólík
þeim sem hér hafa verið nefndar að
því leyti að þar er ekkert mansal,
ekkert þrælahald og engin tengsl við
Austur-Evrópu. Hér er um að ræða
konu sem lætur sér fátt fyrir brjósti
brenna og hefðbundinn morðingja.
Og allt gerist þetta undir amerískri
sól, mestmegnis á Flórída. Nina Bloom
er virtur og glæsilegur lögfræðingur
í New York sem lúrir á hættulegu
leyndarmáli. Þegar taka á mann af
lífi fyrir glæp sem hún veit að hann
framdi ekki neyðist hún til að fara
til Flórída, á gamlar slóðir þar sem
hennar bíða leyndarmál, glæpir,
fyrrverandi eiginmaður og morðingi.
Þar er líka lögfræðingurinn Charles
Baylor sem Nina þarf að vinna með til
að koma í veg fyrir aftöku. Samskipti
þeirra byrja ekki vel, Ninu finnst hann
„minna meira á landslagsarkitekt en
lögfræðing“ (183) og neyðist til að
skutla kleinuhringjakassa milli stafs
og hurðar til að koma í veg fyrir að
hann loki á nefið á henni. Charles
kallar Ninu „lögfræðiskessu“ og
„sálarlausa skessu“ og finnst hún vera
„nöpur kona“. Vitaskuld snarka þó
kynferðislegir straumar þeirra á milli
og öll samskiptavandamál leysast
sjálfkrafa á meðan þau eltast við
glæpamenn í sólinni.
Fórnardauði er önnur bandarísk
spennusaga en höfundurinn, Lee Child,
hefur skrifað þó nokkrar sögur um
hinn eitilharða jaxl Jack Reacher. Nú
er „stóri maðurinn í brúnu úlpunni“,
staddur í afskekktri og kuldalegri
sveit á sléttum Nebraska, einfaldlega
vegna þess að maðurinn sem hann
hafði fengið far hjá ætlaði að
beygja í átt sem Reacher „kærði
sig ekki um að fara í“ (Fórnardauði,
10). Fyrirvaralítið og algjörlega
sjálfviljugur flækir Reacher sér í
gömul og ný glæpamál sveitarinnar
þar sem allar leiðir liggja til Duncan-
bræðranna sem ríkja yfir sveitinni með
harðri hendi. Allir hræðast þá – allir
nema stóri maðurinn í brúnu úlpunni.
Duncan-bræðurnir eru síður en svo
ánægðir með þessa slettireku og
reyna að koma honum fyrir kattarnef.
Hvert vöðvatröllið á fætur öðru, á
sífellt stærri jeppum og með svakalegri
vopn, er sent til að losa þá við
Reacher og öllum mistekst. Reacher er
sérlega hugmyndaríkur áflogahundur;
hann kýlir og sparkar, skýtur af
skammbyssum og haglabyssum og það
heyrist „krönsj-krönsj“ (Fórnardauði,
345 og 368) í vopnunum sem tæta í
sig fórnarlömbin – sem eru langt í frá
saklaus. Endalokin verða ekki gefin
upp hér en þess þó getið að þau eru
með fremur hefðbundnum hætti og við
sögu kemur mansal.
FLEIRI GLÆPIR
Mansal kemur enn og aftur við sögu
og nú í Sýslumanninum sem sá álfa