Spássían - 2012, Side 20

Spássían - 2012, Side 20
 20 ALLT ÚT UM ALLT Í sumar mun 71 myndlistarmaður taka þátt í samsýningunni ALLT + og verða verk þeirra um allar trissur á Akureyri fram til 3. september. Ekki er um neina venjulega samsýningu að ræða, samkvæmt upplýsingum frá Sjónlistamiðstöðinni á Akureyri, því ekkert þema ræður ríkjum og þátttakendur máttu hvarvetna viðra verk sín nema í Sjónlistamiðstöðinni. Verkin eru sögð einkasamtöl listamannanna við tiltekna staði, svo úr verði net örsagna sem bjóði upp á óvænta og persónulega sýn á bæinn. SAMSÝNING FEÐGA OG MÆÐGINA Á sumarsýningu í hinu óvenjulega sýningarrými Sláturhúsinu Egilsstöðum sýna feðgarnir Þór Vigfússon og Helgi Þórsson og mæðginin Ólöf Birna Blöndal og Sveinn Snorri Sveinsson. Þar blandast saman myndlist, ljóðlist í formi innsetningar, verk sem eru á mörkum þess að vera málverk og skúlptúrar úr margskonar efniviði og fundnum hlutum sem taka breytingum. Á vissan hátt er um að ræða yfi rlitssýningu en sum verkanna eru sköpuð á staðnum. Sýningin stendur yfi r til 20. ágúst. ÍSLENSK/FÆREYSKIR TÓNLEIKAR Hljómsveitirnar Momentum frá Íslandi og Synarchy frá Færeyjum verða saman með tónleika í sumar á Íslandi og í Færeyjum og spila meðal annars á tónlistarhátíðunum Eistnafl ug á Neskaupstað og G!Festival í Færeyjum. Þeir sem ætla að sitja sem fastast í höfuðborginni geta þó einnig kíkt á gleðina, í Norræna húsinu þann 10. júlí. GJÖF Á GÖNGUSTÍG Í nýju hverfi í Garðabæ er kona að viðra hundinn sinn. Hún gengur fram á geisladisk sem liggur á gangstíg eins og einhver hafi misst hann úr vasanum. Þegar hún beygir sig niður til að taka hann upp blasir hins vegar við rauður miði með áletruninni: „Til hamingju með að hafa fundið þennan geisladisk“. Undrandi og ánægð fer konan heim og stingur Ímynd fífl sins eftir hljómsveitina Ég í græjurnar. Gítarrokk og skondnir textar óma úr hátölurunum. Og þar sem fréttaritari Spássíunnar er þá einmitt í heimsókn getur hann nú komið á framfæri hrósi fyrir þessa frumlegu og árangursríku leið í kynningarmálum. MOLAR

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.