Spássían - 2012, Side 21

Spássían - 2012, Side 21
 20 ALLT ÚT UM ALLT Í sumar mun 71 myndlistarmaður taka þátt í samsýningunni ALLT + og verða verk þeirra um allar trissur á Akureyri fram til 3. september. Ekki er um neina venjulega samsýningu að ræða, samkvæmt upplýsingum frá Sjónlistamiðstöðinni á Akureyri, því ekkert þema ræður ríkjum og þátttakendur máttu hvarvetna viðra verk sín nema í Sjónlistamiðstöðinni. Verkin eru sögð einkasamtöl listamannanna við tiltekna staði, svo úr verði net örsagna sem bjóði upp á óvænta og persónulega sýn á bæinn. SAMSÝNING FEÐGA OG MÆÐGINA Á sumarsýningu í hinu óvenjulega sýningarrými Sláturhúsinu Egilsstöðum sýna feðgarnir Þór Vigfússon og Helgi Þórsson og mæðginin Ólöf Birna Blöndal og Sveinn Snorri Sveinsson. Þar blandast saman myndlist, ljóðlist í formi innsetningar, verk sem eru á mörkum þess að vera málverk og skúlptúrar úr margskonar efniviði og fundnum hlutum sem taka breytingum. Á vissan hátt er um að ræða yfi rlitssýningu en sum verkanna eru sköpuð á staðnum. Sýningin stendur yfi r til 20. ágúst. ÍSLENSK/FÆREYSKIR TÓNLEIKAR Hljómsveitirnar Momentum frá Íslandi og Synarchy frá Færeyjum verða saman með tónleika í sumar á Íslandi og í Færeyjum og spila meðal annars á tónlistarhátíðunum Eistnafl ug á Neskaupstað og G!Festival í Færeyjum. Þeir sem ætla að sitja sem fastast í höfuðborginni geta þó einnig kíkt á gleðina, í Norræna húsinu þann 10. júlí. GJÖF Á GÖNGUSTÍG Í nýju hverfi í Garðabæ er kona að viðra hundinn sinn. Hún gengur fram á geisladisk sem liggur á gangstíg eins og einhver hafi misst hann úr vasanum. Þegar hún beygir sig niður til að taka hann upp blasir hins vegar við rauður miði með áletruninni: „Til hamingju með að hafa fundið þennan geisladisk“. Undrandi og ánægð fer konan heim og stingur Ímynd fífl sins eftir hljómsveitina Ég í græjurnar. Gítarrokk og skondnir textar óma úr hátölurunum. Og þar sem fréttaritari Spássíunnar er þá einmitt í heimsókn getur hann nú komið á framfæri hrósi fyrir þessa frumlegu og árangursríku leið í kynningarmálum. MOLAR 21 FÓLKIÐ Í KJALLARANUM, þekktasta skáldsaga Auðar hér á landi – sú sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin og var sett á svið – lýtur að einhverju leyti sömu lögmálum, en hún segist ganga skrefi lengra núna. „Síðustu ár hef ég safnað saman minningum og litlum sögum frá fjölskyldu og vinum en vissi ekki hvað ég ætlaði að gera við það, hélt kannski að ég ætlaði að gera smásagnaprósa úr þessu. Ég fi ska upp skáldskapinn í lífi nu, allt þetta ævintýralega sem er í hversdeginum sem maður áttar sig oft ekki á fyrr en með tímanum, það sem manni hefur alltaf þótt sjálfsagt en hefur aldrei haft rænu á að spyrja nánar út í. Svo allt í einu fann ég umgjörð og þetta er orðið að Skáldsögu með stóru S-i. mesti lífsháskinn í því sem stendur manni næst Eftir Auði Aðalsteinsdóttur Ljósmynd: Júlía Björnsdóttir AUÐUR JÓNSDÓTTIR SITUR ÞESSA DAGANA Í BERLÍN OG LÝKUR VIÐ SKÁLDSÖGU. Í GEGNUM SLITRÓTT SKYPE- SAMTAL LÝSIR HÚN BÓKINNI SEM TILRAUN TIL AÐ VINNA ÚR ÝMSUM ÞÁTTUM Í EIGIN FJÖLSKYLDUSÖGU. „ÞESSA SÖGU ER ÉG AÐ GERA FYRIR SJÁLFA MIG OG SON MINN. ÞEGAR ÉG EIGNAÐIST HANN FÓR ÉG AÐ HUGSA UM SVO MARGT Í NÝJU LJÓSI OG EKKI HVAÐ SÍST KONURNAR Í FJÖLSKYLDUNNI MINNI, MÓÐURLEGGNUM. EN ÉG ER LÍKA DÁLÍTIÐ HRÆDD VIÐ AÐ BÚA ÞANNIG TIL SKÁLDSKAP ÚR FÓLKI SEM MÉR ÞYKIR VÆNT UM.“

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.