Spássían - 2012, Qupperneq 22
22
„
Það er svo skrítið með skáldverk, það
er eins og þau komi til manns á sínum
eigin forsendum.“
VERÐUR NÝR SANNLEIKUR
Siðferðislega hliðin á því að taka líf
og reynslu annarra og vinna úr þeim
skáldskap hefur verið mikið til umræðu
í tengslum við nýjustu bók Hallgríms
Helgasonar, Konan við 1000°, og
Auður viðurkennir að það sé erfitt að
finna réttu leiðina að því. „Ég þarf
alltaf að safna í mig hugrekki og mér
finnst ég núna spila svolítið djarft. En
ég á sem betur fer ýmsa góða að,
fólk sem sýnir mér umburðarlyndi
og hefur ágætan skilning á eðli
skáldsögunnar. Eins og mamma mín,
hún vægir ekki sjálfri sér þegar hún
segir sögur sem ég get mögulega
nýtt. Því þó þetta sé skáldsaga þá er
móðurleggurinn minn helsti brunnur.
En það merkilega við minningar er
að maður veit stundum ekkert hvað
er skáldskapur og hvað er minning.
Sjálf er ég með margt í höfðinu sem
ég veit varla hvort er draumur eða
minning, fyrir utan að hver upplifir
hlutina á sinn hátt. Og fólk er aldrei
samt; maður á svo mörg tímabil í lífi
sínu. Maður getur skrifað um einhverja
manneskju fyrir 20 árum en hún er
ekki sama manneskjan í dag. Það er
svo stutt í skáldskapinn og það sem
gerist er að maður byrjar að blanda
saman, byrjar að skálda inn í, og á
endanum les maður handritið yfir og
man þá ekkert hver sagði hvað, hvað
það var sem raunverulega gerðist og
hvað er skáldað. Á endanum er þetta
bara minn hugarburður.“
Hún er því skeptísk á þá gagnrýni
sem Hallgrímur Helgason hefur fengið
fyrir að nota og skrumskæla ævisögu
þekktrar manneskju. „Það eru svo
margar bækur sem ekki hefði verið
hægt að skrifa, sem ekki væru til, ef
leikreglurnar væru þær að ekki mætti
nýta sér sögur annarra. Og hvar eru þá
mörkin? Ég held að flestar bækur hafi
eitthvað einhvers staðar frá, þó ekki sé
nema frá höfundi sínum. Það er erfitt
að setja mörkin á einhvern ákveðinn
stað þegar um skáldskap er að ræða.
Um leið og komið er forskeytið „skáld“
þá er þetta hugarburður höfundar.
Og ef þetta er erfið saga þá ætti
fólk sem telur sig vera fyrirmyndir
jafnvel að fagna því að sagan er
skáldsaga en ekki sagnfræðirit eða
ævisaga þar sem allar staðreyndir
eru skráðar samviskusamlega niður og
með réttum nöfnum. Skáldskapurinn
er ef til vill afbakaður sannleikur að
einhverra mati en þá verður hann
nýr sannleikur. Skáldsagan er alltaf
á eigin forsendum. Hún er kannski að
segja einhverja allt aðra sögu en þá
sem liggur í augum uppi.“
Auður hefur þó lent í því að
móttökur bóka hennar, ekki síst Fólksins
í kjallaranum, snúast að miklu leyti um
að reyna að finna hvað passar við
veruleikann. „Jafnvel þannig að fólk
telur sig vera fyrirmyndir þegar það
er alls ekki raunin. Það er voða mikið
lesið í bækur og ég tek sjálf eftir því
þegar ég les skáldsögur eftir vini
mína að ég sé nánast í hverri einustu
bók eitthvað úr lífinu í kringum okkur.
En nýja bókin mín er skáldsaga því
ég fylli mjög gróflega inn í og þarna
búa lifandi og dauðir og skáldaðir
og raunverulegir saman í einni sæng.
Mér þykir vænt um bíómyndina
Deconstructing Harry eftir Woody
Allen, þar sem hann heilsar upp á
allar söguhetjurnar sínar og það er
svona hans himnaríki og helvíti. Ég held
að flestir höfundar noti fyrirmyndir
en svo er misjafnt hversu langt
maður gengur í að nota atburði og
persónuleika og blanda þeim saman
við skáldskapinn. Í þessari sögu minni
eru hlutir sem margir þekkja og þess
vegna er erfiðara að fela þá en ella.
Ég fjalla um snjóflóðin fyrir vestan og
svo bý ég þannig að eiga fjölskyldu
sem margir þekkja til. Ég reyni bara
að hugsa um Isabel Allende sem var
alveg sátt við lífið þótt fólkið heima
vildi ekkert tala við hana, svo lengi
sem hún hefði glaða lesendur. Það
er hægt að drepa skáldsöguna með
því að ákveða hvað sé leyfilegt og
hvað ekki. Skáldskapur er huglægur.
Og það er ekkert hægt að setja
landamæri á hugarburðinn. Þegar
maður skrifar er maður að uppgötva,
að reyna að skilja. Það fer einhver
rannsókn í gang og allt í einu er eins
og sagan eigi sig sjálf og maður fer
bara að þjóna sögunni. Eins púrítanskt
og það kann að hljóma. Á einhverjum
tímapunkti hættir maður að velta því
fyrir sér hvort einhver verði fúll, allt í
einu er sagan hafin yfir allt slíkt. Fólkið
í kjallaranum er mikill skáldskapur
en í leikgerð Ólafs Egilssonar vissi
ég stundum ekki hvort senur væru
eitthvað sem ég hefði lifað, eitthvað
sem ég hefði skáldað, eða eitthvað
sem Óli hefði samið. Verkið verður
að sjálfstæðri veru. Hugarheimurinn
rennur einhvern veginn saman við ytri
heiminn og til verður nýr heimur. Þess
vegna er oft gott að klára bók og
komast út úr þessum heimi þar sem allt
blandast saman.“
Hún segist lítið hugsa um viðtökurnar
þegar hún skrifar svona persónulega.
„Ég er svo mikið að gera þetta fyrir
sjálfa mig. Ég hef staðið mig að því
í öðrum verkum að spá í það hverjir
muni lesa þau en það er öðruvísi
með þessar bækur sem ganga svona
nærri manni. Það er öðruvísi að skrifa
svona bók en til dæmis Vetrarsól og
Tryggðarpant þar sem eru allt aðrar
leikreglur í gangi.“
ÓSJÁLFRÁÐ SKRIFT OG SÁPUKÚLUR
Þótt Auður sé að þessu leyti komin
á svipaðar slóðir og í Fólkinu í
kjallaranum og í fyrstu bók sinni,
Stjórnlaus lukka, segist hún nú nálgast
efnið á annan hátt. Formið sé til dæmis
mun opnara. „Í rauninni er Fólkið í
kjallaranum frekar klassísk skáldsaga
en þessi er hálfgerður bastarður úr
sögum héðan og þaðan. Umgjörðin er
þessi saga kvenna en hún fer alveg
út og suður í alls konar pælingum um
konur og bókmenntir, konur og skrif -
hún er svolítið skrifuð á skynjuninni.“
Síðasta bók Auðar, Vetrarsól, var
einmitt gagnrýnd fyrir að fara út og
suður en hún sagði sjálf í viðtölum
að sagan hafi átt að vera opin. Hún
segir þó mikinn mun á Vetrarsól og
bókinni sem hún vinnur að núna. „Í
Það er hægt að drepa skáldsöguna með því
að ákveða hvað sé leyfilegt og hvað ekki.
Skáldskapur er huglægur. Og það er ekkert
hægt að setja landamæri á hugarburðinn.