Spássían - 2012, Page 28
28
Ástæðan fyrir því að ég
Eftir David Nickel
Ég byrjaði að safna ofurhetjumyndasögum 11 ára gamall,
þegar ég keypti The Uncanny X-Men #207, sem er
skrifuð af Chris Clairemont og teiknuð af John Romita Jr.
Aðdráttarafl ið var auðvitað myndin á forsíðunni; kraftmikil
og áleitin stökk hún af blaðsíðunni og beint inn í 11 ára
huga minn. Hún lofaði sögu af því tagi sem ég hafði aldrei
lesið áður - og var auðvitað hörkusvöl. Þetta voru mínar
dyr inn í heim ofurhetjumyndasögunnar og ég leit aldrei til
baka (jú, reyndar gerði ég það en aðeins í stutta stund á
síðasta áratug).
Myndlistin dró mig inn um gættina, en það var sagan
sem fékk mig til að halda áfram að lesa og safna. Þarna
var hið ómissandi hlutfall af ofbeldi og hasar, en sagan
vakti mig til umhugsunar og þegar ég var 11 ára var
ekki margt sem fékk mig til að hugsa. Í stuttu máli fjallaði
sagan um persónu (kvenofurhetju) sem eltist við morðingja
vinar síns og ætlar að kála honum. Wolverine, maðurinn á
forsíðunni, leitar þessa ofurhetju uppi og segir að hún geti
ekki drepið óvin sinn því þá yrði hún að skúrkinum. Síðasti
rammi myndasögunnar gefur í skyn að Wolverine hafi
drepið ofurhetjuna til að koma í veg fyrir að hún dræpi
einhvern með köldu blóði. Það var ótrúlegt að ég skyldi
hafa fundið eitthvað svo fullorðinslegt - raunverulega
spurningu um rétt og rangt - í heimi ofurhetjanna. Heimi
sem mér hafði alltaf verið sagt að væri fyrir börn.
Ofurhetjumyndasagan eins og við þekkjum hana best
í dag fæddist á fjórða áratugnum í Norður-Ameríku
(löngu áður en ég kom í heiminn) og varð talsvert
vinsæl í nokkur ár. Í ljósi félagslegra og efnahagslegra
aðstæðna í Bandaríkjunum virtist myndasagan bæði
jákvætt og nærtækt form veruleikafl ótta. Sérstaklega
ofurhetjumyndasagan þar sem
hið góða sigraðist reglulega
á hinu illa, m.a. í formi spilltra
bankamanna og stéttarfélaga,
glæpamanna og á endanum
öxulveldanna í heimsstyrjöldinni
síðari. Vinsældir hennar entust
hins vegar ekki, af mörgum
ástæðum; sú helsta var að
ofbeldi ofurhetjunnar var ekki
lengur eins viðeigandi og
það hafði verið. Samfélagið
breyttist eftir stríðið og þegar
rýnt var í áhrif ofurhetjanna,
gengu sumir jafnvel svo langt
að staðhæfa að myndasagan
hefði trufl að menntun, gefi ð í skyn samkynhneigð ofurhetja
og fætt af sér afbrotaunglinga. Allt þetta, auk samkeppni
frá sjónvarpinu sem afþreyingarmiðli, varð til þess að
vinsældir myndasögunnar dvínuðu og gekk næstum af
ofurhetjunni dauðri.
Fólkið sem fordæmdi ofurhetjumyndasögurnar og
afgreiddi þær í besta lagi sem trufl un og í versta lagi
sem illar í eðli sínu, skildi þær vitaskuld ekki, að minnsta
kosti ekki eins og hægt er að skilja þær núna. Íhaldssemi
og agi var skipun dagsins og öll skilaboð sem send voru
til ungdómsins þurfti að samþykkja og hemja. Gekk það
svo langt að Stan Lee, skapari ofurhetjuerkitýpa á borð
við Kóngulóarmanninn, hin Frábæru fjögur (the Fantastic
Four), Hulk, Þór (the Mighty Thor) og X-men, reyndi eitt
sinn að skrifa sögu um fíkniefnaneyslu í myndasögu um