Spássían - 2012, Síða 31
31
TENGDÓ
Common Nonsense og Borgarleikhúsið
Höfundar: Valur Freyr Einarsson, Ilmur
Stefánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Davíð
Þór Jónsson
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikendur: Kristín Þóra Haraldsdóttir og
Valur Freyr Einarsson
BEÐIÐ EFTIR GODOT
Kvenfélagið Garpur og Borgarleikhúsið
Höfundur: Samuel Beckett
Þýðandi: Árni Ibsen
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikendur: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldóra
Geirharðsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir,
Alexía Björg Jóhannesdóttir, Ísabella
Rós Þorsteinsdóttir og Katrín Ynja
Hrafnkelsdóttir.
mér leikstjórnarvinna og útlitshönnun eins og best verður
á kosið – Kristín Jóhannesdóttir mjög sannfærandi á þeim
heimavelli sem absúrdleikhúsið klárlega er henni.
Gerði sú staðreynd að hér léku konur þessa fjóra kalla
eitthvað til? Síður en svo. Bætti hún einhverju við? Eiginlega
ekki heldur. Frammistaða flytjendanna sem listamanna
yfirskyggði allt svoleiðis. Það sama má segja um Tengdó.
List er alltaf einhvers konar val – hvað á að sýna okkur?
Og hve mikið? Að því leyti standa Tengdó og Godot sitt
á hvorum enda eimingarferlisins. Godot er stíliseringin
uppmáluð, þó sagt sé að innblásturinn hafi komið úr
endurminningum Becketts og konu hans frá því þau fóru
huldu höfði í sveitum Frakklands á stríðsárunum, bæði í
andspyrnuhreyfingunni. Tengdó er að því er virðist næstum
ósíuð frásögn efniviðarins, sem er lífssaga tengdamóður
höfundar og aðalleikara, Vals Freys Einarssonar. Þetta
er býsna mögnuð saga, með eldheitri ást í meinum á
stríðsárunum, skömm, kynþáttafordómum og áratugalangri
leit að týndum föður. Og heldur snubbóttum eftirmála um
hvað gerist þegar sú leit ber loksins árangur. Við eigum
ekki mörg dæmi í íslensku leikhúsi um svona „documentary“
leiksýningar – sem hafa verið nokkuð í tísku annars staðar
síðustu ár. Þeim mun betra hvað þetta tekst heilt á litið vel,
er lipurlega skrifað, fallega sviðsett og frábærlega leikið.
Og aftur hvarf kynjaspursmálið í skuggann. Valur
Freyr er, líkt og Halldóra, afreksmaður í textameðferð,
og þangað sækir hann trúverðugleika sinn í hlutverkum
sínum (sem eigin tengdamóðir og móðir hennar), ekki í
nein sérstök tilþrif í umbreytingu. Hann fékk fínan mótleik
frá Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem, ef marka má þessa
sýningu og Fólkið í Kjallaranum í sjónvarpinu um páskana,
er orðin mikill sérfræðingur í að leika börn. Fín notkun á
fallhlíf og myndvarpa skapaði skemmtilega umgjörð, ég
var meira efins um Volkswagenbjölluna sem var þungamiðja
leikmyndarinnar; eina atriðið í leikritinu sem var óþarfur
útúrdúr. Og skildi heldur ekki tilganginn með flyglinum sem
tók bæði pláss og athygli án þess að vera notaður svo
neinu næmi.
Semsagt: Tengdó og Godot. Tvær stórgóðar leiksýningar
af gjörólíkum toga, tengdar saman af næsta ómerkilegu
tækniatriði sem á endanum skipti ekki nokkru máli. Ég
hlakka svo til að sjá Halldóru og Ólafíu sem Jagó og
Óþelló, og Val Frey sem Desdemónu.
Ljósmynd: Jón Páll Eyjólfsson
Ljósmynd: Jorri