Spássían - 2012, Síða 36
36
og ritfrelsi að gera. Það er auðvitað menningarklíka í
landinu. Og það er mikilvægt að það sé mótvægi og
frelsi á þessum vettvangi. Það er ekki svo ýkja langt síðan
bókaforlögin í Reykjavík sameinuðust eiginlega öll undir
einn hatt, inn í Eddu, þar sem gömlu útrásarvíkingarnir
komu við sögu, og seinna fór það allt inn í JPV. En síðan
hafa sprottið upp um það bil jafn margar og öflugar
meðalstórar útgáfur. Allt leitar þetta aftur í eðlilegra
horf.“
Sjálfur segist hann velja bækur til útgáfu eftir því
hvað dettur inn til hans og nefnir ljóðabók eftir Bjarna
Bjarnason, lektor í Kennaraháskólanum. „Ættingjar hans
höfðu verið að rella í honum að gefa ljóðin sín út en
hann hafði ekki verið til í það. Svo kom hann hingað í
búðina og var þá til í að gefa þetta út hér. Og þegar
ég skoðaði ljóðin voru þau bara helvíti góð. Svo hef
ég gefið út bækur eftir sjálfan mig, ritgerðasafn og
skáldsöguna Sigurðar saga fóts. En eina bók var sérlega
ánægjulegt að gefa út; Söguna af Þuríði formanni og
Kambsránsmönnum. Hún var skrásett af Brynjólfi Jónssyni
undir lok 20. aldar fyrir útgefanda Þjóðólfs í Reykjavík,
og send öllum áskrifendum blaðsins sem staðið höfðu í
skilum. Sagan var gefin út í nokkrum heftum á nokkrum
árum og þegar maður skoðar forsíður heftanna verður
ljóst að þessi bók er ekki skrifuð í tilgangsleysi eins og
flestar bækur. Hún er eitt lengsta innheimtubréf sem
um getur. Það kostulegasta er að í formálunum má sjá
hvernig forsvarsmenn Þjóðólfs verða sífellt pirraðri á
áskrifendum sem ekki borga skuldir sínar og það er
afar skemmtilegur lestur. Um leið hefur verkið sjálft mikið
bókmenntalegt gildi, enda er þetta fimmta útgáfa þess
en það var gefið út þrisvar af Guðna Jónssyni á 20. öld.“
Flestar bækurnar sem Bjarni hefur gefið út hafa tengst
svæðinu í kringum Selfoss. „Við viljum vera að sumu leyti
sveitamannaútgáfa með áherslu á sagnaþætti en um
leið svolítið öðruvísi. Við leyfum okkur því líka að gefa út
hráa sýn á Selfoss, eins og í ljósmyndabókinni Selfoss, og
kynlífsljóðabók á borð við Kanil eftir Sigríði Jónsdóttur.“
6
GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð.
Þar má til að mynda nefna nýja Heidelberg Speedmaster
52. Vélin ræður við allt að 400gr pappír með vatnslakki
sem skilar prentörkinni þurri úr prentvélinni. Með þessu
má stytta vinnslutímann á vörunni verulega þar sem
prentgripurinn getur farið beint í frágang og skurð að
prentun lokinni. Lakkið á prentvélinni er vistvænt og er
fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar
þessar lakktegundir skapa fallega áferð á prentgripinn.
Í raun má segja að stór hluti prentvinnslu hjá GuðjónÓ
sé stafrænn. Aðsend hönnuð gögn eru send beint á
stafrænan plötuskrifara (sem býr til prentplöturnar).
Með þessum fullkomnu tækjum getum við unnið þau
verk sem okkur berast hratt og örugglega og þannig
hjálpað viðskiptavinum að standa við skuldbindingar sínar.
UMHVERFISMÁL
GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja
landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu
Svaninum. Prentsmiðjan fékk Svaninn fyrst árið 2002 og endurnýjun
árið 2008, en ströng skilyrði eru sett fyrir því að fá að taka
upp Svaninn. Stærstur hluti framleiðslu prentsmiðjunnar er á
umhverfi smerktum pappír eða á pappír sem viðurkenndur er af
umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pappír þarf að upp-
fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu
endurnýtt og einnig er þess krafi st að öll þau efni sem notuð eru við
pappírsframleiðsluna séu niðurbrjótanleg í nátturunni. Með ákveðnum
aðgerðum í prentsmiðjunni hefur nýtingarhlutfall á pappír hækkað
og góður árangur hefur náðst í að minnka afskurð á pappír. Að auki
gerir Svanurinn kröfu um að öll fl okkun pappírs sé mjög nákvæm.
Þess vegna ætti GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem
vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir.
GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi
stutt margs konar menningarstarf-
semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir,
myndlistarsköpun og aðrar listir.
Við viljum leggja okkar af mörkum til
að menning nái að vaxa og dafna í
samfélaginu.
Krafan um að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög
taki upp ábyrga stefnu við innkaup og notkun vara
hefur vaxið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá
21, sem mörg sveitarfélög hafa skrifað undir, er ætlast
til að innkaup taki mið af umhverfi nu. Í þessum svo-
kölluðu grænu innkaupum er eitt einfaldasta skrefi ð
að nota umhverfi smerktar vörur, ekki síst pappír og
prentgögn. Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun
hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur
því umhverfi smerkt allar vörur sínar.
Hjá GuðjónÓ leggjum við mikla áherslu á persónu-
lega þjónustu og komum til móts við allar óskir
viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum
þess að hvert verkefni hafi einn ábyrgðarmann sem
fylgist með öllum þáttum verksins og geti upplýst
um gang mála á öllum stigum framleiðslunnar. Þeir
starfsmenn sem sjá um samskipti við viðskipta vini
hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða
ráðgjöf.
TÆ
KN
IN
Umhverfisvænn valkostur
Prentgripir frá GuðjónÓ eru umhverfismerktir
Persónuleg þjónusta – alla leið
Eina umhverfisvottaða prentsmiðjan
Tækjabúnaður af bestu gerð
VIÐ STYÐJUM
MENNINGU OG
MANNLÍF
ÞJÓNUSTAN
Prentsmiðjan fékk svansvottun árið 2000
Áratuga reynsla segir allt!
Persónuleg þjónusta alla leið!
Göngum hreint til verks!
www.gudjono.is · sími 511 1234
www.gudjono. s