Spássían - 2012, Page 42

Spássían - 2012, Page 42
 42 síður aðra hvata að hreyfi ngum eins og dansmyndir og hugmyndavinnu tengda þeim og ekki síst rýmið sjálft. Í byrjun 20. aldar var samstarfi ð á milli listgreinanna gott en verkaskiptingin jafnframt skýr. Innan ballettheimsins hélt þetta samstarf velli og tónlistin var áfram aðal sambúðaraðili dansins langt fram eftir 20. öldinni þó aðrar listgreinar stæðu honum alltaf nærri. Innan nútímadansins sem hóf að þróast eftir 1900 skipaði tónlist eldri og yngri tónskálda mikilvægan sess í fyrstu, eins og sést meðal annars í danssköpun Ruth St. Denis. Smám saman fór þó samband tónlistar og dansins að taka á sig breytta mynd. Í takt við réttindabaráttu kvenna og kröfu þeirra um frelsi, sjálfstæði og jafnrétti jafnt innan sem utan hjónabands fóru að koma fram nýjar hugmyndir að samspili tónlistar og dans auk þess sem danshöfundar leituðu nýrra hreyfi hvata. Isadora Duncan nýtti sér meðal annars tónlist gömlu klassísku meistaranna fyrir danssköpun sína auk þess að sækja innblástur að hreyfi ngum til náttúrunnar. Það uppátæki hennar að nota vel þekkt tónverk í eigin þágu var ekki vel liðið af öllum því það þótti óhæfa að tengja þvílíka tónlist við eitthvert nútímadanssprikl. Fram komu hugmyndir um sjálfstæði innan hjónabands tónlistar og dans og því var jafnvel haldið fram að dansinn þyrfti hreinlega ekki að ganga í hjónaband heldur gæti staðið einn og óstuddur. Nútímadanshöfundar (fl estar konur) lögðu áherslu á að dansinn ætti ekki eingöngu að fylgja tónlistinni heldur að skapa sér sína eigin sjálfstæðu tilveru. Lögð var áhersla á að hrynjandina skyldi fi nna í hreyfi ngunum sjálfum og eðli dansins sem sjálfstæðs listforms var kannað. Í því sambandi var sterk sú hugmynd að hreyfi ngarnar kæmu að innan og væru bornar á borð fyrir áhorfendur til að hreyfa við sálu hans. Ef tónlistin fylgdi með þrátt fyrir allt þá skyldi það vera á jafnréttisgrundvelli. Módern danshöfundar eins og Doris Humphrey töluðu um að innan þeirrar samvinnu skyldi ríkja virðing milli jafnrétthárra einstaklinga sem fylgdust að og styddu hvor annan án þess að verða eitt.7 Í Evrópu gerðu danshöfundar tilraunir með að skapa dansverk án tónlistar eða söguþráðar. Mary Wigman skipti til dæmis út melodíunni, sem litið hafði verið á sem órjúfanlegan hluta danssköpunar, fyrir hljóma óvestrænna ásláttarhljóðfæra og á 3. og 4. áratug 20. aldar unnu hún og nokkrir aðrir danshöfundar dansverk án tónlistar. Dansverk voru fl utt án tónlistar eða þá að þau voru sköpuð í þögn og tónlistin gerð eða valin eftir á og varð því að aðlaga danssköpuninni en ekki öfugt eins og vaninn hafði verið.8 Sjálfstæðisbarátta dansins birtist einnig í því að á þessum tíma þróaði Rudolf von Laban skráningarformið sitt, Laban Notation, í því augnamiði að skapa dansverkum tækifæri á eilífri tilvist rétt eins og tónlistinni. Hann lagði líka til að dansinn leitaði í auknum mæli félagsskapar leiklistarinnar jafnframt því að eiga áfram vingott við tónlistina, því í hans augum var dansinn leikhúsform þar sem samband hljóðs, hreyfi nga og orða var áhugaverður grundvöllur danssköpunar. Nútímadanshöfundar sköpuðu sér frelsi frá tónlistinni og sömdu í þögn. Þeir hófu að velja sér tónlist sem var ekki endilega samin fyrir dans og notuðu þannig tónlistina í eigin þágu. Þeir leituðu einnig nýrra hvata að hreyfi ngum innan sinna eigin tilfi nninga, í náttúrunni og í leikhúsinu. Þó er áhugavert að sjá að á sama tíma og dansinn reyndi að skapa sér sjálfstæði frá tónlistinni var Ljósmynd: Steve Lorinz Á vit ... Íslenski dansfl okkurinn og GusGus í samstarfi við Hörpu og Listahátíð í Reykjavík Þegar líður á 20. öldina fer dansinn að líta hýru auga til fl eiri hreyfi hvata en bara tónlistarinnar.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.