Spássían - 2012, Qupperneq 43
43
„
kennsla í danssköpun oft á tíðum í höndum tónskálda eða
undir mjög sterkum áhrifum frá þeim. Louis Horst sem
verið hafði tónlistarstjóri við Denishawn og vann síðan
með Mörthu Graham í mörg ár kenndi meðal annars
heilli kynslóð amerískra nútímadansnema danssköpun. 9
Tónsköpun John Cage var einnig óneitanlega grunnurinn
að danssköpun póstmódern kynslóðarinnar þó að
sjálfsögðu hafi danshöfundarnir aðlagað og endurbætt
hugmyndir hans að eigin þörfum. Mikilvæg í sköpun Cage
var ekki síst sú hugmynd að öll hljóð væru þess verð að
vera kölluð tónlist, hugmynd sem danshöfundarnir túlkuðu
á þann hátt að allar hreyfingar væru þess verðar að
kallast dans.10
Hugmyndin um að ekkert samband þyrfti að vera á
milli tónlistar og dans, hjónabandið væri úrelt og hver
og einn skapaði sér sitt eigið líf, birtist mjög sterkt í
danssköpun Merce Cunningham. Hann hélt því fram að
dansinn skyldi saminn einn og sér og það sama gilti um
tónlistina. Danshöfundur og tónskáld hefðu samráð um
ytri ramma verkanna eins og t.d. lengd en hefðu annars
ekkert með verk hvors annars að gera. Samkvæmt
Cunningham var tónlistin í raun ekki dansverkinu
nauðsynleg en veruleiki okkar aldrei þögull og því
mikilvægt að dansinn færi fram innan hljóðveruleika.11
Dansverkið hitti því tónverkið á ákveðnum stað og stund
og skapaði með því lifandi upplifun fyrir áhorfandann,
upplifun sem fólst í áreiti tveggja ólíkra forma
samtímis, rétt eins og gjálfrið í öldunum leikur undir sýsl
æðarunganna í fjöruborðinu.
Kynslóðin sem kom á eftir Cunningham, og oftast er
talað um sem póstmódern kynslóðina, gekk skrefinu
lengra í að aftengja sig tónlistinni. Hún leitaði nýrra
leiða í danssköpun, leiða sem höfðu ekkert að gera
með tónlistina yfirleitt. Leikir, stærðfræðilegar formúlur,
rúmfræðileg form og endurtekningar voru meðal
annars rammar sem dansverk voru byggð í kringum.
Eitt af markmiðunum með þessum tilraunum var að
losa dansinn undan þeirri tilfinningasemi og þeim
dramatískum tilburðum sem þóttu hafa einkennt verk
nútímadanshöfundanna. Dansinn sem list hreyfinga skyldi
snúast um manneskju á hreyfingu og ekkert annað.12 Í
Evrópu þróaðist dansleikhúsformið sem sótti innblástur
og vinnuaðferðir í auknum mæli til leikhússins frekar en
tónlistarinnar.
Eftir tímabil þögulla dansverka og tíma naumhyggju
í dansi leituðu danshöfundar í allt það sem áður hafði
verið skrælt af dansinum - svið, búninga, myndræna
tækni, skraut og ofurtækni – til að hreyfingin í sinni
einföldustu myndi fengi að njóta sín. Tónlist og dans
náðu þá aftur saman þó á ólíkan hátt en áður. Nýjar
gerðir tónlistar eins og popptónlist, jazz, rokk og
heimstónlist voru kynntar inn í vestrænan listdansheim og
einnig voru hvers konar hljóð boðin velkomin inn í heim
hreyfinganna. Danshöfundar tóku nú hljóðheiminn í æ
ríkari mæli í eigin hendur. Þeir völdu tónlist sem hæfði
því sem þeir höfðu að segja án þess að vera í tengslum
við tónlistarhöfundinn og sköpuðu jafnvel sína eigin tónlist
eða hljóðmynd við eða í dansverkin sín. Meðlimir Judson-
hópsins í New York og sporgöngumenn þeirra unnu t.d.
með tengsl tónlistar og dans á fjölbreyttan hátt. Hjá þeim
mátti finna sýningar þar sem dansari og tónlistarmaður
spunnu saman og í einhverjum verkum var notaður
söngur, tal, hlátur, andardráttur og hvers kyns önnur hljóð
framkölluð af dönsurunum sjálfum sem tónlist við verkin.
Tónlistarmennirnir létu líka gamminn geysa. Sumir þeirra
ákváðu að semja sín eigin dansverk og einhverjir héldu
því fram að tónlistin væri dans í sjálfu sér. Eitthvað var
um að tónlistin væri samin útfrá hreyfingunum, þannig
að öfugt við það sem áður hafði verið byggði tónlistin
á uppbyggingu dansverksins en ekki öfugt.13 Í lok 20.
aldar voru tónlistin og dansinn í flestum tilvikum orðin
óaðskiljanleg. Samband þeirra hafði þó breyst því allar
þær breytingar og allt það uppgjör sem orðið höfðu árin
á undan höfðu opnað fyrir nýjar leiðir í samskiptum sem
ekki var hægt að horfa fram hjá. Reyndar hafði umrót
20. aldar þau áhrif að allt varð leyfilegt og hver valdi
þá leið sem honum/henni hentaði í því að tengja þessi tvö
listform saman. Tími hinna frjálsu ásta var runninn upp.
Náið samstarf tónlistarmanna og danshöfunda við
danssköpun hefur verið algengt undanfarin ár hér á
landi, eins og sást t.d. á verkinu Á vit .... Mikilvægt dæmi
þar um er sýningin Sex pör sem sýnd var á Listahátíð
Reykjavíkur vorið 2011 og var fjallað um hjá RÚV í
þáttunum Tónspor í byrjun árs 2012. Í því verkefni voru
sex tónskáld og sex danshöfundar pöruð saman til að
skapa dans-tónverk og ferlið filmað til að vinna upp úr
því sex sjónvarpsþætti. Í næsta hefti Spássíunnar verður
fjallað um áðurnefnda þætti og hvernig tengsl þessara
tveggja greina birtast í verkunum sex sem sýnd voru. Þar
verður meðal annars leikið áfram með myndlíkinguna um
hjónaband eða ástarsamband þessara lista.
1 Damsholt, Inger, „The Marriage of Music and Dance. Understanding
the world of choreomusical relations through a gendered metaphor“, Of
Another World. Dancing between dream and reality. Afmælisrit til heiðurs
Professor Emer. Erik Aschengreen. Ritstj. Monna Dithmer, Museum Tusculanum
Press University of Copenhagen 2002. Greinin er byggð á doktorsritgerð
Damsholt; Choreomusical Discourse. The Relationship between dance and music.
University of Copenhagen 1999. 2 Sama, 242 og 248. 3 Sama, 242. 4
Sama, 238 5. Banes, Sally, Writing Dancing in the Age of Postmodernism.
Wesleyan University Press and University Press of New England, Hanover
og London, 1994, 311. 6 Banes, 312 og 325. 7 Damsholt, 242-247. 8
Banes, 312. 9 „Louis Horst“, Encyclopædia Britannica Online, sótt 12. júní
2012 af http://www.britannica.com/EBchecked/topic/272449/Louis-Horst.
10 Banes, 212-316. 11 Damsholt, 244. 12 Banes 212-226. 13 Banes bls.
314-316
Í takt við
réttindabaráttu
kvenna og kröfu
þeirra um frelsi,
sjálfstæði og
jafnrétti jafnt
innan sem utan
hjónabands fóru
að koma fram
nýjar hugmyndir að
samspili tónlistar
og dans.