Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 3
Ávarp
formanns ÖBÍ
Ó, vesæll maður, að þvígá,
eftir mun koma tíminn sá,
sama hvað niður sáðir hér
sjálfur án efa upp þú sker.
Svo segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar,
XIV. sálmi, 15. erindi. Þetta getur svo sannarlega
átt við nú þegar stjórnartaumunum er sleppt.
Þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við eftir efnahags-
hrunið víðfræga, bðrðu þau sér á brjóst og köll-
uðu sig Velferðarstjórnina að norrænni fyrirmynd
sem myndi halda hlífiskildi yfir láglaunafólki og
lífeyrisþegum. Fyrsta verk þeirra eftir kosning-
arnar 2009, þann 1. júlí, var að setja lög sem eru
í sögulegu samhengi mesta skerðing sem gerð
hefur verið á kjörum öryrkja á lýðveldistíma, í einu
vetfangi. Þar skertust kjör margra um fleiri þús-
und með þriggja daga fyrirvara, af því að það var
svo auðvelt!
Kosið verður til Alþingis 27. apríl og hafa fram-
boð aldrei verið fleiri. Öryrkjabandalagið (ÖBÍ)
hóf strax í byrjun árs 2013 að huga að því hvernig
bandalagið gæti komið sínum áherslum sem best
til skila og var ákveðið að halda tvo almenna fundi
með framboðunum. Annan með áherslu á mann-
réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt-
indi fatlaðs fólks, þar sem framboðin skildu svara
ákveðnum spurningum um hvernig þau sæju
sáttmálann koma best að gagni. Hvort fullgilda
ætti hann eða lögfesta og lagfæra lagaumhverfið
að honum. Það er skemmst frá því að segja að allir
þeir sem mættu fyrir sín framboð (ellefu talsins)
lýstu því yfir að sáttmálinn ætti að koma til fram-
kvæmda sem fyrst og voru flestir á því að lögfesta
hann strax, nokkrir vildu þó fullgilda fyrst og lög-
festa síðar. Það er mikilvægt fyrir ÖBÍ að hafa það
svart á hvítu frá öllum sem verða á næsta þingi
hvað þeirra flokkar eða framboð standa fyrir varð-
andi sáttmálann. Hægt er að lesa nánar um fund-
inn og sýnishorn af svörum framboðanna á bls.
23-25. Hinn fundurinn var með áherslu á kjara-
mál öryrkja og var haldinn laugardaginn 13. apríl
eftir að þingi lauk. Öllum framboðum sem bjóða
fram á landsvísu var sent boðsbréf á fundinn og
því fylgdu fimm spurningar varðandi kjaramál ör-
yrkja. Sjá má svör framboðanna við fyrstu spurn-
ingunni á bls. 4-7.
Síðustu fjögur ár hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 20,5%, launavísitala um 23,5% og
meðaltekjur öryrkja fráTryggingastofnun ríkis-
ins (TR) fyrir skatta um 4,7%. Rétt er að athuga
að allar tekjur öryrkja hafa dregist saman, það er
launatekjur og greiðslur úr lífeyrissjóðum. Á sama
tíma hafa lán, og þar með leiga, hækkað upp úr
öllu valdi og svo virðist sem fjármagnseigendur,
lífeyrissjóðir og bankar séu betur varðir en aðrir,
það er þeir„eru bæði með belti og axlabönd". Ekki
hefur mátt hrófla við verðtryggingu, en hún hefur
komið verst niður á láglaunafólki, því lán eru
komin í hæstu hæðir. Ef einhver aur hefur komist í
banka, er hægt að tala um tvöfalda skattlagningu,
því það eru ekki aðeins vextir sem eru skattlagðir,
heldur einnig verðbætur. Þar sem öll innkoma er
lögð til grundvallar útreikningi bóta hjá TR og líf-
eyrissjóðum, þar með taldir vextir og verðbætur,
skerðast bætur óhjákvæmilega.
Það er skýlaus krafa Öryrkjabandalags íslands að
skerðingar þær er gerðar voru á Alþingi íslend-
inga l.júlí 2009 verði dregnartil baka afturvirkt,
eins og gert var við laun æðstu embættismanna
ríkisins.
Ekkert um okkur án okkar!
Guðmundur Magnússon,
formaður Öryrkjabandalags íslands
TÍMARIT ÖBÍ