Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 5

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 5
Ljósmynd: Margrét Rósa Jochumsdóttir er nauðsynlegt að skilgreina lágmarksframfærslu- kostnað og tryggja að allir geti lifað með reisn. Ganga þarf í það verkefni strax. Framsóknarfíokkurinn í málefnum aldraðra og öryrkja er eftirfarandi brýnasta viðfangsefnið: • Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð. • Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðinga þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímum. • Skerðing tryggingabóta vegna greiðslna úr líf- eyrissjóði verði afnumin í áföngum. Húmanistafíokkurinn Já, Húmanistaflokkurinn mun gera það að einu af sínum fyrstu verkum ef hann verður kjörinn á þing að beita sérfyrir lagasetningu um þessar leiðréttingar í samræmi við leiðréttingar sem aðrir hópar hafa fengið afturvirkt eins og alþingismenn og hæstaréttardómarar. Við höfum lýst því yfir að það sé þjóðarskömm að öryrkjar og ellilífeyris- þegar séu skildir eftir með þessum hætti þegar aðrir hafa fengið sinn hlut bættan. Hægri grænir XG - Hægri grænir, flokkur fólksins ætlar, fái hann til þess nægilegt fylgi og áhrif og þá svo fljótt sem mögulegt er, að lögleiða lágmarkslaun, þ.m.t. fyrir aldraða og öryrkja, sem verði 240.000 á mán- uði til þess að byrja með. Hann ætlar samtímis að hækka skattleysismörk í kr. 200.000 á mánuði. Hann ætlar einnig samtímis að afnema allar tekju- tengingar og skerðingar og auka t.d. með því möguleika fólks til þess að með dugnaði og sjálfs- l.maíganga 2012 1. maíganga 2012 bjargarviðleitni þeirra, sem það geta, að verða sér út um aukatekjur. Þá ætlar hann að lækka trygg- ingagjald strax niður í 3%, til þess að skapa svig- rúm fyrir atvinnurekendur að ráða fólk í vinnu t.d. í létt hlutastörf. Flokkurinn ætlar að lækka tekju- skatt á fjórum árum niður í 20%. Hann ætlar að lækka vsk. niður í 20% og afnema alla tolla og vörugjöld á skóm, fatnaði og stoðtækjum. Kjara- skerðingarnar frá janúar 2009 til gildistíma nýju laganna verða þá endurgreiddar um leið og nýju lögin taka gildi. Þetta verður allt hægt ef að önnur afar brýn stefnumál flokksins um efnahagsmál ná fram að ganga, sjá www.xg.is. Lýðræðisvaktin Já, við viljum taka á þessu máli en gefum ekki lof- orð um inntak eða tíma á þessari stundu. Þessa af- stöðu skýrum við með eftirfarandi hætti með skír- skotun til stefnuskrár Lýðræðisvaktarinnar. Þar segir m.a. 5 „Við viljum: Kortleggja raunverulega stöðu þjóð- arbúsins. Enginn veit hvert hann á að fara nema hann viti hvar hann er. Staða þjóðarbúsins virðist á reiki og því viljum við fá óháða úttekt erlendra sérfræðinga á raunverulegri stöðu bankanna, TÍMARIT ÖBÍ

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.