Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 6

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 6
1 fVARUÐ wiii — VJl VARUÐ hébctfíw' LEIDD I LOG Gjörningur ÖBÍ á Austurvelli nóvember 2012 eignum þeirra og skuldum og einnig á stöðu ríkis- sjóðs, sveitarfélaga, heimila og fyrirtækja. Þegar staðan liggur fyrir, verður hægt að ákveða fram- haldið, m.a. hvernig hægt sé að rétta hlut skuld- ugra heimila frekar en orðið er." Hér er sieginn varnagli. Við viljum forðast að gefa innihaldslaus loforð en láta gera úttekt á stöðu þjóðarbúsins svo að hægt verði að meta mögu- leika til kjarabóta fyrir hópa og þá eru öryrkjar í al- gjörum forgangi. Píratar Við Píratar viljum velja mannréttindamiðaðar leiðir og nálgast þetta mál út frá réttindum fólks. Hafi verið brotið gegn mannréttindum öryrkja viljum við leita allra leiða til að bæta fyrir þau brot. Eðlilegast væri að leita til dómstóla til að fá skorið úr um rétttil afturvirkrar leiðréttingar. Við Píratar höfum hins vegar skilning á því hve erfitt getur reynst að leita til dómstóla með mál af þessum toga, þar sem dómstólar hafa gjarnan talið sig fara inn á svið löggjafarvaldsins við úrlausn mála sem krefjast mikilla fjárútláta. Við erum ekki sam- mála þessari nálgun dómstóla enda öll mannrétt- indi jafnrétthá og jafnmikils virði. Efekki dugir fyrir öryrkja að leita réttar síns fyrir dómstólum, þarf að leita annarra leiða til að bæta megi fyrir þau brot sem öryrkjar urðu fyrir í efnahagskrepp- unni. Við Píratar viljum ábyrg stjórnmál og lofum ekki upp í ermina á okkur en við viljum eiga sam- tal við talsmenn öryrkja til að fara yfir málin og finna lausnir. í stuttu máli - Já Píratar vilja að skerðingar frá janúar 2009 verði afturkallaðar og við viljum leita leiða, í samráði við talsmenn öryrkja, til að bæta fyrir þau brot sem öryrkjar hafa orðið fyrir í kjölfar efnahagskreppunnar. Samfylkingin ífebrúar sl. kynnti velferðarráðherra heildarend- urskoðun almannatryggingalaga, sem boðar rót- tækar breytingar á núverandi kerfi og gerir laga- umhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Hluti boðaðra breytinga eru nú þegar komnar til fram- kvæmda, til dæmis afnám makatenginga. Þær breytingar sem felast í nýju frumvarpi eru fjöimargar. Þær snúa meðal annars að réttindum ellilífeyrisþega og felast í sameiningu bótaflokka, gjörbreyttum og einfölduðum reiknireglum, þar sem dregið er úr tekjutengingum, samhliða því að frítekjumörk verða afnumin. Almennt munu greiðslur almannatrygginga til ellilífeyrisþega hækka í kjölfar breytinganna. Þrátt fyrir að breyt- ingarnar snúi í flestum atriðum eingöngu að elli- lífeyrisþegum þá munu þær draga verulega úr áhrifum tekna á framfærsluuppbót sem nú er greidd þeim elli- og örorkulífeyrisþegum sem eru hvað tekjulægstir. í gildandi kerfi lækkar uppbótin um krónu á móti krónu hafi lífeyrisþegi einhverjar tekjur. Með breytingunni er stefnt að því að ein- ungis 45% tekna hafi áhrif á útreikning fram- færsluuppbótar. Mikilvægt er að tryggja örorkulífeyrisþegum sam- bærilegar kjarabætur og stefnt er að gagnvart elli- 1. maíganga 2012 Ljósmynd: Margrét Rósa Jochumsdóttir

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.