Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 9

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 9
hvernig þau á skrifstofu sveitarstjórans voru að taka í þetta án þess að ég hafi áttað mig á því. Það voru náttúrulega alltaf einhverjir sem gáfu til kynna að þetta væri bara frekja en þetta er svona staðfesting á að fólk kunni virkilega að meta það sem ég var að gera. Ég bjóst alls ekki við þessu." Slóðin á viðtalið í heild er: www.obi.is/frettabref/ frett/nr/1291 í flokki fyrirtækja/stofnana Gerpla fimleikafélag, fyrir að hafa, eitt íþróttafé- laga, boðið upp á fimleikaþjálfun fyrir fólk með þroskahamlaniralltfrá árinu 1997. Jón Gnarr borgarstjóri afhendir Gerplu fimleikafélagi Hvatningarverðlaunin Hér er stutt brot úr viðtali sem tekið var við Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Gerplu fyrir Vefrit ÖBÍ. „Fyrstu árin sem þau voru að æfa þá voru rosalega miklar breytingar fyrir starfsmenn og iðkendur félagsins. Þarna komu inn börn með mismunandi fatlanirog þetta bara breytti hugsunarhættinum hjá fullt af fólki, sem er alveg frábært. Þau komu með svo mikla gleði og ánægju inn í félagið. Þó svo að þetta hafi verið hugsað í upphafi algjörlega út frá þeirra forsendum þá gaf þetta svo mikið til baka fyrir alla aðra líka. Það voru 5-6 iðkendur fyrsta árið og svo rokkaði það í kringum þennan fjölda fyrstu árin. En svo fór ásóknin að aukast svo við urðum að skipta hópnum upp í grunnhóp og framhaldshóp. í dag eru um 30 manns að æfa og það er kominn biðlisti í grunnhópinn. Mér finnst voðalega gaman að við höldum sömu krökkunum í félaginu ár eftir ár. Einn iðkandinn er orðinn að- stoðarþjálfari með yngri krakkana og hún er alveg yfirburðar starfsmaður." „Að fá þessi verðlaun er fyrst og fremst mikil við- urkenning á ákveðnu frumkvöðlastarfi sem við höfum verið í. Þetta eykur sýnileika okkar gífur- lega mikið og það eru allir afskaplega ánægðir og stoltir hér í húsi. Við erum ákaflega ánægð með að það hafi einhverjir aðrir tekið eftir því sem við höfum vitað lengi að er mjög vel gert." Slóðin á viðtalið í heild er: www.obi.is/frettabref/ frett/nr/1295 í flokki umljöllunar/kynningar Lára Kristín Brynjólfsdóttir, fyrir baráttu og hug- rekki við að vekja umræðu um einhverfu og auka skilning almennings og heilbrigðisyfirvalda á stöðu fuilorðinna á einhverfurófi. Hér er stutt brot úr viðtali sem tekið var við Láru Kristínu fyrir Vefrit ÖBÍ. „Þegar ég hlaut sjálf verðlaunin upplifði ég að þeir einhverfu hefðu fengið ákveðna áheyrn. Ég upp- lifði að samfélagið hefði virkilega heyrt til okkar og sýnt málefnum okkar skilning. Enda hefur að- koma varðandi þekkingu á einhverfu batnað verulega á síðastliðnu ári. Ég verð þó að vera raunsæ varðandi aðkomu og þekkingarleysi í garð einhverfra á íslandi. Aðstoð við þá einhverfu sem búa heima við er mjög slök, og þá meina ég engin. Félagsleg einangrun fullorðinna á einhverf- urófi er gríðarleg. Ekkert teymi tekur við þeim sem bera þessa fötlun. Það er eins og algert svart- hol sé í kerfinu varðandi fullorðna á einhverfurófi. Eins og fagfólk hafi bara gert ráð fyrir því að ein- hverfa myndi rjátlast af fólki. En einhverfa er ævi- löng fötlun með gríðarlegar hömlur fyrir þann einhverfa, félagslega og líkamlega. Fyrir þá sem eru líkamlega veikir er hægt að leita eftir aðstoð og meðferðum. Fyrir geðsjúka eru allskyns teymi Jón Gnarr borgarstjóri afhendir Láru Kristínu Brynjólfsdóttur Hvatningarverðlaunin TIMARIT OBI

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.