Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Síða 12

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Síða 12
TÍMARIT ÖBÍ Viðtal: Elísabet Eggertsdóttir fyrst er hægt að afgreiða umsóknir í bráðabirgðaákvæði IV í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 er kveðið á um inn- leiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). í framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk sem samþykkt var í borgarstjórn í janúar 2011 kom fram að unnið yrði að þróun NPA aðstoðar. Auglýst eftir þátttakendum í ágúst 2012 Þegar velferðarráðuneytið gaf út leiðbeinandi reglur sumarið 2012, auglýsti Reykjavíkurborg í ágúst 2012 eftir þátttakendum í tilraunaverk- efni um NPA sem fyrirhugað er að muni standa til ársloka 2014.1 Að loknu tilraunaverkefni borgar- innar og annarra sveitarfélaga er gert ráð fyrir að ákveðin reynsla og þekking hafi skapast og þá er áætlað að NPA þjónusta verði bundin í íslensk lög. Engir samningar hafa verið gerðir enn Þrátt fyrir að um sjö mánuðir séu liðnir frá því að auglýst var eftir umsóknum í NPA verkefnið í Reykjavík hafa enn engir samningar verið gerðir. Umsækjendur eru margir hverjir orðnir óþreyju- fullir og upplifa stöðnun í málaflokknum. Ákveðin óvissa ríkir um framhaldið og biðin tekur á. Haft var samband við Björk Vilhelmsdóttur, borg- arfulltrúa og formann velferðarráðs Reykjavíkur og Stellu Kristínu Víðisdóttur, sviðsstjóra velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar, og þær beðnar um að útskýra hvar skórinn kreppir. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkur- borgar Hvers vegna hafa umsóknir um NPA enn ekki verið afgreiddar í Reykjavík? Ekki hefur verið hægt að afgreiða umsóknir á meðan ekki hafa verið settar reglur, svo einfalt er 'Velferðarsvið Reykjavíkurborgar - Starfsáætlun velferðarsviðs 2013 það. Reglurnar hafa verið í undirbúningi allt frá því í lok júní 2012 og voru loks samþykktar í vel- ferðarráði nú í lok mars og í borgarráði strax eftir páska 2013. Að lokum hefur náðst góð sátt um til- rauna- og þróunarverkefnið og það er að fara af stað. Nú fyrst er hægt að afgreiða umsóknir, bæði út frá settum reglum og þvífjármagni sem ákveðið hefur verið í tilraunaverkefnið. Ekki verður hægt að mæta þörfum allra sem sóttu um. Ég skil vel óþreyju fatlaðs fólks sem hefur lengi beðið eftir að sjá breytta hugmyndafræði koma til framkvæmdar, m.a. með tilkomu NPA. Not- endur, starfsmenn kerfisins og kjörnir fulltrúar væntu mikils við yfirfærsluna til sveitarfélaga, en það hefur tekið lengri tíma að þróa þjónustuna í takt við þarfir notenda en við öll hefðum viljað. Ástæðan er mikil vöntun á þjónustu til langs tíma og fjármagnsskortur. Við auglýstum eftir umsóknum í verkefnið í ágúst 2012 til að átta okkur á umfanginu og hverjar þarfirnar eru sem þarf að mæta. Þarfirnar voru mun meiri en við gerðum ráð fyrir og ekki stóð- ust áætlanir Alþingis og verkefnisstjórnar um NPA sem byggðu á því að verkefnið yrði fjármagnað með þjónustu sem félli niður auk framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ástæðurnar voru m.a. ósvaraðar væntingar og þarfir fólksins fyrir þjón- ustu sem hafði m.a. verið mætt af aðstandendum þeirra. í Ijós kom í október þegar búið var að hitta alla umsækjendur að ekki var hægt að spara á móti útgjöldum. Þá þurfti að endurskoða fjár- hagsáætlun verkefnisins og breyta reglum þannig

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.