Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Qupperneq 14

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Qupperneq 14
Ljósmynd: Hallgrímur Guðmundsson fái að stjórna lífi sínu sjálfur Ragnar Emil Hallgrímsson er tæplega sex ára strákur sem býr í Hafnarfirði ásamt foreldrum sínum og tveimur eldri systkinum. í apríl 2012 skrifuðu foreldrar hans, fyrir hönd sonar síns, undir NPA samning við sveitarfélagið sitt. Samningurinn er sá fyrsti á landinu sem fellur undir tilraunaverkefni Velferðarráðuneytisins um NPA. Fyrir Ragnar Emil starfa í dag sex persónulegir aðstoðarmenn sem fylla samanlagt fjögur stöðugildi. Aldís Sigurðardóttir, móðir Ragnars Emils, svarar hér nokkrum spurningum um NPA þjónustuna. Hvaða áhrif hefur NPA á líf Ragnars Emils og fjölskyldunnar? í fyrsta lagi er fjölskyldan saman. Hún er líka í sínu rétta hlutverki og getur þar af leiðandi notið rétt- inda sinna og jafnframt sinnt skyldum sínum í samfélaginu. Með NPA hefur Ragnar Emil kost á því að sinna sínu hlutverki innan fjölskyldunnar, í samfélaginu og í leikskólanum. Án NPA væri þjón- ustan við Ragnar Emil öðruvísi, hann gæti til dæmis ekki verið í leikskóla. Við foreldrar hans værum þreyttari og stöðugt í öðrum hlutverkum en foreldrahlutverkinu. Með NPA fæ ég að sinna mínu hlutverki sem mamma betur og ég fæ meiri hvíld. Hver var aðdragandinn að NPA samningi Ragnars Emils? Það kostaði mikla baráttu við kerfið að fá þennan samning. Á undanförnum árum höfum við setið ótal fundi með allskonar fólki, meðal annars bæjarstjóra og ráðherra. Að lokum var það ráð- gjafi frá NPA miðstöðinni og lögfræðingur sem aðstoðaði okkur við að knýja samninginn í gegn. Það sem við lögðum áherslu á var mannréttinda- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og ábyrgð sveitarfélagsins á velferð einstaklingsins. Án NPA miðstöðvarinnar værum við pottþétt ekki búin að ná þeim árangri sem við höfum náð í dag. Hvaða breytingar hafði NPA samningurinn í för með sér fyrir ykkur Ijölskylduna? Frá því við fengum fyrst hefðbundinn bein- greiðslusamning í mars 2009, en þá var Ragnar Emil ekki orðinn tveggja ára, hefur þjónustan við okkurtekið breytingum í nokkrum þrepum. Síð- ustu breytingarnar urðu í apríl 2012 þegar við fengum NPA samninginn en þá fengum við fyrst

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.