Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 16

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 16
TÍMARIT ÖBÍ Viðtal: Elísabet Eggertsdóttir Mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf Samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf ákveður fatlað fólk sjálft hvernig þjónustu það fær. Með NPA (notendastýrðri persónulegri aðstoð) getur þjónustuþeginn ráðið sér það aðstoðarfólk sem hann kýs, hann er verkstjórnandinn og hefur því stjórn á eigin lífi. Þannig öðlast hann frelsi sem gerir honum kleift að uppfylla hlutverk sín í samfélaginu eins og aðrir borgarar. Markmið NPA er að fatlað fólk hafi frelsi til athafna og stjórn á eigin lífi með persónulegri aðstoð til að geta uppfyllt hlutverk sín og ábyrgð eins og aðrir borgarar. Auður Finnbogadóttir hefur starfað sem aðstoð- armaður hjá ungum manni í rúmlega tvö ár, en hann rekur sína eigin þjónustu með beingreiðslu- samningi. Auður svarar hér nokkrum spurningum um NPA og hennar upplifun af aðstoðarmanna- starfinu. Hvað varð til þess að þú fékkst áhuga á að starfa sem aðstoðarmaður? Áður en ég byrjaði að vinna sem aðstoðarmaður vann ég á ýmsum stöðum eins og sambýlum, þjónustukjarna, vinnustöðum fatlaðs fólks, heima- þjónustu og frekari liðveislu. Ég hef upplifað á öllum þessum stöðum að umfang þjónustunnar er ekki bundið við þarfir einstaklinganna heldur vinnustaðina sjálfa. Það þýðir að einhverjir sem þurfa þjónustu fá hana ekki, eða að einhverjir þurfa meiri eða öðruvísi þjónustu en þeir eru að fá. Mig langaði að fara að vinna hjá einstaklingi en ekki hjá stofnun, að stíga út úr því að vera yfir- maður þess sem ég er að aðstoða í að vinna fyrir einhvern sem undirmaður. í hverju felst starf aðstoðarfólks? Aðstoðarfólk í NPA gengur í öll þau störf sem við- komandi notandi myndi gera ef hann væri ófatl- aður. Það er ekki skilgreint nákvæmlega hvað á að gera, eins og oft er í almenna þjónustukerf- inu„þú mátt elda mat en ekki vaska upp", eða „þú mátt þrífa upp að slökkvara". Þú bara gengur í allt og það skiptir í raun engu máli hvað það er. Það er auðvitað misjafnt hvað fólk vill og hvernig það vill haga lífi sínu. Aðstoðarfólk upplifir allt frá því að aðstoða viðkomandi við að fara með ömmu sinni í Bónus, í að fara í jarðarför og ganga í gegnum erfið tímabil eins og að missa ættingja sína eða gleðilega hluti eins og að fara í frí eða fagna því að hvolpar fæðast í fjölskyldunni. Sumt aðstoðarfólk vinnur fyrir fólk sem stundar nám. Aðstoðarmaðurinn aðstoðar þá ekki í öllum til- fellum við námið sjálft heldur aðra hluti sem fylgja því að vera í námi, eins og til dæmis að borða á milli tíma, komast á salernið, láta halda á töskunni sinni eða jafnvel að láta glósa fyrir sig. Svo eru það bara þessir hversdagslegu hlutir sem allir gera dags daglega. Hvernig er starf aðstoðarfólks ólíkt öðrum þjónustustörfum fyrir fatlað fólk? Það er öðruvísi á þann hátt að ég er til dæmis ekki forstöðukonan. Hlutverk aðstoðarfólks er ekki að annast eða vinna með fatlað fólk eins og oft hefur verið heldur sér fatlað fólk um sig sjálft með að- stoð sem það kýs sér sjálft.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.