Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 17

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Blaðsíða 17
Sá sem ég vinn við að aðstoða er vinnuveitandi minn og það er hans að ákveða í hverju starf mitt er fólgið. Ég tek ekki ákvarðanir varðandi hans líf, ég er starfmaður á hans vegum. Þetta er ákveðin valdatilfærsla, valdið færist til fatlaðs fólks sem ræður sér þá aðstoð sem það þarf hverju sinni. Hvað er skemmtilegast við að vera aðstoðarmaður? Að vita aldrei frá degi til dags hvað þú gerir í vinnunni. Hver dagur er þannig að þú mætir í vinnuna og fylgir bara dagsplani notandans og oft kemur dagurinn á óvart. Mérfinnst það mjög áhugavert, að það sé í rauninni ekki í mínum höndum hvað gerist. Þetta er ekki rétta starfið fyrir fólk sem á erfitt með breytingar og þarf að hafa allt fyrirfram skipulagt. Auður Finnbogadóttir Hvað er erfiðast við að vera aðstoðarmaður? Hingað til hefur enginn traustur rammi verið í kringum NPA og fólk hefur ekki fengið nægilega fjárveitingu til þess að reka þá þjónustu sem það þarf. Þá þarf fólk að reiða sig á ættingja sína, for- eldra og systkini, umfram það sem eðlilegt er. Þetta breytist þegar tilraunaverkefnið um NPA fer af stað og fólk fær það fjármagn sem þarf til að þetta gangi upp. Hvaða þróun hefur orðið á starfsumhverfi aðstoðarfólks á undanförnum árum? Áður fyrr var mismunandi hvaða réttinda aðstoð- armenn nutu og hversu há laun þeirra voru eftir því fyrir hvern þeir unnu. Núna hefur NPA mið- stöðin gert kjarasamning um réttindi aðstoðar- fólks og það er mjög gott að geta haft sín rétt- indi á hreinu. Þetta gat verið til vandræða til að byrja með en mikil vinna hefur verið lögð í að breyta þessu. Nú er búið að tryggja að ramminn í kringum starfið er miklu skýrari og mikill hugur er í eigendum NPA miðstöðvarinnar að gera hlut- ina vel. Geta allir fengið NPA? Auðvitað er forsendan að fólk vilji vera með NPA. Sumt fólk þarf aðstoð við að halda utan um og skipuleggja sína aðstoð. Til dæmis sumt fólk með þroskahömlun, geðraskanir og börn. Það treysta sér ekki allir til að sjá um þætti eins og vaktaplan eða bera ábyrgð á fjármálum. Fólk getur þá ráðið sér aðstoðarverkstjórnanda sem heldur utan um slíka þætti en notandinn er alltaf verkstjórnandi. Með möguleika á aðstoðarverk- stjórnanda eiga allir að geta nýtt sér NPA, enda er slík þjónusta alltaf sniðin að þörfum notandans. Hvað viltu ráðleggja öðrum sem langar að starfa sem aðstoðarmenn? Þú þarft alltaf að setja þig í ákveðið hlutverk og þér er gert það Ijóst þegar þú byrjar að vinna sem aðstoðarmaður hvert þitt hlutverk er. Það er mjög mikilvægt að fara ekki úr sínu hlutverki. Þú þarft að geta tekið þátt í gleði og sorgum, vita hvenær þín er þörf, hvenær þú átt að draga þig í hlé og hvenær þú þarft ekki að aðstoða. Þetta er mjög mikið ábyrgðarstarf og er í rauninni ekki fyrir hvern sem er. Aftur á móti fyrir þá sem treysta sér í þetta hlutverk þá er þetta mjög skemmtilegt og rosalega fjölbreytt starf. Hjá þeim sem ég þekki sem eru með NPA þá er starfsmannavelta mjög lítil. Aðstoðarfólkinu finnst mjög jákvætt að vita ekki hvernig dagurinn verður fyrirfram og takast á við ný verkefni. Það er mjög misjafnt hvað þú fæst við eftir því hjá hverjum þú vinnur. Sumir þurfa aðstoð við til dæmis að tjá sig, á meðan aðrir að- stoðarmenn eru ráðnir til að segja aldrei neitt. Þegar vel gengur er þetta mjög skemmtilegt starf. Fatlað fólk, sem ég þekki, sem er með aðstoðar- fólk hefur mikinn metnað í að samstarfið gangi vel enda er það allra hagur. Á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar auglýsa eig- endur eftir starfsfólki. Eins er hægt að senda inn umsókn á npa@npa.is og verður þeim komið áfram til eigenda miðstöðvarinnar. 190 imVIAIIl * •• *

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.