Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Qupperneq 19

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Qupperneq 19
Hlutverk Þekkingarmiðstöðvarinnar er að safna upplýsingum á einn stað um þau réttindi og þjónustu sem hreyfihamlaðir einstaklingar geta þurft á að halda, hvort sem hreyfi- hömlunin er tímabundin eða varanleg. Þeir sem ieita til miðstöðvarinnar eru fatlað fólk, aðstandendur þeirra, fagfólk, stofnanir og fyrir- tæki sem þurfa upplýsingar, fræðslu eða nám- skeið er tengjast hreyfihömluðu fólki. Með opnun miðstöðvarinnar var stigið stórt skref í að auka að- gengi fatlaðs fólks að upplýsingum. Vefur Þekkingarmiðstöðvarinnar Á heimasíðu Þekkingarmiðstöðvarinnar er að finna hagnýtar upplýsingar um flest allt sem gagnast fötluðu fólki í daglegu lífi s.s. um að- gengi, reynslu fólks af gistingu innanlands og er- lendis, þjónustu sveitarfélaganna og hjálpartæki. Fólk er hvatt til að miðla af reynslu sinni t.d. af ferðalögum innanlands, þannig nýtist reynsla eins aðila öllum fjöldanum. Á vefnum má einnig finna þau námskeið sem eru framundan og tengjast á einn eða annan hátt daglegu lífi hreyfihamlaðs fólks. Þeir sem hafa góðar hugmyndir um áhuga- verð námskeið eru hvattirtil að hafa samband. Hjálpartækjasýning í júní Á eins árs afmæli Þekkingarmiðstöðvarinnar verður haldin hjálpartækjasýning þar sem inn- flutningsaðilar hjálpartækja sýna það nýjasta sem er í boði fyrir hreyfihamlað fólk. Allir geta haft gagn og gaman af sýningunni því flestir þurfa á hjálpartækjum eða sér lausnum að halda ein- hvern tímann á ævinni vegna tímabundinna að- stæðna t.d. handleggsbrots eða skertrar hreyfi- getu vegna aldurs. Á sýningunni, sem haldin verður í íþróttahúsinu í Hátúni dagana 7. - 8. júní, gefst fólki kostur á að kynna sér á einum stað ýmsar tækninýjungar og hagnýtar lausnir sem henta hreyfihömluðu fólki. Sýning sem þessi skapar vettvang þar sem hægt er að sjá hvaða hjálpartæki eru til og jafn- vel er hægt að prófa þau. Greiður aðgangur verður að innflutningsaðilum og hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hjálpartækin. Með sýn- ingunni ætti fólk að verða meðvitaðra um þær leiðir sem hægt er að fara og hvert það á að leita upplýsinga, þannig að það hafi betri forsendur til að velja og hafna þeim möguleikum sem í boði eru. Með sýningu sem þessari gegnir Þekkingar- miðstöð Sjálfsbjargar því hlutverki sínu að miðla upplýsingum til fólks á hlutlausan hátt. Aðgangs- eyrir er enginn. Þjónusta Þjónusta Þekkingarmiðstöðvarinnar er gjaldfrjáls og námskeiðsgjöldum er haldið í lágmarki þegar það á við. Opnunartími miðstöðvarinnar er frá kl. 10-16 alla virka daga. Allir eru velkomnir í Há- tún 12 og er alltaf heitt á könnunni. Ef fólká ekki heimangengt er einnig hægt að hafa samband í gegnum netspjallið á heimasíðunni www.thekk- ingarmidstod.is eða hringja í síma 5 500 118. Mið- stöðin er einnig á Facebook og Twitter. Við hvetjum alla til að koma við og kynna sér þjónustu Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar. Hlökkum til að sjá ykkur.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.