Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Qupperneq 20

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Qupperneq 20
U) c UJ c :° cT "ö c £ Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi ÖBÍ -Tekur gildi 4. maí næstkomandi Greiðsluþátttaka sjúklinga við kaup á lyfjum tekur miklum breytingum viku eftir kosningar þ.e. laugardaginn 4. maí næstkomandi. í kjölfar breytinganna mun lyfjakostnaður lækka hjá sumum en hækka hjá öðrum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi verður innleitt í kjöl- far breytinga á lögum um sjúkratryggingar og lyfjalögum sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní 2012. Meginmarkmið með nýju kerfi er bæði nauðsynlegt og löngu tímabært, en það er að koma til móts við þá einstaklinga sem greiða verulega háar upphæðir fyrir lyf ásamt því að auka jafnræði milli einstaklinga með ólíka sjúk- dóma hvað varðar lyfjakostnað. Markmiðinu á að ná án þess að leggja aukið fjármagn í málaflokk- inn. ífjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 kemur fram að nýja greiðsluþátttökukerfið eigi að spara ríkinu 250 m.kr. og að gert sé ráð fyrir að stilla viðmiðunarfjárhæðum í greiðsluþátttökukerf- inu þannig upp að markmiði um aðhald í lyfja- útgjöldum verði náð. Velferðarráðherra hefur lýst því yfir að til að ná þessu markmiði þurfa þeir sem nota sjaldan lyf að greiða meira en áður. Sannleikurinn er sá að fjölmargir sem nota lyfað staðaldri munu einnig þurfa að greiða meira en áður þrátt fyrir að vera með lífsógnandi sjúkdóma sem munu fylgja þeim út lífið. Það eru þeir einstaklingar sem hafa notið góðs af því að óheimilt hefur verið að taka gjald fyrir lyf sem sjúkratryggðum er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri. Þrepaskipt greiðsluþátttaka í lyfjakostnaði Helsta breyting með nýju greiðsluþátttökukerfi er innleiðing þriggja þrepa kerfis, sbr. töfluna hér fyrir neðan. Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, börn og ungmenni yngri en 22 ára Lyfjakostnaður á 1 2 mánaða tímabili Greiðsluhlutfall af heildarverði lyfja M Einstaklingar Sjúkratryggingar Einstaklingar Sjúkratryqqinqar 1 16.050 kr Okr 100% 0% 2 7.223 kr 40.927 kr 15% 85% 3 24.876 kr 306.823 kr 7,5% 92,5% Samtals 48.149 kr* 347.750 kr *Ef einstaklingur greiðir 48.7 49 kr. innan 7 2 mánaða getur læknir sótt um að SÍgreiði lyfað fullu (100%) það sem eftir er af tíma- bilinu að uppfylltum skilyrðum vinnureglna SÍ. Einungis lyfsem Sl taka þátt íað greiða falla hér undir. Tafla tekin afvefSÍ.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.