Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Side 21

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Side 21
Eftir að lífeyrisþegar hafa greitt 48.149 kr. í lyf, sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga ís- lands (Sí), getur læknir sótt um lyfjaskírteini, sem á að veita fulla greiðsluþátttöku ríkisins í lyfinu það sem eftir er af tólf mánaða tímabilinu. Eftir það tímabil byrjar fólk aftur á byrjunarreit.Tíma- bilið hefst um leið og fyrsta lyf er keypt. Upphæðirnar fyrir sjúkratryggða almennt eru aðrar en fram koma í töflunni hér að ofan, en upp- lýsingar um þær má m.a. finna á heimasíðu SÍ, www.sjukra.is. Á heimasíðu Lyfjavers, www.lyfja- ver.is er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um breytingarnar og reiknivél, sem fólk getur nýtt sér við að reikna út lyfjakostnað sinn í nýju greiðslu- þátttökukerfi. Lyfjaskírteini Lyfjaskírteini, sem tryggðu sjúkiingum lyf end- urgjaldslaust munu ekki gera það frá og með 4. maí. Þetta á meðal annars við um lyf vegna floga- veiki, sykursýki, parkinson, skjaldkirtils og ígrætts líffæris. Umrædd iyfjaskírteini munu eftir breyt- inguna eingöngu tryggja að lyfin séu innan greiðsluþátttökukerfisins. Þó verður hægt að fá sérstök lyfjaskírteini sem veita fulla greiðsluþátt- töku sjúkratrygginga allt árið þegar um er að ræða sjúklinga í líknandi meðferð í heimahúsi og með nýrnarbilun á lokastigi. Auk þess munu sjúklingar með ákveðnar geðklofagreiningar fá lyfjaskírteini með fullri greiðsluþátttöku tengd ákveðnum lyfjum. Breytingar sem tengjast börnum og ungmennum eru að öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu greiða sem eitt barn og að ungmenni yngri en 22 ára greiða sama verð fyrir lyf og lífeyrisþegar. Sýklalyf fyrir börn undir 18 ára aldri verða sjálf- krafa innan greiðsluþátttökukerfisins en aðrir þurfa áfram að greiða þessi lyf að fullu, að undan- skildum þeim sem fá lyfjaskírteini. Mikilvægt er að hafa í huga að einungis lyf sem SÍ taka þátt í að greiða reiknast með í þrepin og er alltaf miðað við viðmiðunarverð lyfja. Ef keypt er dýrara lyf greiðir einstaklingur sjálfur mismuninn. Sjúklingar munu áfram greiða að fullu fyrir lyf sem ríkið tekur ekki þátt í að greiða. Kostnaður vegna þessara lyfja bætist við útgjöld vegna lyfja innan kerfisins ár hvert. Mikill kostnaður í upphafi hvers tímabils Fyrir öryrkja með mjög dýr lyf getur upphæðin fyrir fyrstu lyfjakaup numið allt að 48.149 kr. en þegar þeirri upphæð er náð er hægt að sækja um lyfjaskírteini. Fyrir sjúkratryggða almennt er sam- svarandi upphæð 69.415 kr. Þessar upphæðir eru ansi háar fyrir fólk með lágar tekjur þar sem út- gjöldin bætast við annan heilbrigðiskostnað þess. Sá kostnaður hefur hækkað umtalsvert undan- farin fimm ár en hlutfallslega mest hjá öryrkjum, ellilífeyrisþegum og atvinnulausum eins og fram kom ífréttum RÚV1 22. janúar síðastliðinn sam- kvæmt upplýsingum frá SÍ. Dæmi er um allt að 75% hækkun á einstökum útgjaldaliðum. Þá hafa breytingar á reglugerðum leitt til aukinnar greiðsluþátttöku lífeyrisþega í heilbrigðiskerfinu. Að auki hafa ýmis tekjuviðmið ekki fylgt hækkun bóta sem hefur leitt til þess að margir lífeyris- þegar geta ekki fengið uppbót vegna mikils lyfja- og lækniskostnaðar þrátt fyrir að vera með lágar tekjur. Hvernig á fólk að standa straum af útgjöldum í fyrsta þrepi? Innan ÖBÍ hefur fólk miklar áhyggjur af því hvernig sjúklingar munu fjármagna fyrstu lyfja- kaup í nýju kerfi. ÖBÍ hefur ítrekað bent á að úr- ræði og leiðir vantar til að mæta einstaklingum í erfiðleikum með að greiða fyrir nauðsynleg lyf og þá sérstaklega í 1. þrepi þegar fólk greiðir lyf sín að fullu. Þegar lögin um greiðsluþátttöku í iyfja- kostnaði voru í smíðum benti ríkisvaldið á fjórar leiðir til að bregðast við greiðsluerfiðleikum fólks í nýju kerfi. ÖBÍ teiur þessar leiðir óraunhæfar eins og staðan er í dag. Eins má vænta þess að að afslættir af niður- greiddum lyfjum til viðskiptavina munu minnka verulega og jafnvel falla niður á ákveðnum lyfjum. Endurgreiðsla á kostnaði - eftirá Ein leið sem tilgreind var í lagafrumvarpinu byggir á reglugerð um endurgreiðslu á umtals- verðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun (nr. 355/2005), sem felur í sér að sjúklingar með lágar tekjur leggi út fyrir kostnaði en geta fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan hjáTrygginga- stofnun ríkisins að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum.Tekinn er saman kostnaður fyrir hvern ársfjórðung og borinn saman við tekjur m.v. skatt- 21 www.ruv.is/frett/komugjold-til-laekna-haekka-allt-ad-75 TÍMARIT ÖBÍ

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.