Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 23

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.04.2013, Page 23
Sitja allir við sama borð? Öryrkjabandalag íslands (Ö6Í) boðaði til opins fundar þann 20. febrúar síðastliðinn með fulltrúum þeirra framboða sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt var hvernig fram- bjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um rétt- indi fatlaðs fólks á íslandi. Fundurinn var vel sóttur og almennt voru f ulltrúar framboðanna sammála um að nauðsynlegt væri að fullgilda eða lögfesta sáttmálann sem fyrst. Á fundinn mættu fulltrúar 11 framboða, fulltrúar aðildarfélaga ÖBÍ, fatlað fólk og öryrkjar, fólk sem vinnur að málefnum fatlaðs fólks, fjölmiðlar og fleiri. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötl- unarfræðum við HÍ, hóf fundinn á því að segja frá sögu, samhengi og hugmyndafræði að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Þá hélt Bryndís Flóvenz, dósent við lagadeild Hí, erindi um skyldur íslenska ríkisins samkvæmt sáttmál- anum. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna 11 tjáðu sig því næst um afstöðu sinna flokka um framtíð sátt- málans. Allir voru fulltrúarnir sammála um að innleiða þurfi sáttmálann sem fyrst í íslenskt samfélag en skiptar skoðanir voru á því hvort farsælla væri að gera það með fullgildingu eða lögfestingu. Full- trúarnir lýstu yfir ánægju með erindi þeirra Rann- veigar og Brynhildar og almennt voru menn sam- mála um að skoða yrði vel hvora leiðina væri betra að fara sem allra fyrst svo ísland sitji ekki eftir sem eitt af fáum löndum í heiminum sem ekki er búið að innleiða sáttmálann. Að lokum voru pallborðsumræður þar sem Guð- mundur Magnússon, formaður ÖBÍ, Gerður A. Árnadóttir, formaður Landssamtakanna Þroska- hjálpar og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrifstofu íslands lögðu spurningar fyrir fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Fundarstjóri var Ragnar Gunnar Þórhallsson. Nokkrar spurningar voru lagðar fyrir framboðin og þau beðin um að svara þeim á fundinum en einnig skriflega til Öryrkjabandalagsins. Átta af framboðunum svöruðu spurningunum skriflega. Svör þeirra við einni af spurningunum eru hér á eftir. Þrjú framboð sendu ekki inn svör við spurning- unum en þau eru Framsóknarflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn og Vinstri grænir.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.