Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 14
12 ÍÞRÖTTABLAÐIÐ láta klúbbnum í té ókeypis land til golfvalla og var helst talaö um spildu upp við Vatnsendahlíð. Kennari vor sá það land i leysingum í vor og leist þannig á, að erfitt myndi að koma því i viðunandi rækt, og ákvað stjórnin að láta-það mál bíða, uns hann lcemur aftur í næsta mánuði. Það er því aðal- áhugamál stjórnar G. L, að finna þénanlegan stað fyrir framtíðargolfvöll, enda þótt hann verði svo ekki allur ruddur og ræktaður í hvelli. I þeim efn- um reiknar stjórnin fastlega með fullum skilningi og velvilja yfirvaldanna, því að vitanlegt er það, að góður golfvöllur er aðdráttarafl ekki lítið fyrir er- lenda ferðamenn, og auk þess menningarvottur ríf- lega á móts við sundhöll og leikvelli. Þessvegna ber vel að vanda til brautanna og vera vandlátur um náttúrufegurð, þar sem þær eru lagðar. \hða vtra byggja bæjarfélögin golfbrautirnar sjálf, bæði vegna íbúanna cg til þess aö draga að ferðamenn, og græða á öllu saman. Hvaða erindi á nú þetta golf hingað? er spurning, sem við heyrurn daglega. Flestir vita, að það er leikið af gömlum körlum í Englandi og þykir fint. JLojyyíb. d&á iþúx um Bafnarstræti * t Þ.essvegna haiáa menn að við, sem höfum fyrir þessu barist, séum annaðhvort al'ar hræddir við ell- ina eða.viljum vera afskaplega finir. ímynd for- 'diklar, fínheita og sérvizku sé hér uppmáluð. Þetta stafar alt af vanþekkingu og af skilnings- leysi þeirra, er hafa lesið bók Wodehouse um golf og slá um sig með því. Það er sá sannleiksneisti í þessu, að hver, sem byrjar á golf, spilar hann til elliára, en nú síðan eftir stríð og einkum á allra síðustu árum, eru j að hvarvetna ungir og miðaldra menn, sem bera uppi golfhreyfinguna. Eg segi golfhreyfinguna af því, að golf hefir breiðst mjög ört út um alla Ame- ríku og Evrópu hin síðustu 10 ár. Fyrir þann tíma var t. d. i Danmörku aðeins einn golfvöllur, en nú eru þeir 17. I Sviþjóð voru fyrir 10 árum aðeins 2, en nú eru þeir yfir 20. Þetta kemur hreinlega af því, að íþróttin hefir endurfæðst. I Ameríku hafa menn tekið upp alt aðra aðferð til að slá boltann, en venjan er samkvæmt enskum leikreglum. Sú að- ferð miðar að því að stæla jafnt alla vöðva líkam- ans og gera golfleikinn um leið að alhliða iþrótt. Þetta tekst öllum, sem rétt kunna að slá, og í þvi ligg- ur beinlínis sá stóri viðgangur og vöxtur golfleiks- ins um allan heim. Gömlu golfleikararnir streyma i golfskólana til að leggja um sína teknik og læra amerísku aðferðina, og hún hefir verið kend hér. Þegar við þetta bætist langir göngutúrar (á golf- brautunum) í fögru umhverfi og spennandi leikur, þá er von að margur falli fyrir freistingunni og haldi áfram jieim mun ákveðnar þegar hann finn- ur þau hressandi áhrif á líkama og sál, sem leikur- inn skapar. Það er ennfremur eiginleiki golfleiks- ins jrar sem hann tekur til svo margra vöðva, að hann samstillir þá og kemur á jafnvægi í likaman- um, sem aftur verkar á sálarlífið og dregur úr nervösiteti. Golfkennarar eru rólyndustu menn, beint af starfinu, og allir, sem golf i'ðka til muna, finna fljótlega, að það stvrkir ekki einasta líkama, heldur taugar. Eg held nú að öllum megi ljóst vera, hvert er- indi golf á til okkar, sem flestir sitjum inni allan daginn eins og belja á bás og öndum að okkur bæj- arrykinu, þegar við skjótumst í bíl milli húsa. Golf gefur okkur holla hreyfingu og loft í lungun í skemtilegu umhverfi, við spennandi leik sem sam- stillir vöðva og taugar og verður okkur ómetan-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.