Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
3
Ben. G. Waage segir frá
20 ára starfl i stjorn I. 8. í.
í tilefni af því, aö )Ben. G. Waage hefir á þessu
ári setiS í 20 ár í stjórn íþróttasambands Islands,
þar af í 9 ár sem forseti, fór ritstj. blaðsins á fund
hans, og bað hann um að segja sér eitthvað frá
starfinu á þessu tímabili.
— HvaS getið þér sagt okkur frá fyrstu árum
yðar í stjórn I. S. I.?
— Á fyrstu stjórnarárum mínum í I. S. I., var
mest áhersla lögð á að gefa út leikreglur og íþrótta-
bækur. Má t. d. nefna Glímubókina, Sundbókina,
Heilsufræði íþróttamanna, Knattspyrnulögin o. m.
fl. í okkar strjálbygða landi er íþróttamönnum fátt
nauðsynlegra en íþróttarit og góðar bækur um í-
þróttamál. Með stofnun í. S. í. hófst samstarf og
skipulagt heildarstarf um íþróttamálin, og hafa í-
þróttalög og leikreglub þær, sem gilda um alt land
hjá sambandsfélögum í. S. í., haft mikla þýðingu
fyrir íþróttafélögin og alla íþróttamenn.
— Hvenær urðuð þér forseti í. S. í.?
— Hinn 19. júní 1926 var ég kosinn forseti I-
þróttasambandsins, og hefi verið það síðan. Fyrst
þegar ég kom í sambandsstjórnina, tók ég við gjald-
kerastörfum af Matthíasi Einarssyni, lækni, síðar
varð ég bréfritari og varaforseti.
—• Hvert álítið þér stærsta málið, sem I. S. I. hef-
ir til lykta leitt?
Það er erfitt að gera upp á milli allra þeirra mála,
sem I. S. I. hefir haft með höndum og komið í
framkvæmd, því þau eru öll nauðsynleg menningar-
og framfaramál. Eg skal þó minnast á nokkur
þeirra. Læknisskoðun á íþróttamönnum tel ég vera
eitt af allra nauðsynlegustu og merkustu málum í-
þróttamanna. Það er ekki eingöngu að læknisskoð-
unin fyrirbyggi smithættu, heldur leiðbeinir hún
íþróttamönnum um hvaða íþróttagreinir þeim er
best að iðka og á hvern hátt beri að iðka þær. Reglu-
leg læknisskoðu.n er svo mikið nauðsynjamál, að
hún þarf að komast í framkvæmd sem víðast, a.
m. k. í öllum kaupstöðum landsins.
Þá má minnast á íþróttakvikmyndir þær, sem I.
S. I. hefir undanfarið látið taka og heldur áfram
með. Geta þær haft meiri áhrif fyrir íþróttastarfið
Ben G. Waage.
en margan grunar. Því með tímanum verða þær
besta frásögnin um gengi og framfarir lílcams-
íþrótta hér á landi.
Þá hefir I. S. I. skipað íþróttaráð víðsvegar um
landið. Hefir þar fundist besta skipulagið fyrir sam-
starfinu við aðra hluta landsins. Elst af þessum 1-
þróttaráðum er Knattspyrnuráð Reykjavíkur, sem
var stofnað árið 1919.
Ennfremur skal minst á íþróttasýning-arnar á Al-
þingishátíðinni, sem vöktu mikla athygli og fóru
fram með hinni mestu prýði, og voru íþróttamönn-
um til sóma.
Utanfarir ýmissa íþróttaflokka hafa mikið aukíst
á seinni árum, og hefir í. S. í. ávalt veitt þeim
allan þann stuðning, sem því hefir verið unt. Og
þótt á ýmsu hafi oltið um sigra i Slíkum utanförum,
þá hafa þær þó gert iþróttamönnum og öllu íþrótta-
lífinu hér heima ómetanlegt gagn, enda hafa íþrótta-
menn vorir ávalt fengið orð fyrir drengilega og
prúðmannlega framkomu, og jtað er meira virði
en nokkur sigur.
—• Er forsetastarfið ekki erilsamt?
— Jú, en nú er langtum hægara um vik en áður,
síðan skrifstofa I. S. I. var opnuð. Nú er hægt að
boða alla iþróttaforkólfa til funda svo að segja hve-
nær sem er. I skrifstofu þessari halda öll íþrótta-
ráð bæjarins fundi sína, og j)ar eru geymd öll skjöl
og skilríki sambandsins svo og gjafir, sem því hafa