Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 6
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ borist frá einstökum mönnum og félögum frá því fyrsta. — Hver eru aðalverkefni I. S. I. nú og í nánustu framtíö? — Verkefnin eru mörg og skal eg aöeins drepa á nokkur þeirra. Þaö hefir oft veriö rætt um það, og kemst vonandi bráðlega í framkvæmd, að í. S. í. hefji útgáfu á sérstöku ársriti, þar sem í væru fróð- legar íþróttagreinar og allar uppl. um starf og stefnu sambandsins. Þá leggur I. S. I. mikla áherslu á að fá sem allra fyrst góða leikvangi i öllum kaup- stöðum landsins og allsherjar íþróttavang (Stadion) í Reykjavík. Ennfremur sundlaugar og sundskála sem allra víðast. Þá þarf og að starfrækja sérstaka íþróttaskóla í öllum kaupstöðum og helst víðar og svo eftir nokkur ár kemur krafan um íþróttahá- skóla. íþróttanámskeiðin hafa gert mjög mikið gagn hvarvetna um land og viljum við stuðla að því af fremsta megni að; þeim fari fjölgandi með ári hverju. Eitt mál vil ég ennþá nefnai sem lítið hefir verið hreyft hingað til, en það er að koma upp sérstöku íþróttasafni hér í Reykjavík. Á ég þar við safn af (ocomalt er vafalanst tlrykkurinn fyrlr ífróttamenn í þjálfun. allskonar íþróttatækjum svo sem: Skíði, skautar, sleðar, glímubelti, íþróttabúningar, verðlaunagripir og peningar, íþróttabækur og yfirleitt alt, sem nöfn- um tjáir að nefna og viökemur íþróttum. Væri ekki óhugsandi að eftirkomandi kynslóðum þætti fengur í slíku safni, og því frekar, sem það væri eldra. Væri því garnan að geta byrjað á þessu sem fyrst. — Væri ekki nægilegt starf fyrir einn mann að gefa sig eingöngu að íþróttamálum þjóðarinnar og hafa forystu um þau? — Jú, efalaust. Það sýnir hið umfangsmikla og margþætta starf í. S. í. Enda hefir því verið hreyft áður að skipa þyrfti sérstakan íþróttamálaráðu- naut. — Hvaða kaup hefir forseti 1. S. I.? — Ekkert. Það er að segja nema ánægjuna af því að vinna að einu rnesta menningarmáli þjóðar- innar, og í því að sjá árangur af því starfi. — Óskið þér eftir að blaðið skili nokkru frá yður til íþróttamanna. — Já, skilið bestu kveðjum til allra sannra í- þróttamanna, og þá sérstaklega til allra samverka- manna minna í stjórn I. S. I. í þau ár, sem ég hefi starfað fyrir sambandið. Eg vona og óska að í- þróttamenn og- íþróttafélög um alt land læri að starfa sem best saman, þá veit ég að íþróttastefn- unni vex ásmegin, og þá komum við því í fram- kvæmd, sem við keppurn að, en það er að líkams- íþróttir verði almenningseign. Það verða þær þegar þær eru orðnar skyldunámsgrein vil alla skóla lands- ins. Gleymum ekki að góð íþrótt er gulli betri. — Að lokum — segir forsetinn — óska ég yður og öllum íþróttamönnum til hamingju með þetta nýja íþróttablað, og vona að það verði ekki fyrir sömu örlögum og önnur íslensk íþróttablöð, en verði gott blað og þróttmikið og langtlíft í landinu. Vér þökkum forsetanum fyrir frásögn hans og hlýjan hug í garð þessa blaðs, og óskum þess að íþróttamenn megi bera gæfu til að njóta hans sem lengst, sem forystumanns íslenskra íþróttamála. Foreldrar! Til þess að börnin yðar verði nýtir og hraustir þegnar í þjóðfélaginu, þá alið þau upp í anda íþróttanna. Látið þau lesa íþróttablaðið.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.