Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 20
18 ÍÞRÓTTABLAÐÍB eru þeir nr. 4; og 5 stigum lægri en Sunderland, sem var nr. 2 í fyrra. Hér á eftir fara nöfn félaganna og stigafjöldi: var staðan þannig 23. nóv. s. 1., eftir 16 leiki: 1. Sunderland ............ 24 stig 2. Huddersfield .......... 22 — 3. Derby County........... 21 — 4. Arsenal ............... 19 — 5. Manchester City ....... 18 — 6. Middlesbrough ......... 17 — 7. Birmingham ............ 17 — 8. Chelsea ............... 17 — 9. Liverpool ............. 16 — 10. Stoke City ............ 16 — 11. Leeds Utd............. 16 — 12. Bolton Vans............ 15 — 13. Sheffieid Wed. ........ 15 — 14. West Bromwich ......... 14 — 15. Wolvsrhamton .......... 14 — 16. Blackburn Rovers ...... 14 — 17. Presíon N. E........... 13 — 18. Everton ............... 13 — 19. Portsmouth ............ 12 — 20. Grimsby ............... 12 — 21. Brentford ............. 11 — 22. Aston Villa ........... 10 — Lesendum skal bent á, að blaðið er að þessu sinni 20 síður í stað 16, eins og ráðgert var. Vegur aukningin upp á móti auglýsingum þeim, sem eru inni í blaðinu. Vinsælasta glervöru- og búsáhaldaverzlunin er Berlín Austurstræti 7. fjiróttaliús Jóns Þorsteinssonar. I sumar hefir verið unnið kappsamlega að bygg- ingu nýs íþróttahúss við Lindargötu hér í Reykja- vík. Hefir mörgum orðið starsýnt á þessa byggingu og undrast dugnað og áhuga þess manns, sem þorði aö leggja í slíkt stórræði á þessum erfiðu tímum. En Jón Þorsteinsson íþróttakennari er bjartsýnn maður og stórhuga og unir sér illa á láglendinu. Eru þeir eiginleikar mikilsvirði fyrir Jiann mann, sem valið hefir sér það hlutskifti í lífinu að ala upp hraústa og heillirigöa kynslóð, og kenna mönnum að þekkja hin hollu áhrif líkamsmentar. Slíkum manni hæfir vegleg höll, og hana hefir hann nú reist upp á eigin spýtur. Ætti hann skilið aö fá ríflegan styrk úr bæjar- og ríkissjóði til þess- arar byggingar. Iþróttahús Jóns Þorsteinssonar er mesta íþrótta- hús á Islandi og vafalaust í fremstu röð slíkra húsa á Norðurlöndum. Stærð þess er um 425 fermetrar og er ])að bygt úr járnbentri st.einsteypu. Bæta má einni hæð ofan á Jiað ef til kemur. Tveir fimleikasalir eru í húsinu, annar í kjallara en hinn á fyrstu hæð. Er sá geysistór og svo stíl- hreinn og þægilegur í litum, að unun er að dvelja þar. Salirnir eru einangraðir á þann hátt að berg- máls gætir vart eins og þó oft vill verða í slíkum sölum, og er það afarmikill kostur. Gólfin, sem eru úr vönduðum viði, hvíla á grindum og eru þar af leiðandi fjaðurmögnuð, en J>að er nauðsynlegt við allar stökkæfingar. Loftræsting er mjög fullkomin. Fer hún fram á J.ann hátt að loftdælur soga að sér loftið úr söl- unum gegnum síur, sem halda rykinu eftir. Hreinu lofti er mjög auðvelt að veita inn í salina um þar til gerðar loftrásir. Báðum sölunum fylgja rúmgóð búningsherbergi, og haðklefar með steypiböðum, en í kjailara húss- ins er herbergi fyrir loft- og gufuböð. Yfir stærri salnum eru svalir, sem áætlaðai* eru áhorfendum. Öll íjiróttatæki eru ný og hin vönduðustu, og er sér- stakt geymsluherbergi fyrir J)au. í þessum húsakynnum tók svo íþróttaskólinn til starfa 23. nóv. s. 1. Þann dag bauð Jón nokkrum

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.