Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 21 Á hverju sumri eru ákveSin tvö kappróSrarmót, kappróðrarmót Ármanns fyrri hluta sumars og kappróSrarmót íslands síSari hluta sumars. Þetta eru hinir árlegn viöburSir á sviSi róSursins, en í sumar brá nokkuS út frá venjunni, hví flokkur ræSara var sendur til Kaupmannahafnar til þess aS taka þar þátt í kappróSrarmóti NorSurlanda. RóSraræfingar byrja venjulega um miSjan vet- ur, og er þá æft innanhúss í róSrarvélum, erí í þeim fást sömu hreyfingar og í bátunum. Svo þegar vor- ar eru kappróSrarbátarnir teknir úr vetrargeymsl- unni og settir í þaS húsnæSi, sem tekist hefir aS fá fyrir sumariS. Bátahús er ekkert til, svo ræS- ararnir hrekjast oft úr einum staS í annan meS bátana, og eru þakklátir fyrir hverja stundina, sem þeir geta veriS um kyrt á sama staS. Á síSastliSnu vori fékk Ármann fyrst flugskýliS í VatnagörS- um, og var þaSan æft kappsamlega apríl- og maí- mánuS, en vegna undirbúnings fyrir væntanlega utanför léSu góSviljaSir menn húsnæSi í verbúS- um viS höfnina en þaSan er mun hægara aS stunda æfingar. Hér eru aSeins 2 félög, sem æfa kappróSur, Glímufél. Ármann, sem á tvo báta, Ármann og Grettir, og Knattspyrnufélag Reykjavíkur, sem á einn bát, Ingólf. 7 bátshafnir æfSu hjá Ármann í sumar, 5 karla og 2 kvenna og aS því er eg best veit 2 bátshafnir hjá K. R., þeir síSarnefndu tóku þó ekki þátt í kappróSrarmótum í sumar, en undan- fariS hefir veriS hörS keppni milli félaganna. ÞaS voru því aSeins 3 sveitir, allar frá Ármann, sem tóku þátt í kappróSrarmóti Ármanns, sem var háð laugardaginn 26. júní. VeSur hafSi veriS gott fyrri hluta dagsins, en hvessti svo nokkuS meS kvöld- inu og náSist því hvergi nærri góSur tími. Annafs er varla unnt aS miSa viS tíma í kappróSri, sér í lagi á sjó, þar sem áhrifa strauma og vinda gætir svo mjög. Hin venjulega vegalengd sem róin er, er 2000 metrar, og er þaS vegalengdin frá Laug- arnestöngum í hafnarmynniS. Fjöldi áhorfenda var niSur viS höfnina enda má heita þar prýSilegt á- horfendiasvæSi. 1 róSrinum sigraSi A-liSiS, og hlaut 'aS verSlaunum bikar er Sjóvátryggingarfélag ís- lands hefir gefiS. í fyrra vann sama sveit Malm- bergsbikarinn til fullrar eignar, en þá hafSi hún unniS hann þrisvar í röS. Nokkrum dögum eftir kappróSrarmótiS, eSa þann 29. júní, fór A-liSiS, ásamt varamönnum til Kaupmannahafnar til þess aS keppa þar í Kapp- róSrarmóti NorSurlanda. Dansk Forening for Ro- sport hélt í sumar hátíSlegt 50 ára afmæli sitt, og í því tilefni voru háSir hátíSakappróSrar í sambandi viS KappróSrarmót NorSurlanda, og stóSu mót þessi yfir dagana 17. og 18. júlí

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.