Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 2
Hvað næst, hænsnastígar? H versu hallærislegar og bjánalegar þurfa ákvarðanir borgar- stjórnar að vera til þess að jafnvel lögreglan hundsi þær með öllu? Þessu var svarað á dögunum þegar fulltrúi lög- reglunnar á samfélagsmiðl- inum Twitter sagði lögreglu ekki sekta ökumenn sem ækju eftir nýjustu göngugötum mið- borgarinnar. Svarthöfði skildi þessa ákvörðun lögreglu vel. Fyrir það fyrsta hefur Lauga- vegur í gegnum áratugina verið tengdur við einkabílinn. Hver hefur ekki farið á rúnt- inn, eða með öðrum orðum tekið einn Laugara, svona til að kíkja á mannlífið, án þess þó að hætta sér of nærri því? Nú á að helga þessa götu litríkum túristum sem skíta á víðavangi, völtum ung- mennum sem hafa fengið sér of mikið í tána, og svo lögreglumönnum á hjólum að vandræðast við að sinna fjölda útkalla á knæpum við göngugötur. Þetta náttúrulega gengur ekki. Enginn bað um þessar breytingar nema ein- hverjir fáeinir blómafaðmandi hipsterar sem borða bara líf- rænan vegan mat og hreykja sér af því að hjóla í vinnuna. Ísland er land einkabílsins, og land séreignastefnunnar. Svona er þetta, hefur verið og svona viljum við hafa það. Hvergi var það skrifað á kosn- ingaloforðalista Samfylkingar- innar að eina hverfið sem ætti einhverju máli að skipta væri miðborgin og þangað ætti helst enginn að komast nema latte-lepjandi hipsterarnir sem búa þar fyrir, eða fugl- inn fljúgandi. Það er varla að maður nenni að standa í því að fara inn í borgina núorðið. Enda lítið annað þar að gera en að standa í röð með ókunnugu fólki sem vill spjalla. Galið! Í fyrsta lagi er vonlaust að finna stæði. Fyrir stæðin þarf að borga. Jafnvel bíla- stæðahúsin sem áttu að vera svo frábær og leysa allan heimsins vanda rukka milljón og tvær fyrir hverja sekúndu sem þú leggur bílnum þar. Síðan er það blessuð umferð- in. En umferðin veit vart sjálf hvar hún getur verið. Götum er lokað og hjáleiðir merktar, stefnum í götum breytt fyrir- varalaust og svo er götum, sem samkvæmt gömlum ís- lenskum hefðum er hægt að aka niður, skyndilega lokað og læst. Hver drepur rúntinn? Eina vinsælustu afþreyingu Íslendinga? Svo má nefna þennan hund- leiðinlega hávaða í enda- lausum framkvæmdum við byggingaskrímslin sem loka fyrir sjávarútsýnið. Bless- uðu Bæjarins bestu eru nú umluktar nýstárlegum bygg- ingum sem eiga álíka vel við gamla stílinn í miðbænum og olía á við vatn. Og aftur að þessum bless- uðu göngugötum. Er ekki frekar tilgangslaust að ætla að hafa göngugötu á versl- unarvegi þar sem svo hefur verið þrengt að verslunum og þjónustu að fyrirtækin treysta sér vart til að starfa áfram? Nema göngugöturnar séu algjörlega ætlaðar fyrir lundabúðir, túrista, hjólavið- gerðarsjoppur og kaffihús fyrir listaspírurnar með sínar moltutunnur og hænsnablæti sem eru búnar að leggja undir sig miðborgina. Hvað næst, hænsnastígar? n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Svikarinn í svítunni G óðlátlegt grín er vanmetin, ódýr af- þreying að mínu mati. Að því sögðu er vinnustaðargrínarinn alltaf góð týpa. Ég tók það einu sinni að mér, með misjöfnum árangri þó. Ég var um tíma með sjóð sem ég lagði inn á fasta upphæð í mánuði til að eiga alltaf smá pening ef grínið þarfnaðist fjárútláta. Eitt skiptið bókaði ég auglýsingapláss undir plat-snyrtivöruauglýsingu sem ég lét hanna með mynd af samstarfsmanni mínum. Auglýsingasölumanninum fannst hún svo fyndin að ég þurfti ekki að borga birtinguna. Peningarnir komu þó að góðum notum þegar ég þurfti að kaupa „fyrirgefðu“ kökuna eftir að samstarfsmanni mínum fannst grínið ekkert spes. Árið á eftir fannst mér skopskyn mitt vera orðið mun fágaðra. Nú myndi þetta hitta í mark. Annar samstarfsmaður minn sem hafði leikið mig grátt var á leið í vinnuferð til Bandaríkjanna. Þá datt mér það snjall- ræði í hug að hringja á undan honum og lýsa fyrir hótelstarfsmanninum að þessi umræddi maður væri með hvimleiðan sjúkdóm sem fæli í sér að fjarlægja þyrfti öll handklæði, lök, rúmföt og sloppa sem í her- berginu væru. „He has a terrible skin condi- tion,“ sagði ég með þykkum íslenskum hreim. „Terrible!“ Ég tjáði liðlega hótelstarfs- manninum að minn maður kæmi því með allt lín með sér. „En hræðilegt,“ svaraði hótelstarfsmaðurinn og bætti svo við: „Vill hann kannski sérstaka aðstoð við að koma sér inn á herbergið?“ Það vildi ég endilega og bað um að dregið yrði fyrir alla glugga ef hann gæti ekki fengið gluggalaust herbergi. Ég hló alla leiðina heim úr vinnunni. Þangað til ég fékk email. Með mynd. „Það var einhver misskilingur og það gleymdist að búa um mig. Fékk því uppfærslu á svítu. Takk! Kv. Frikki.“ UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/GETTY Helga Arnardóttir fjölmiðla- kona sér fram á skemmtilegt sumar. 1 Útilega í Ásbyrgi Við fjölskyldan ætlum að vera dugleg að ferðast um landið í sumar. Efst á óska- listanum er að fara í tjald- útilegu í Ásbyrgi. Þar var ég einu sinni fyrir mörgum árum og hlustaði á Sigur Rós spila fyrir gesti og það var stórkostleg upplifun og mig hefur alltaf langað að koma aftur. 2 Geo Sea á Húsavík Geo Sea á Húsavík er líka á óskalistanum, þar er frábær sjósundlaug með trylltu út- sýni. 3 Bústaðaferð Við fjölskyldan förum í bú- stað nálægt Jökulsárlóni í heila viku og ætlum að skoða okkur vel um á Suðurland- inu. Dvelja í Vík í Mýrdal, skoða Reynisfjöru og ganga um Skaftafell. 4 Önnur útilega Stefnan verður svo sett á útilegu í Hallormsstaðaskógi eða á Egilsstöðum. 5 Ferðast um Vestfirði Við ætlum líka að dvelja ein- hvern tíma á Vestfjörðum og ferðast um Arnarfjörð. Fara í dásamlegu sundlaugina í Reykjadal, skoða húsið hans Gísla í Uppsölum og Lista- safn Samúels í Selárdal. ÍSLANDSPERLUR He has a terrible skin condition. 2 EYJAN 5. JÚNÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.