Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 5. JÚNÍ 2020 DV „Í dag eru 210 nöfn á þeirri skrá. Elsta málið á þeirri skrá er frá 1930. Sökum þess að staðfestar upplýsingar og rannsóknargögn liggja ekki fyrir í öllum eldri manns- hvarfsmálum, má álykta sem svo að málin séu mun fleiri, ef horft er til áranna fyrir 1930. Öllum þessum málum er haldið opnum, því undan- farin ár hafa komið upp mál þar sem hægt hefur verið að loka gömlum málum með DNA-rannsókn og veita fjöl- skyldum kærkomnar stað- festar upplýsingar. Auk þess- arar skrár um mannshvörf á Íslandi er kennslanefndin með upplýsingar um 10 ein- staklinga sem hafa horfið erlendis og erlend lögreglu- yfirvöld stjórnað rannsókn á. Elsta málið þar er einnig frá 1930,“ segir hann. Ástæður hvarfa misjafnar Ástæður mannshvarfa eru misjafnar. Þau getur borið að þannig að einstaklingur lætur sig hverfa, í lengri eða skemmri tíma. Þau geta einn- ig komið til vegna slysa eða sjálfsvíga og verða þau þá með þeim hætti að einstakl- ingur fellur í sjó, vatn eða gjótu. Þá geta mannshvörf einnig stafað af mannavöldum og hafa að minnsta kosti fimm óupplýst mannshvörf verið rannsökuð sem manndráps- mál á Íslandi. L ögreglan fær reglulega tilkynningar um horfna einstaklinga. Þegar lög- reglan hefur eftirgrennslan að þessum einstaklingum koma þeir yfirleitt í leitirnar ein- um til tveimur sólarhringum eftir að tilkynning berst. Í einhverjum tilfellum ber eftir- grennslan ekki árangur. Aðstoð frá björgunarsveitum Runólfur Þórhallsson, for- maður kennslanefndar og aðstoðardeildarstjóri í grein- ingardeild ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögreglu berst tilkynning um mannshvarf hefjist rannsókn, sem er á forræði lögreglustjóra þess umdæmis sem fær tilkynn- inguna. „Aðstæður geta auðvitað verið mjög mismunandi en í upphafi hvers máls er unnið með þær vísbendingar sem berast og eins stundar lögregl- an sjálfstæða upplýsingaöflun. Iðulega er leitað aðstoðar björgunarsveita sem bætast þá við mannafla lögreglu og hafa björgunarsveitarmenn í gegnum árin aflað sér bæði mikillar reynslu við leit að týndu fólki, og eins menntað sig á því sviði. Á þessu stigi málsins kemur kennslanefnd- in ekki að rannsóknum mála, nema þá til að veita upplýsing- ar og ráðleggingar um fram- vindu hvers máls fyrir sig hvað varðar staðfest kennsl,“ segir Runólfur. Tannlæknar og DNA-sérfræðingar „Eitt af því sem lögreglan gerir í mannshvarfsmálum er að fylla út samræmt, al- þjóðlegt form sem er útbúið af Interpol. Það er gert því sum mannshvarfsmál teygja anga sína til annarra landa. Eyðublaðið er mjög ítarlegt og markmiðið er að safna sem bestum upplýsingum. Það er þá fyrst sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra kemur sem stoðdeild inn í rannsókn lögreglu. Þegar líkamsleifar finnast aðstoðar kennslanefnd lög- regluembættin við að rann- saka það sem finnst, með það að markmiði að staðfesta kennsl viðkomandi. Innan kennslanefndarinnar eru réttarlæknir, tannlæknar og DNA-sérfræðingar og sér- fræðikunnátta þessara aðila nýtist vel við þessar rann- sóknir,“ segir Runólfur. Elsta málið á skrá frá 1930 Runólfur segir að eitt af verk- efnum kennslanefndarinnar sé að halda utan um svo- kallaða horfinnamannaskrá. 210 MANNS HORFNIR Mannshvarf er skilgreint sem atvik þar sem einstaklingur hverfur, með óútskýrðum hætti. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Framhald á síðu 8 ➤ Gjarnan er leitað að týndu fólki í hrauni og gjótum. Til að mynda var snemma leitað að Guðmundi Einarssyni, sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið var kennt við, í gjótu í Hafnarfjarðarhrauni. MYND/EYÞÓR Sean Bradley Fréttablaðið greindi frá því 1. maí síðastliðinn að fiðluleikarinn Sean Bradley hefði horfið sumarið 2018. Hann hafði spilað með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í áratugi, ásamt því að kenna við Tónlistarskólann í Hafnarfirði um árabil. Hvarf Seans bar til með vægast sagt dularfullum hætti. Samkvæmt heimildum Frét tablaðsins hafði hann mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018. Þau ætluðu að keyra saman til Reykjavíkur og fara í kirkju. Hann mætti hins vegar ekki og þrátt fyrir ítrekuð símtöl náði hún ekki í hann. Ekkert spurðist til hans um tíma og kom sonur hans meðal annars til Íslands til að heimsækja hann. Sonurinn fann hins vegar föður sinn hvergi. Sean sagði síðan við vini sína á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það fannst okkur öllum mjög skrýtið því hann var ekki fyrir að fljúga. Hann vildi helst ekki fara upp í flugvél,“ segir vinkonan. Sean er að sögn vina það flughræddur að það hafi haldið honum frá því að heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Sean er með gigt og hreyfiskertur sökum þess. Hann gat einungis gengið stut tar vegalengdir án stuðnings. „Svo hvarf hann bara af Facebook og við höfum ekki heyrt neitt,“ segir hún. Rannsókn á hvarfi hans stendur enn yfir. FRÉTTABLAÐIÐ 1. MAÍ 2020 Hann vildi helst ekki fara upp í flugvél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.