Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 28
28 MATUR 5. JÚNÍ 2020 DV
Una í eldhúsinu
Lambaspjót
600 g lambafillet-bitar (èg keypti
sítrónumaríneraða bita hjá
Kjötkompaníi)
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 appelsinugul paprika
1 rauðlaukur
1 hvítlaukur
1 kúrbítur
1 askja sveppir
Saxið grænmetið allt saman niður
og reynið að hafa bitana frekar í
stærri kantinum.
Þræðið grænmeti og kjöt að vild á
spjót.
Setjið á grillið og gefið ykkur góð-
an tíma til að snúa spjótunum svo
allar hliðar verði jafn vel eldaðar.
Berið fram með góðri sósu.
Bananar með púðursykri
4-6 bananar
4-6 msk. púðursykur
Vanilluís eða þeyttur rjómi
Kljúfið hvern banana í tvennt og
takið miðjuna úr hvorum bita, eða
myndið pláss til að fylla bananann
af púðursykri.
Setjið um eina matskeið af púður-
sykri í miðjuna, pakkið inn í ál-
pappír og grillið í um 10 mínútur.
Setjið bananann í skál og berið
fram með ís eða þeyttum rjóma.
Verði ykkur að góðu.
Ofnbakað eggaldin
1 meðalstórt eggaldin
15 ólífur
Fetaostur í kryddolíu
Handfylli af ferskri steinselju
Byrjið á að skera eggaldin í meðal-
þykkar sneiðar og setjið á grillið.
Saxið ólífur smátt og setjið yfir
eggaldinsneiðarnar ásamt feta-
osti.
Setjið í eldfast mót og inn í ofn við
180 gráður í um 10 mínútur, eða
þar til fetaosturinn hefur bráðnað.
Setjið sneiðarnar á fat, klippið
niður ferska steinselju og stráið
yfir til að bragðbæta.
Hérna er uppskrift að góðu grill-
kvöldi. Lambaspjót með alls kon-
ar girnilegu grænmeti, ofnbakað
eggaldin með ólífum og fetaosti
og í eftirmat grillaðir bananar
með púðursykursfyllingu.
MYNDIR/AÐSENDAR