Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 22
S ólborg Guðbrandsdóttir er 23 ára Keflvíkingur. Ásamt því að halda úti Instagram-síðunni Fávitar er Sólborg er tónlistarkona, starfar sem fyrirlesari og er í lögfræðinámi við Háskóla Íslands. Hún stefnir að því að gefa út bókina Fávitar fyrir næstu jól. „Fávitar er fræðslubók sem svarar þeim mörg hundruð spurningum sem ég hef fengið sendar til mín á síðunni sjálfri og á fyrirlestrunum mínum um allt land síðastliðin ár frá börnum og unglingum. Spurn- ingarnar snúast meðal annars um kynlíf, ofbeldi, samskipti, mörk og fjölbreytileika. Ég var búin að vera með þessa hug- mynd í kollinum í smá tíma og ákvað að láta verða af þessu, þar sem eftirspurnin eftir aukinni kynfræðslu meðal unglinga er gríðarleg, og hefur verið í allt of langan tíma. Viðtökurnar við verkefninu hafa verið framar vonum. Söfnunin á Karolina Fund er „all or nothing“ fjármögnun- arverkefni sem hefur ákveð- inn tímaramma, svo að annað- hvort tekst mér að safna fyrir útgáfu bókarinnar þar inni eða ekki. Söfnunin er komin upp í 31 prósent á nokkrum dögum og ég er gríðarlega þakklát fyrir það. Á Karo- lina Fund er hægt að styrkja útgáfu bókarinnar með því að forpanta bók eða bækur, panta fyrirlestur hjá mér, eða styrkja með frjálsum framlög- um. Allt saman er vel þegið,“ segir Sólborg. „Það skiptir máli að við sem samfélag leitum allra leiða til að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og ein af þeim leiðum er aukin fræðsla.“ Orðin þreytt á áreitninni Sólborg byrjaði með Fávita- síðuna þegar hún var nítján ára gömul. „Ég var hreinlega orðin þreytt á því hversu oft ég og aðrar stelpur í mínu lífi urðu fyrir kynferðislegri áreitni á netinu og mig langaði að reyna að fokka aðeins upp í þessu. Það hefur heldur betur tekist með þessari gríðarlegu sam- stöðu, en það eru 27 þúsund manns sem fylgja síðunni í dag,“ segir Sólborg. „Það sem drífur mig áfram í þessu er að verða vitni að árangri í þessum málum og að heyra það að ég hafi hjálpað fólki með erfiða hluti, eins og það að leita sér hjálpar eftir kynferðisofbeldi, eða að koma Sólborg Guðbrandsdóttir sýnir hvaða raunveruleiki blasir gjarnan við konum á netinu. MYND/AÐSEND Hér má sjá sýnishorn af því sem Sólborg deilir á Instagram. SKJÁSKOT/INSTAGRAM @FAVITAR út úr skápnum. Það er ómetan- legt.“ Síðustu fjögur ár hafa verið viðburðarík hjá Sólborgu en það eru nokkur atvik sem eru henni sérlega minnisstæð. „Að fá viðurkenningu frá forseta Íslands og JCI Ís- land fyrir vinnuna mína, er stærsta klapp á bakið sem ég hef nokkurn tímann fengið og ég mun aldrei gleyma því,“ segir Sólborg. Gott að hafa í huga Við spurðum Sólborgu hvað væri gott að hafa í huga varð- andi samskipti á netinu. „Ég held að það sé tvennt sem mikilvægt er að velta vöngum yfir áður en maður ýtir á „senda“ á netinu. Það er annars vegar: „Myndir þú segja þetta við manneskjuna ef hún stæði við hliðina á þér?“ og hins vegar: „Hvernig myndi þér líða ef þú fengir þessi skilaboð send til þín?“ Það eiga ekkert að gilda neitt öðruvísi reglur um samskipti á netinu en samskipti sem eru augliti til auglitis,“ segir Sólborg. Hvað geta foreldrar gert? „Varðandi foreldra, þá held ég að það sé mjög mikilvægt að ungt fólk viti af því að það geti leitað til foreldra sinna, að foreldrar upplýsi börn sín um að þeir séu til staðar, séu tilbúnir til að hlusta og veita leiðbeiningar, ef börnin vilja fá svör við einhverju, eða treysta þeim fyrir einhverju. Ég held að fræðsla sé mun árangurs- ríkari leið heldur en nokkurn tímann bönn eða skammir. Í stað þess að foreldrar fylgist með hverju skrefi barna sinna á netinu er mikilvægt að upp- lýsa þau um þeirra réttindi og hvað séu eðlileg samskipti og hvað ekki,“ segir Sólborg og bætir við: „Annars varðandi almenna kynfræðslu frá foreldrum, þá mæli ég með bók Siggu Daggar kynfræðings, sem heitir Kjaftað um kynlíf. Hún er leiðarvísir foreldra fyrir kynfræðslu barna sinna og ótrúlega upplýsandi.“ n Sólborg ætlar að gefa út bókina Fávitar fyrir jólin. 22 FÓKUS 5. JÚNÍ 2020 DV SÓLBORG SAFNAR FYRIR FÁVITUM Aktívistinn Sólborg Guðbrandsdóttir safnar fyrir útgáfu á bókinni Fávitar. Hún heldur úti samnefndri Instagram-síðu, sem er átak gegn stafrænu og öðru kynferðisofbeldi. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.