Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2020, Blaðsíða 37
A ð þessu sinni fannst okkur viðeigandi að spá fyrir einhverjum í Tvíbbamerkinu og því völdum við engan annan en Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Lúna Fírenza spá- kona DV lagði spilin á borðið fyrir hann. Tvíburanum finnst ekki leiðinlegt að tala og er hann þekktur fyrir sjarmann sinn. Tvíburinn er tilfinningavera þótt hann reyni að láta lítið á því bera. Hann á það til að hafa gaman af því að afla sér upplýsinga um ýmis málefni sem snerta ekki hans daglega líf og er því oft að tjá sig um ýmis málefni í óspurðum fréttum. Tvíburinn er klár og listrænn. Helsti ókostur hans er sveiflukennt skap, sérstak- lega þegar hann eru svangur! Sólin Lykilorð: Jákvæðni, skemmtun, hlýja, velgengni, lífsþróttur Sólarspilið geislar af bjartsýni og jákvæðni. Stór, björt sól skín á himni og táknar uppsprettu alls lífs á jörðinni. Þetta er happaspil sem mikil orka fylgir. Nú er sérlega góður tími til að takast á við nýtt verkefni því spilið lofar góðri niðurstöðu í því máli. Tvistur í Bikurum Lykilorð: Samstarf, jafnvægi, jafnrétti, tenging, til- lögur, tengsl, gagnkvæm virðing Miðað við spilið sem kom hér að ofan finnst mér þetta vera táknrænt um að ákveðinn aðili muni leika lykilhlutverk í þessu stóra verkefni sem þú ert að taka þér fyrir hendur. Í þessu samstarfi mun ríkja gagnkvæm virðing, sem mun ýta undir velgengni verkefnisins. Mundu að sýna þakklæti, því það er ákveðinn galdur út af fyrir sig. Myntás Lykilorð: Birtingarmynd, fjármálatækifæri, fagkunn- átta Þú ert í viðskiptaham, en spilin virðast öll fjalla um plön, áætlanir og ný verkefni. Gott er að setja sér skýr markmið og jafnvel huga að færri málum í einu til þess að klára og sinna þeim vel. Tvíburinn er gjarnan með „vott“ af athyglisbresti og því þarf hann að einbeita sér meira en aðrir til að klára málin. Skilaboð frá spákonunni Taktu þér góðan tíma til þess að sjá fyrir þér fram- tíðina og næstu skref. Hverju vilt þú koma í verk á næstu 12 mánuðum? STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Dagur B. Eggertsson Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Vá, þú ert svo peppuð/aður fyrir lífinu að þú þarft að hægja aðeins á þér og beina athygli þinni að færri atriðum. Þannig ertu líklegri til þess að ná árangri og halda verkefnin út. En ég er ánægð með þennan lífskraft þannig að bara KOMA SVO! Naut 20.04. – 20.05. Hey, big boss. Þó að þú hafir fengið endurgreitt frá skattinum þá ertu ekki P Diddy. Settu seðla- búntið aftur í rassvasann og hug- aðu frekar að því að borga niður yfirdráttarheimildina eða safna til þess að fjárfesta í steypu. Jæja þá, þú mátt kaupa eina gullkeðju. Tvíburar 21.05. – 21.06. Það er svo mikill heilunarandi yfir þér að þú ert að spá í að bæta við „gúrú“ fyrir framan nafnið þitt. Það er ókei, en hafðu hugfast að þú ert ekki heilagari en nágranni þinn. Við erum samt ánægð með hvað þú er glöð/glað ur í hjartanu. Sú stemming er smitandi. Krabbi 22.06. – 22.07. Gefðu eftir! Þú þarft ekki að stjórna öllu í kringum þig og þegar þú gefur eftir, þá finnur þú hvernig hlutirnir raðast betur upp. Slepptu taumnum og gerðu eitthvað klikkað í vikunni. Ég mana þig! Ljón 23.07. – 22.08. Elsku ljón/ynja. Þessi vika er upp- full af uppgötvunum! Þú ert loks að fatta að með því að gefa sjálfri/ um þér tíma til að blómstra, verður þú í öllum þeim hlutverkum sem þú sinnir í lífinu. Vökvaðu eigin garð með grænu þrumunni! Meyja 23.08. – 22.09. Meyjan er þekkkt fyrir að vera fullkomnunarsinni, svo mikið að það angrar þig ekkert smá að það séu stafsetnigarvillur í þessari setningu. En hey, við erum hér til að minna þig á að gallar sem þú sérð í öðrum og öðru í kringum þig, eru spegilmynd. Því meira sem þú samþykkir þig sjálfa/n, því fallegri verður heimurinn með öllum sínum kostum og göllum… Vog 23.09. – 22.10. Höfuð þitt er óvenju ofarlega, svífandi á bleiku skýi. Í rauninni nennir þú varla að sinna raunveru- leikanum. Það er frábært en mikil- vægt að finna rétta jafnvægið í því að leika, hlæja, „haffa gaman“ og sinna því sem sinna þarf. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Það er svo ótrúlega mikill styrkur í því að sýna veikleika sína og biðja um aðstoð. Réttu út höndina, hringdu í ömmu/afa/mömmu/ pabba/vinkonu eða þess vegna nágrannann. Við erum öll svo til í að hjálpa þér eins og Dr. Phil sagði eitt sinn: „Help me help you!“ Bogmaður 22.11. – 21.12. Sjálfsást getur líka verið í formi þess að sleppa tökunum og finna ró í kaosinni. Þú ert mjög metn- aðarfull/ur í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur, en nú máttu setja þessa orku sem þú setur í allt í kringum þig inn á við og rækta eigin garð… Steingeit 22.12. – 19.01. Stjörnurnar bjóða þér inn í mýktina þessa vikuna. Þegar maður er langþreyttur, þá fá þeir sem eru manni næstir að finna hvað mest fyrir því. Vandaðu orðin þín og kjóstu bara þá bardaga sem skipta máli. Æfðu þig í að sleppa og bara telja: uno, dos, tres, quatro. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Hentu Snapchat-appinu. Gerðu það bara núna! Minnkaðu áreitið í lífi þínu og já, það þýðir að þú mátt „blokka“ tengdamömmu þína þessa vikuna. Þú þarft ekki að þóknast öllum. Settu kraft í að þóknast sjálfum þér. Fiskur 19.02. – 20.03. Ólíkt Vatnsberanum þá máttu ekki „blokka“ neinn þessa vikuna, heldur öfugt. Taktu upp tólið og heyrðu í vinum þínum og vinum þeirra og fjölskyldunni. Ef þú færð tækifæri til þess að hugsa upphátt og pústa aðeins, þá minnka þessi vandamál sem eru í hausnum á þér. Vikan 05.06. – 11.06. Þakklæti er ákveðinn galdur út af fyrir sig Eiga von á barni MYND/ANTON BRINK stjörnurnarSPÁÐ Í A thafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson og Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, eiga von á barni. DV lék forvitni á að vita hvernig þau passa saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Margrét er Fiskur en Fjölnir er Krabbi. Bæði merkin eru umburðarlynd og full af samkennd. Krabbinn og Fiskurinn tengjast sterkum til- finningaböndum, venjulega um leið og þau líta á hvort annað. Krabbinn skilur viðkvæma hlið Fisksins betur en nokkur annar. Krabbinn er skapandi og hugmyndaríkur. Fiskurinn smitast af þessari einstöku orku sem geislar af Krabbanum. Styrkleiki Fisksins er að opna augu Krabbans fyrir andlegum mál- efnum, þar sem Krabbinn getur verið aðeins of hrifinn af því efnislega. Þegar Fiskurinn verður hræddur þá gleymir hann gjarnan að segja sannleikann. Það er því gott að Krabbinn er ekki ágengur þar sem svar Fisksins yrði líklegast ósatt. Þó svo að Krabb- inn og Fiskurinn sjái fyrir sér ólík heimili, þá ná þau markmiðum sínum ef þau vinna saman. Tenging þeirra er djúp og það þarf ansi mikið til að setja hana úr jafnvægi. n Margrét Magnúsdóttir 1. mars 1984 Fiskur n Ástúðleg n Listræn n Vitur n Blíð n Dagdreymin n Treystir of mikið Fjölnir Þorgeirsson 27. júní 1971 Krabbi n Þrjóskur n Hugmyndaríkur n Traustur n Tilfinningavera n Skapstór n Óöruggur MYND/AÐSEND STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 5. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.