Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 12
8 ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ spart í ljós. En allt kom fyrir ekki Stökklengdir Jónasar nægðu ekki tii þess að vega upp yfirburði Guðmund- ar í göngunni og tapaði því Jónas kóngstigninni í hendur Guðmundi. Jónas Ásgeirsson hafði v.eriS skiSa kóngur síSan áriS 1939. Þegar röSin kom aftur aS Jóni Þor- steinssyni var þaS ljóst, aS hann ætl- aSi að bæta nokkuS fyrir sig, þó aS kóngstitillinn væri rokinn út í veSur og vind. Jón tók heljarmikla spyrnu og' fiaug fram af loftkastinu. Stökk hann 28,5 m. og var þaS lengsta stökl: mótsins og aS öllu samanlögðu hið bezta. AS vísu var það elcki eins fág- að og stökk Jónasar, en með meiri krafti og dirfsku. Stíleinkunnir vorn 19,0 — 19,0 —18,5. Sjálfa stökkkeppnina í A-flokki vann Jónas Ásgeirsson með mestu prýði og þar með Andvökubikarinn í fyrsta sinn. ÁSur höfðu þeir Jón Þorsteins- son og Helgi Sveinsson (Skb.) unniS þann bikar á Tlnilemótunum. Úrslit fyrstu manna urðu þessi: Skíðastökk A-flokkur: ‘VJ Frá skiðastökkinu í Flengingarbvekku. Stökklengdir. Stig. 1. Jónas Ásgeirsson Skb. 25,5 III. og 26,0 222,1 2. Ásgrímur Stefánsson Sk.Sf. 26,0 m. og 26,0 214,3 3. Guðmundur Guðmundsson Sk.Sf. 25,5 m. og 23,0 204,8 Skíðastökk B-flokkur: Stökklengdir. Stig. 1. Erlendur Stefánsson Skb. 23,0 m. og 23,5 194,1 2. Steinn Símonarson Sk.Sf. 24,0 m. og 24,0 190,9 3. Magnús Árnason Í.H. 25,5 m. og 25,5 130,9 Tvíkeppni í göngu og stökki: Stig. Ganga. Stökk. Samt. 1. Guðmundur Guðmundsson .... Sk.Sf. 240,0 204,8 444,8 2. Jónas Ásgeirsson Skb. 213,0 222,1 435,1 3. Ásgrímur Stefánsson .... Sk.Sf. 205,5 214,3 419,8 Ég skal viðurkenna, að mér urðu vonbrigði í þessari stökkkeppni. Heildarsvipur stökkanna var alls ekki eins góður og á sumum fyrri mótiim. Siglfirðingarnir leggja enn til flesta og beztu stökkmennina, en þeim virð- ist hætt að fara fram og má jafnvel sjá afturför hjá sumum. Þó eru und antekningar frá þessu, t. d. Jónas Ás- geirsson og bræðurnir Ásgrímur Stef- ánsson (Sk.Sf.) og Erlendur Stefáns- son (Skb.). Þeta mun stafa af því að eldri skíðamennirnir á Siglufirði hafa lagt mesta stund á skíðagöngu undan- fariö, en þó er aðalástæðan sú, að á Siglufirði er engin tilbúin stökkbraul og skilyrði til stökkæfinga ekki eins góð og æskilegt væri. Meðan svo horf- ir, finnst mér vera fullnægjandi að gera ráð fyrir 30 metra stökkbrautum á skíðamótunum. Nú var þeim hluta skíðamótsins lokið, sem fara átti fram á Hellisheiði og fóru því allir skíðamennirnir til Reykjavíkur um kvöldið. Höfðu flest- ir þeirra dvaliS 4—5 daga í Hveradöl- um og Kolviðarhóli og hafði dvölin þar verið hin ánægjulegasta. Skap- aðist þar efra hin bezta viðkynning milli Norðan- og Sunnanmanna, sem ég býst við að þeir allir minnist með ánægju. Jónas Ásgeirsson. Brun. Á mánudagsmorgun þ. 15. marz var lagt upp frá Reykjavík i stórum bíl- um — og nú átti brunið að fara fram. í upphafi hafði veriö gert ráð fyrir því, að það færi fram í Botnssúlum við Þingvelli, en þar sem svo mikið hafði snjóað, þótti ekki ráðlegt að treysta færðinni þangað og var á- kveðið að hafa keppnina i Skálarfelli, nálægt skíðaskála K.R.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.