Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 16
12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Skíðamót Þingeyinga. SkíSamót Þingeyinga fór fram 27. og 28. marz s.l. Keppt var í skíða- göngu, svigi og stökki. Skíðagangan fór fram á Fljótsdals- heiði og úrslit urðu sem liér segir: 1. Jón Jónsson (íþróttafél. Þingey- inga) 38. mín. 11 sek. 2. Reynir Kjartansson (U.M.F. Geisli) 45 mín. 04 sek. 3 Steingrímur Birgisson (íþróttafél. Völsungar) 48 mín. 37 sek. Gangan var flokkakeppni um bikar, sem Kaupfélag Þingeyinga gaf. Sveit íþróttafélags Þingeýinga vann bikar- inn og átti það 1., 4. og 7. mann. Svigið og stökkin fóru fram hjá Húsavík. í svigi urðu úrslit þessi: 1 Ásgeir Torfason (U.M.F. Ljótur) 120,4. sek. 2. Ivarl Hannes Jakobsson (íþr.f. Völsung'ar) 125,0 sek. 3. Steingrímur Birgisson (íþr.f. Völs- ungar) 125,7 sek. Svigbikar Þingeyinga vann sveit Völsunga, átti 2., 3., 4. og 5. mann. Urslit stökkkeppninnar urðu þessi: 1. Birgir Lúðvíksson (íþr.f. Völsung- ar) 229,2 st. 2. Steingrímur Birgisson (-Íþr.f. Völs- ungar) 219,9 st. 3. Reynir Kjartansson (U.M.F. Geisli) 165,3 st. Keppni i samanlagðri göngu og stökki vaun Steingrímur Birgisson með 308,9 stig og hlaut þar með Kappahornið og titilinn Skíðakappi Þingeyinga. í svigi drengja urðu hlutskarpastir Haukur Bjarnason, Guðnnindur Há- konarson, Vilhjálmur Pálsson og Bald- ur Bjarnason, en í stökki drengja Vilhjálmur Pálsson, Hreinn Melstað, Haukur Bjarnason og Þórður Ásgeirs- son. Innanfélagsskíðamót Í.R. íþróttafélag Reykjavíkur hélt inn- onfélagsskiðamót dagana 28. marz og 4 apríl s.l. að Kolviðarhóli. í svigi karla var keppt i tveimur flokkum, fullorðinna og unglinga. í flokki fullorðinna voru 14 þátttak- endur. Úrslit: 1. Ólafur B. Guðmundsson 103,2 sek. 2. Hörður Björnsson .... 107,9 — 3. Páll Jörundsson ....... 117,6 — Keppni unglinga fór fram á annari braut. Keppendur voru 7 og varð Haraldur Árnason fyrstur á 35,0 sek. í stökkkeppni fullorðinna voru 8 keppendur. Úrslit: 1. Páll Jörundsson ....... 201,7 stig 2. Gunnar Hjaltason .... 157,5' — 3. Ólafur Finsen ......... 136,2 — I stökkkeppni unglinga voru 10 keppendur og bar Þórarinn Gunn- arsson sigur úr býtum, hlaut 192,0 st. í skíðagöngu (ca: 12—14 km.)voru (i þátttakendur. Úrslit: 1. Hörður Björnsson .... 56,08 mín. 2 Gunnar Hjaltason .... 58,09 — 3. Ólafur B. Guðmundsson 58,39 — í svigi kvenna voru 5 þátttakendur. Úrslit: 1. Sigrún Sigurðardóttir . . 53,3 sek. 2. Erla Kjartansdóttir ... 64,0 — 3. Didda Þorkelsdóttir .... 81,5 — Iþróttamót U.M.F.I. Stjórn U.M.F.Í. hefur ákveðið að halda íþróttamót að Hvanneyri dag- ana 26. og 27. júní n.k. fyrir sam- bandsfélög sin. Sýndir verða fimleik- ar og keppt í glíinu, sundi, köstum, stökkum og hlaupum. Skólasýningar. Eigi var hægt vegna húsnæðisskorts og vegna þess hve seint Páskarnir eru að stofna til skólasýninga í Reykja- vík, eins og gert var í fyrra. Margur saknar þessa, því að skólasýningarnar tókust þá vel. Þær voru sannkall- aðar hátíðir fegurðar og æsku. Marg- ir fimleikakennarar létu nemendur sína bjóða foreldrum sínum i sein- asta fimleikatímann og á þann hátt hafa skólasýningarnar farið fram i ár. Skólasýningar þessar bera vott um áhuga kennaranna. Þeir láta ekki ó- nóg húsakynni hefta sig í þvi að kynna almenningi fimleikanám skóla- nemenda. Kennararnir eiga miklar þakkir fyrir þessar sýningar, þvi að með þeim auka þeir áhuga nemend- anna fyrir íþróttum og kynna þær jafnfrámt almenningi um leið og nem- endur venjast við að temja sjer fagra framkomu. íþróttanámskeið og íþróttamann- virki, Yopnafirði. Undanfarnar vikur hefur farið fram íþróttakennsla í Vopnafirði í ýmsum íþróttum, þó aðallega leikfimi. Kenn- ari var Guttormur Sigurbjörnsson iþróttakennari. Þátttakendur voru um 70 auk skólabarna. Vopnfirðingar hafa í hyggju að gera við sundlaug þá, sem þeir byggðu fyrir nokkrum árum við heita uppsprettu í gljúfrum Selár. Áin braut hluta af lauginni i vorleys- ingum. Þessi heita uppspretta er sú eina, sem til er í byggð á Austurlandi. Iþróttastarfsemi í S.-Þingeyjarsýslu. í engri sýslu, utan kaupstaðanna, hefur eins mikið íþróttastarf átt sér stað á líðandi vetri, eins og í S.- Þingeyjarsýslu. Kjartan B. Guðjónsson hélt nám- skeið í glíniu á 3 stöðuin auk Lauga- skóla. Ivári Sigurjónsson íþróttakenn- ari hefur frá því um áramót kennt leikfimi víða um sýsluna og Alfreð Jónsson hefur haldið skiða-námskeið. Eftir að skóla lýkur að Laugum fer jiar fram frjálsra-íþróttanámskeið og i vor og fyrrihluta sumars er i ráði að Stefán P. Kristjánsson iþróttakenn- ari ferðist um og kenni íþróttir. Flestir hreppar S.-Þing. sendu skólabörn á sundstaði s.l. sumar, en í sumar munu allir hreppar senda minnsta kosti fullnaðarprófsbörn. Sundaðstaða er sæmileg. Á tveimur stöðum yfirbyggðar sundlaugar og bygging einnar opinnar sundlaugar í undirbúningi. Húsvíkingar hafa komið sér upp skóla- og almenningsbaði og' ef bor- anir eftir heitu vatni takast vel i Húsavík, þá ris þar upp sundlaug. Til fróðleiks má benda á tvö forn íþróttavirki í S.-Þing., sundlaugina í Stóru-gjá við Reykjalilíð og svitabað- ið í Jarðbaðshólum. Colfklúbbur íslands. Golfklúbbur íslands hefur nýlega haldið aðalfund. Formaður var kos- inn Gunnlaugur Einarsson læknir. F'élagar eru um 140. Félagið á mynd- arlegt heimili og ágæta æfingavelli við Öskjuhlíð i Reykjavík. Áhugi er mikill í félaginu og mun fyrsta golf- keppnin hefjast í maímánuði. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur. Tennis- og badmintonfélag Reykja- víkur hélt aðalfund í byrjun apríl- mánaðar. Formaður var kosinn Jón Jóhannesson stórkaupmaður. Félagar eru 118. Félagið berst um þessar mundir fyrir að koma upp í Rvík stærri og fullk-omnari tennisvelli, á- samt áhorfendapöllum, en áður hafa verið til hérlendis.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.