Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 13
tÞRÓTT ABL AÐIÐ
9
Ég býst við að skíðamönnunum
verði þessi dagur minnisstæður, —
sjálfur hefi ég aldrei verið á jafn á-
r.ægjulegu skíðamóti. Veðrið var alveg
makalaust, stiiiilogn og bjart, en snjór
yfir öllu landi. Fyrst var farið i K.R.-
skálann, sem er i miðju Skálarfelli,
576 m. yfir sjó; þar var hvílst, mat-
ast, smurð skíði, nafnakall, skeið-
klukkur bornar saman o. s. frv. Síðan
gengið í einuin hóp á háhnúk Skálar-
fells (771 m. yfir sjó) og brunbrautin
merkt á leiðinni. — Þegar upp kom,
blasti við hið fegursta útsýni yfir allt
Suðvesturland, hvort sem liorft var til
Langjökuls, Garðsskaga, Vestmanna-
eyja eða Heklu. Gleymdist nú á svip-
stundu allt sem bét keppni og eng-
inn mundi lengur eftir vesalings tíma-
vörðunum, sem biðu niðri við mark-
ið, mörg hundruð metrum neðar.
(Síðar fréttist þó, að þeir hefðu látið
krók koma á móti bragði og notið
lífsins í sólskininu). Þarna uppi var
tilvalið tækifæri fyrir Norðanmenn-
ina til að rifja upp löngu gleymda
lexíu úr landafræðinni — og var það
óspart notað — en við Sunnanmenn
fundum ekki svo litið til okkar yfir
því að geta sýnt okkar horn af land-
inu í slíkum skrúða. Vitum við vel
að þeir nyrðra kalla ekki allt ömmu
sína i þeim efnum.
Loksins rankaði einhver við sér, —-
að það væri víst skíðamót, — og þá
kom nú heldur líf í tuskurnar. Ræs-
arnir settu upp mcrkissvip, undanfar-
arnir brunuðu af stað — og svo hófst
keppnin. — keppendurnir, — alls 53,
— voru ræstir með % mín. millibili.
Brautin var um 2 km. á lengd og' hæð
hennar um 400 m. Lá hún suðaustur af
fellinu. Eitt skylduhlið var í braut-
inni, um 200 m. vestan við K.R.-skál-
ann og stóðu þar allir áhorfendurnir,
— tveir að tölu. — Færið var mis-
jafnt, foksnjór, sumstaðar allþéttur,
en laus á köflum. Flestir notuðu sömu
skíðaslóðirnar, og þóttust sumir hagn-
ast á því, en aðrir tapa, — a. m. k.
er það siður keppendanna að kenna
færi og smurning um, ef illa gengur.
Það var nógu gaman að vera við
markið og sjá alla þessa landsins
frægustu skíðamenn renna í mark í
langri halarófu, allt frá Nonna Þor-
steins og Badda Júníusar til Stebba
kalda og Stjána Ford. En þeir máttu
vera fegnir, að ekki sáu margir til
jjeirra og að ekki er gefið fyrir stíl
í bruni. Sumir voru orðnir stifir eins
og trjádrumbar af þreytu, og böðuðu
út öllum öngum, en nokkrir komu í
mark snjóugir upp fyrir haus af góð-
um og' gildum ástæðum.
Þessir urðu fyrstir:
fíísli Ólafsson.
A-flokkur: Mín. Sek.
1. Gísli Ólafsson .... . . Í.H. 2 06,8
2. Júlíus B. Magnússon l.R.A 2 07,1
3. Jónas Ásgeirsson . . Skb. 2 10,4
B-flokkur:
Mín. Sek.
1. Haraldur Pálsson Sk.Sf. 1 54,7
2. Ólafur Guðm.ss. Í.R.V.F. 1 57,4
3. Gunnar Karlsson . . Í.R.A. 2 05,1
C-flokkur:
Mín. Sek.
1. Björn Röed K.R. 1 58,1
2. Sigurjón Sveinsson Í.II. 2 00,7
3. Sveinbj. Kristj.ss. Í.R.V.F. 2 04,2
Þetta er í fyrsta sinn sem brun-
keppni fer fram á skíðalandsmóti.
Höfðu margir Norðlendinganna al-
drei tekið þátt i slíkri keppni áður,
og reynsla liinna er enn mjög af
skornum skammti á þessu sviði. Leik-
stjórnin taldi því réttmætt, að brun-
brautin væri hvorki löng né vanda-
söm. Hinsvegar er sjálfsagt að gefa
keppendunum þyngra verkefni, er
kunnáttan vex. 'Ber að keppa að því,
að brunbrautir á meiriháttar mótum
nái 800 m. hæð. — Að sjálfsögðu hef-
ir skíðaáburðurinn talsverða jjýðingu
í bruni sem öðrum greinum og frek-
ar í auðveldri braut sem þessari. En
hvað sem því líður, þá getur það
varla verið nein tilviljun að Reykja-
víkurmeistarinn Gísli Ólafsson skyldi
nú verða íslandsmeistari og að tveir
íyrstu menn í C-flokki á Reykjavík-
víkurmótinu skyldu aftur verða fyrst-
ir á Landsmótinu.
Brun er talið sem ein af fjórum
höfuðgreinum skíðaíþróttarinnar. Sum-
staðar erlendis, t. d. í Alpafjöllum og
Ameríku er það vinsælasta greinin,
— en er nú óðum að ryðja sjer til
rúms á Norðurlöndum. Má vænta
þess, að svo verði einnig hér á landu
A mánudagskvöldið hélt Skíðafélag-
jð skíðamönnunum samsæti. Meðan
setið var undir borðum, afhenti for-
seti I.S.Í., Benedikt G. Waage, sigurveg-
urum mótsins verðlaun þeirra. Marg-
ar ræður voru fluttar, en eftir að
borð höfðu verið tekin upp, var
stiginn danz.
Þar með var Skíðalandsmótinu 1943
lokið.
Haraldur Pálsson.