Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 6
2
IÞRÓTTABLAÐIÐ
mistök urðu þó á flutningi Akureyr-
inganna, svo að þeir fóru landveg
suður, en líklegt þykir mér, að eftir
ó munu þeir vel við það una, að
ferðalag þeirra varð tilbreytingarík-
ara fyrir bragðið.
Stjórn mótsins, sem mest erfiði
hvíldi á vegna undirbúning'sins, skip-
uðu þeir form. Skíðafél. Reykjavikur
Kristján Ó. Skagfjörð, stórkaupmaður,
Kjartan Hjaltested, fulltrúi og Magnús
Andrésson, fulltrúi.
Um hina teknisku framkvæmd
keppninnar sáu þeir Steinþór Sig-
urðsson, mag'. scient. og Einar B.
Pálsson, verkfræðingur.
Skiðaganga.
Fyrsti dagur mótsins, föstudagur-
inn 12. marz, rann upp, •— ekki bjart-
ur og heiður, — lieldur með dimrn-
viðri og snjókomu. Útlitið var ekki
gott, en hreyfing kom brátt á liðið,
þegar farið var að koma fyrir flögg-
um við skíðaskálann. Brátt lagði
brautarstjórinn, Steinþór Sigurðsson,
upp með menn sína og kompás bund-
inn um hálsinn og varð nú öllum Ijóst
að þetta var rammasta alvara, og
fóru keppendur að pukra við göngu-
skíði sín, mjög leyndardómsfullir á
svip.
Nokkru seinna birti upp og gerði
hið fegursta veður. 16 kílómetra
Göngubraiitirnar.
1—2—3 = fíraut eldri flokka.
1—2 = fíraut yngri flokks.
göngubrautin var svipuð smárablaði
í lögun. Ræsimark og endamark var
heima við Skíðaskálann, en brautin
lá í þrjá hringi út frá honum og fóru
keppendur þvi tvisvar fram hjá skál-
anum á leiðinni. Áhorfendum gafst
þess vegna gott tækifæri til þess að
fylgjast með göngunni og er sú til-
högun til fyrirmyndar.
Fyrsti hringurinn lá í vesturátt,
niður af heiðinni, annar hringurinn
suður undir Meitil og Hverahlíð, en
sá þriðji austur með Hellisheiðarvegi
og niður Flengingarbrekku á heim-
leið.
Skíðafærið var þurr laus snjór. Ég
lield að flestir keppendanna hafi
smurt með „Mix“ ofan á undirlag úr
skaraklístri.
Keppendur voru alls 22, þar af 8
í A-flokki, en 14 í B-flokki. — Það
var þegar Ijóst, að búast mætti við
harðri keppni, því að nú átti að
keppa um Thulebikarinn, sem Siglu-
fjarðarfélögin höfðu áður unnið tvisv-
ar sinnum hvort. Ef annaðhvort
þeirra ynni hann nú, þá hafði það
unnið hann til eignar og töldu flestir,
að svo mundi fara nú. En þá voru
aðrir, sem minntust þess, að siðast
þegar Vestfirðingar kepptu við Sigl-
firðinga (á Akureyri 1940), þá unnu
Vestfirðingar sveitakeppnina, svo að
ýmsir möguleikar virtust vera til. Og
nú voru samankomnir hinir gömlu
keppinautar, Magnús Kristjánsson (Í.R.
V.F.), Guðmundur Guðmundsson
(Sk.Sf.) og Jónas Ásgeirsson (Skb.).
Þá hafði frétzt að Jón Þorsteinsson
(Sk.Sf.) væri i góðri gönguþjálfun nú,
en það hefir liann vist ekki verið i
mörg ár. —
Keppnin hófst stundvíslega kl. 15.
Magnús var svo óheppinn að leggja af
stað/ sem fimmti maðúr, og ekki
bætti það úr skák, að nr. 7 var Jónas
og nr. 8 Jón Þorsteinsson. Magnús
fór brátt fram úr þeim, sem á undan
honum voru, og varð þá fremstur í
röðinni, — en von bráðar voru þeir
Jónas og Jón komnir á liæla honum.
Varð nú Magnús að ganga brautina á
undan þeim og þreyttist meira en
Iiinir, þar sem nokkuð skóf í hana.
Skömmu áður en kom að marki, fóru
þeir Jónas og Jón svo fram úr Magnúsi.
Heimsins laun eru vanþakklæti.
S4, sem ekki þurfti að kvarta yfir
rásnúmerinu, var Guðmundur Guð-
mundsson. Hann lagði af stað næst-
siðastur (nr. 23), en var sjöundi mað-
ur er kom í mark. Fór hann því fram
úr fjórtán keppinautum sínum á leið-
inni (tveir komu ekki til leiks). Guð-
mundur varð fyrstur í göngunni og
var nærri þrem mín. á undan næsta
manni. Afrek hans var ágætt, enda
voru það engir skussar, sem liann
keppti við.
Þessi úrslit komu engum á óvart,
er til þekkti. Guðmundur er flestum
þeim kostum búinn, sem nauðsynlegir
eru góðum skíðagöngumanni. Hann
er líkamlega vel að sér, kjarkmikill
og þrautseigur og hefur ágæta göngu-
tækni og síðast en ekki sízt; hann
þjálfar sig og keppir með skilningi
og viti. — Það er sómi að slíkum
íslandsmeistara.
Guðmundur Guðmundsson.
Svo fór, að Skíðafjelag Siglufjarðar
vann sveitakeppnina með talsverðum
vfirburðum, og þar með Thulebik-
inn fræga til eignar. Keppnin um
þennan bikar hefur staðið síðan 1937
og verið með fádæmum hörð, — svo
að segja mátti stundum, að gengi
næst öfgum. Engin vafi er á þvi, að
þessi keppni á sína hlutdeild í því,
hve skíðagangan stendur á háu stigi
á Siglufirði. Hinsvegar má einnig líta
á það frá öðru sjónarmiði, hvort
slíkt keppnisform sé heppilegt í fram-
tíðinni. Skyldu Siglfirðingar ekki
vera fegnir. að þessari keppni er nú
lokið?