Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.04.1943, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 11 J^lWític^ui][cí!öq LCHXy íþróttablaðið. Með þessu hefti íþróttablaðsins lýk- ur um sinn kennsluþáttum þeim, er Steinþór Sigurðsson mag. scient. hef- ur skrifað fyrir blaSið. En þeim mun að sjálfsögðu haldið áfram í beinu framhaldi næsta vetur. Einstöku menn hafa kvartað undan Jiví að íþróttablaðið væri of einhliða — væri eingöngu skíðablað. En hjá því verður ekki komizt að íþrótta- blaðið fjalli mest um þær íþrótta- greinir, sem efst eru á baugi á hverj- um tíma árs. Með þessu blaði er vetr- ariþróttaþáttunum lokið, að öðru leyti en því, er skýrt kann að verða frá ein- stökum skíðamótum, sem ekki var rúm fyrir í þessu blaði. Frásögnin um Handknattleiksmeist- aramót íslands varð af vissum ástæð- um að bíða næsta blaðs. Þar mun einnig verða skýrt frá Sundmeistara- móti íslands, og verða báðar þær greinar prýddar myndum. Einstöku raddir heyrast um það, að íþróttablaðið sé of dýrt. Slíkar að- finnslur stafa af ókunnugleika á út- gáfustarfsemi þessara tíma. Heill ár- gangur íþróttablaðsins verður um 150 bls. eða um 300 síður í venjulegu bók- arbroti. Mikið af blaðinu er prentað með smáletri, og í þvi er ógrynni mynda, myndamótakostnaður í hvert blað nemur mörgum hundruðum króna, en prentkostnaður og pappír þúsundum króna. Nú þykir það ekki dýr bók — jafnvel þótt hún sé myndalaus — sem kostar ekki nema 20 krónur. Og íþróttablaðið er síður en svo dýrt fyrir þetta verð, enda þarf upplag blaðsins að mestu leyti að seljast upp til að útgáfan beri sig. Hitt er gefið mál, að um lei,ð og prentkostnaður og pappír lækkar í verði, lækkar íþróttablaðið einnig. Sambandsfélög Í.S.I. Nýlega hefur U.M.F. Haukur i Leir- ársveit gengið i Í.S.Í. Félagar eru 56. Formaður Helgi Júliusson. Eru þá sambandsfélög Í.S.Í. 143 með um 1900 félaga. Ævifélagar Í.S.Í. Ævifélagar Í.S.Í. eru nú 254 að tölu. Orðsending frá Í.S.Í. Öll félög sem íþróttir iðka eiga að vera í íþróttasambandi íslands. Staðfest met. Stjórn Í.S.Í. hefur nýlega staðfest eftirfarandi sundmet: 50 m. bingu- sund kvenna á 43,9 sek. Sett af Sig- ríði Jónsdóttur K.R. — 200 m. bringu- sund karla á 2 mín. 57,1 sek. Sett af Sigurði Jónssyni K.R. Ársþing Í.S.Í. Ársþing Í.S.Í. verður haldið í Reykjavík dagana 18.—20. júní n.k. Félög eru áminnt um að senda full- trúa á þingið, og með kjörbréf. Landsmót Í.S.Í. 1943 verða háð eins og bér segir: Islandsglíman 1. júní 1943. Knattspyrnumól íslands hefst 6. júní 1943. Meistaramót Í.S.Í., boðhlaup 1. júlí 1943, fimmtarþraut, 26. júlí 1943, og aðrar g'reinar Meistaramóts Í.S.f. 7. og 8. ágúst 1943. En tugþraut og 10 rasta hlaup, þann 24. og 25. á- gúst 1943. Landsmót í knattspyrnu, 3ja aldurs- flokks, hefst 15. ágúst 1943. Landsmót fyrsta flokks 17. ágúst 1943. Drengja-meistaramót Í.S.Í. 18. og 19. ágúst 1943. Landsmót í knattspyrnu, 2. aldurs- flokkur, liefst 29. ágúst 1943. Auk þess fara fram þessi opinberu leikmót í Reykjavík: Knattspyrnumót, 3. aldursflokks, þann 15. maí. Tjarnarboðhlaup K.R. 16. maí. Knattspyrnumót, 2. aldursflokks, 23. maí Flokkaglíma Ármanns 25. maí. Hátíðahöld íþróttamanna 17. júní. Knattspyrnumót Reykjavíkur, 1. ald- ursflokkur, befst 21. júní. Boðlilaup Ármanns kringum Reykja- vík 8. júlí. Drengjamót Ármanns 28. og 29. júlí. Knattspyrnumót Reykjavikur, fyrir 4. aldursflokk, befst 9. ágúst. Öldungamótið. Leikmót í frjálsum íþróttum 29. ágúst. Walterkeppnin hefst 10. sept. Til útsölumanna. Enda þótt nokkrir menn, sein beðn- ir hafa verið að gerast útsölumenn íþróttablaðsins, hafi ekki ennþá látið til sín heyra, treystum vér þvi að þeir bafi brugðizt vel við tilmælum vorum, til stuðnings góðu málefni. Nú viljum vér biðja alla útsölumenn íþróttablaðsins að hefja innheimtu fyrir það og senda það til afgreiðslu- manns þess við fyrsta tækifæri. ÍJiróttablaðið er eina málgagn í- þróttamanna hér á landi og á ])ví ó- skifta hugi og vinnukrafta allra i- þróttaiðkenda og unnenda. Nú þegar hefir kaupendafjöldi þess tvöfaldast, en samt má betur enn, markmiðið er að íþróttablaðið verði lesið af hverju mannsbarni á landinu, til vakningar og leiðbeiningar likamlegri og and- legri þjálfun. Gjafir til íþróttaheimilis Í.S.Í. Gjafir til íþróttaheimilis Í.S.Í. hafa borizt frá þessum mönnum: Ben. G. Waage 500 krónur, Tómasi Tómassyni 350 kr. og Erlingi Pálssyni 50 kr.. Þetta eru fyrstu gjafir, sem berast til hins fyrirhugaða íþróttaheimilis, fyr- ir utan bina myndarlegu gjöf h.f. Kveldúlfs, sem ÍL>róttablaðið gat um i síðasta blaði. íþróttablaðið telur sér ekki fært, að birta nöfn gefenda eft- irleiðis, en mun hinsvegar öðru hvoru skýra frá heildarupphæðum, sem bor- izt liafa til heimilisins á bverjum tíma. Sundhallarforstjórinn. Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn var af bæjarstjórn Reykjavíkur kjörinn sundballarforstjóri þann 1. apríl. Ungfrú Sigríður Sigurjónsdótt- ir lilaut einu atkvæði færra. Hún hefur gegnt forstjórastöðunni frá því er Ólafur Þorvarðarson dó. Sundkennarar Sundhallarinnar hafa verið í vetur: Jón Pálsson, Jónas Hall- dórsson og Ragnheiður Magnúsdóttir. Prófdómari við sundpróf í Reykjavík er Ólafur Pálsson.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.