Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1944, Síða 13

Íþróttablaðið - 01.03.1944, Síða 13
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 7 tími okkar varð ekki eins góður og við höfðum náð heima, þar var liann betri, og hefði þá árang- urinn orðið dágóður? Ég lel utanfarir ísl. íþrótta- manna sjálfsagðar, vegna aukinnar reynslu og lær- dóms, þótt ekki megi vænta stórsigra í fyrstu. Eftir stríð verða flugsamgöngur vonandi komnar á milli íslands og útlanda og mun þá hin langa sjóferð úr sögunni. Með þvi að fara loftleiðis þurfa íþrótta- menn vorir ekki að leggja af stað fyrr en 1—2 dög- um fyrir keppni, og mun það tvímælalaust bæta árangur þeirra að mun. Aðstaða sundmanna fyrr og nú. Til ársins 1934, fóru öll kappsund fraiii í sjó, og ' var oft kaldranalegt að þurfa að keppa i tveim og jafnvel þrem sundum sama daginn. En það, sem okkur sundmönnum þótti verst, var, hvað tímar okkar voru lélegir, samanborið við þá tíma, sem við náðum i sundlaugunum, en þar var ekki hægt að halda löglegt sundmót, sökum þess hve liún var stutt. Fyrsta sundmeistaramótið, sem fór fram í volgu vatni, var haldið á Akureyri árið 1934. Það var mjög áberandi hve árangurinn á því móti var hetri en þegar keppt var í sjónum, enda hefir sund- meistaramótið aldrei farið fram í sjó eftir það. Næstu ár fóru þau fram að Álafossi, eða þar til Sundhöll R.víkui- tók til starfa. Þá fyrst fór aðstaða sundmanua vorra að verða eitthvað sambærileg við það, sem hún er lijá öðrnm þjóðum. Framfarir. Eins og áður er sagt, hef ég sett 53 met, og fer hér á eftir tafla, sem sýnir framfarir á einstökum vegalengdum: 50 m. fr. aðferð, 0 met, fyrsta 1934 31.0 sek. í sjó, síðasta 1939 á 27.6 sek. í laug. 100 m. fr. aðíerð, 12 met, fýrsta 1931 á 1,14,2 í sjó, síðasta 1939 á 1,03,7 í laug. 200 m. fr. aðferð, 3 met, fyrsta 1932 á 2,36,2 í laug, síðasta 1938 á 2,26,7 i iaug. 300 m. fr. aðíerð, 2 met, fyrra í maí 1939 á 4,04,8 i laug, síðara í júní 1939 á 3.51,9 í laug. 400 m. fr. aðíerð, 8 met, fyrsta 1931 á 6,39,4 i sjó, síðasta 1938 á 5,10,7 í laug. 500 m. fr. aðferð, 4 met, fyrsta 1931 á 8,44,8 í sjó, síðasta 1938 á 6,58,8 i laug. 800 m. fr. aðferð, 2 met, fyrra 1937 á 11,39,2 í laug, síðara 1939 á 11,35,3 i laug. ÍPRÓTTIR OG FRÆÐSIA Iþróttablaðið. Iþróttablaðið hefur nú komið út í rúmt ár á vegum liins nýja hlutafélags. Ef dæma má eftir hinum vaxandi kaupendafjölda og ummæla sem blaðinu hefur horizt vtðs- vegar að, nýtur það allmikilla vinsælda og hefur sýnt að tilveruréttur þess er tryggður. Nú hefur bæði útgáfu- stjórn og ritstjórn blaðsins séð fram á nauðsyn þess að blaðið verði stækkað svo fljótt sem kostur er. En áður en það getur orðið þarf kaupendum að fjölga til muna svo að áskriftargjöldin fái borið uppi kostnaðinn. Þess- vegna skorar blaðið á alla unnendur þess, að þeir geri allt sem i þeirra valdi stendur til að afla því nýrra skil- vísra kaupenda og senda nöfn þeirra og heimilisföng til afgreiðslumanns íþróttablaðsins, Þórarins Magnússonar, Haðarstíg 10. Þá vitl íþróttablaðið brýna það ennþá einu sinni fyrir íþróttaráðum einstakra byggðarlaga og kaupstaða að kjósa sérstaka fréttaritara, sem sendi blaðinu helztu fréttir, hver af sínu svæði. A meðan þessu hefur ekki verið komið í lag, getur íþróttablaðið heldur ekki uþpfyllt ])á sjálfsögðu skyldu að birta fréttir úr öllum íþróttahéruðum landsins, og það verður heldur ekki með neinum rétti ásakað um það, þó að fréttaflutningur þess sé nokkuð af skornum skammti. Að lokum vill íþróttablaðið beina þeirri ósk til lesenda sinna og annarra unnenda, að þeir sendi þvi smápistla eða lengri greinar um ýms mál er líkamsmennt varða. Það yrði til þess að auka á fjölþættni blaðsins og gera það skemmtilegra. fíitstjórnin. 1000 m. fr. aðferÖ, 2 met, fyrra 1937 á 14,41,4 í laug, síðara 1939 á 14, 39,8 í laug. 1500 m. fr. aðferð, 3 met, fyrsta 1934 á 23,10,0 í laug, síðasta 1938 á 21. 30,2 í laug. 50 m. baksund, 1 met, 1938 á 35,0 sek. 100 m. baksund, 7 met, fyrsta 1930 á 1,40,3 í sjó, síðasta 1939 á 1,16,2 í laug, 200 m. baksund, 2 met, fyrra 1935 á 3,03,8 I laug, siðara 1939 á 2,55,7 í laug. 400 m. baksund, 1 met, 1939 á 6,21,2 í laug. Ég vil að endingu heina þeirri hvatningu til is- lenzkrar æsku, að hún leggi stund á íþróttir, því að þær laka brátt hug hennar alian. íþróttir herða menn og stæla og i þeim félagsskap verða þeir fvrir mjög hollum áhrifum.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.