Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.03.1944, Qupperneq 18

Íþróttablaðið - 01.03.1944, Qupperneq 18
12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ÆHh jj'Xa éfMöa LCH\y Fréttir frá Í.S.Í. Samþykkt hefur verið að leggja kr. 500.00 í væntanlegan minningarsjóð urn Pál heitinn Erlingsson suntlkenn- ara. Sambandið hefur staðfest met er Sundfélagið Ægir setti 9. febr. s.l. í boðsundi 8x50 m. skriðsundi karla á 3. mín. 58.2 sek. 29. þ. m. staðfesti stjórn Í.S.Í. met á 4x50 m. bringuboðsundi kvenna sett af KR. Tími 3,07,5. Keppendur Unnur Ágústsdóttir, Eria Gísladóttir, Sigríður Jónsdóttir og Jakobína Finn- bogadóttir. Samkvæmt bréfi frá íþróttalækni Í.S.Í., Óskari Þórðarsyni, gilda lækn- isvottorð iþróttamanna í 3 mánuði. Áður hefur verið gefin út tilskipun um að allir senr keppa í íþróttum verði að hafa læknisvottorð. Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefur verið skiirað til tveggja ára þessum mönnum: Frá Fram: Ólafi ffalldórs- syni, frá K.R.: Þorsteini' Einarssyni, frá ÍR.: Guðmundi S. Hofdal, frá Val: Ólafi Sigurðssyni og frá Víking: Gísla Sigurbjörnssyni. Formaður ráðs- ins var kjörinn Ólafur Sigurðsson til eins árs. I marz hal'a tvö félög gengið i sam- bandiði þau: U.M.F. Kári, Dyrhóla- hreppi, Mýrdal. Form. Erlingur Sig- urðsson. Félagatala 11 og U.M.F. Reykjavíkur, Reykjavík. Fornr. Stefán Runólfsson. Félagatala 220. Eitt félag hefur sagt sig úr sam- bandinu, en það er íþróttafélag Kjós- arsýslu, en starfsemi þess fellur undir væntanlegt héraðssamband. Ákveðið hefur verið að halda Árs- þing Í.S.Í. 20.—22. júní n.k. Æfifélagar Í.S.Í. eru nú orðnir 279 að töhi. Óskar Ágústsson hefur haldið nám- skeið hjá Ungmennasambandi Eyja- fjarðar hjá þesáum félögum: U.M.F. Æskan, Svalbarðsströnd frá 13. jan. til 27. jan. Kennt: fimleikar, glíma og frjálsar íþróttir. Nemendur 51. U.M.F. Reynir, Árskógarstrandarhreppi frá 27. jan. til 11. febr. Kennt: fimleikar og frjálsar íþróttir. Þátttakendur 57. U.M.F. Svarfdæla, Dalvík frá 11. febr. til 23. febr. Kennt: fimleikar. Þarna voru eingöngu konur, því karlar voru farnir til sjóróðra. Þátttakendur 25. U.M.F. Þorsteinn Svörfuður frá 14. febr. til 23. febr. Kennt: fimleikar og frjálsar íþróttir. Þátttakendur 45. Þarna hélt Óskar tvö nánrskeið sam- timis, með Jrví að ganga ])riggja tíma göngu á dag milli félaganna gat liann komið ])essu í verk. Úr Eyjafirði liélt Óskar norður i Þingeyjarsýslu. Kjartan Bergmann hefur að undan- förnu verið á Vestfjörðum á Núps- skóla í janúar og kenndi J)ar nær 50 manns. fór hann J)aðan til ísafjarðar og hélt tvö námskeið þar og í Rol- ungarvík. Frá ísafirði fór hann norð- ur í Þingeyjarsýslu og kenndi á veg- um Þingeyings. Axel Andrésson kom aftur til Reykjavíkur 1. marz frá Austurlandi. Hafði hann haldið þar fjögur nám- skeið: Að Eiðum, Eskifirði, Seyð- isfirði og Neskaupstað. Alls tóku þátt í Jressum námskeiðum 407 manns. Á Austurlaudi er ríkjandi mikill íþrótta- áhugi. Axel hefur og haldið uppi kennslu i Reykholti. Sambandsstjórnin hefur sent áskor- un til flestra skiðafélaga sinna og ráða, að beita sér fyrir skíðadegi, J)ar sem seld verði merki íil ágóða fyrir skíðakaup barnaskólanna. Gerir hún sér vonir um, að ef ekki takist að koma honum á núna í vetur, verði málið fullundirbúið fyrir næsta vetur. Væntir sambandið sér stuðnings kenn- ara og skóla í þessu máli. í marz hefur Í.S.Í. staðfest eftir- taldar reglugerðir: Fyrir bikar í svig- keppni A-fl. Reykjavíkurmótsins, gef- inn at' Almenna byggingarfélaginu, bikar í C-fl. gefinn af Chemia h/f og um Geirfinnsbikarinn, gefinn af Guð- mundi S. Hofdal til glímukeppni i Mývatnssveit. Gisli Ólafsson hefur nýlega verið viðurkenndur af Í.S.Í. sem „skiðadóm- ari. Tvö Hnefaleikamót. Hnefaleikamót hafa Glímufélagið Ármann og Í.R. haldið i Rvík í vetur. Mót Ármanns var haldið laugardag- inn 5. febr. og var keppt í 0 þyngd- arflokkum. Sigurvegarar urðu þessir: Fluguvigt: Marteinn Guðmundsson. Fjaðurvigt: Stefán Magnússon. Léttvigt: Arnkell Guðmundsson. Veltivigt: Geir Einarsson. Millivigt: Bragi Jónsson. Þungavigt: Gunnar Jónsson. Mót Í.R. var haldið sunnud. 20. marz sl. og var keppt í 5 þyngdarflokkum. Þessir sigruðu: í léttvigt: Ragnar Þorsteinsson. - léttnrillivigt: Haraldur Halldórsson. - millivigt: Jóhann Eyfells. - léttþungavigt: Lúðvík Jónsson. - þungavigt: Kristinn Bergþórsson. i----------------------------------— ÍÞRÓTTABL AÐIÐ. Útgefandi: íþróttablaðið h/f. Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson. Ritnefnd: Benedikt Jakobsson, Þorsteinn Einarsson. Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson, Þorst. Einarsson. Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon, Haðarstíg 10. Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst- hólf 367, Reykjavik. Verð: Kr. 20.00 pr. árg. Kr. 2.50 pr. tbl. Herbertsprent

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.