Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 12
96 IÞRÓTTABLAÐIÐ Framháld, af bls. 93. hittir vel, síðan fylgir hægri á eftir. Þegar Jón vill svara í sömu mynt er Björn kominn burtu, kemur svo samstundis aftur og högg hans liggja inni hvert af öðru. Jón fer að lamast, en þolið er undravert, hann svarar alltaf, en höggin eru ekki markviss. — Þá hringir bjallan, að lotan sé úti. Þó verður Jóni það sama á og í keppn- inni á móti Dananum Frede Han- sen í vetur, hann heldur áfram að slá eftir að bjallan hringir, en Björn ver sig vel, svo að það verður ekki að skaða, og bjallan hringir aftur. Jón fékk þá aðra áminningu. Þriðja lotan var ójöfnust. Jón féll oft fram í fangið á Birni og varði sig þannig falli. Jón sló einu sinni í hnakkann á Birni í þessari lotu og létu áhorfendur óspart óánægju sína í ljósi yfir því, að hann hlaut ekki áminningu fyrir. Björn var farinn að þreytast síðast, enda var þetta mjög erfiður kappleikur fyr- ir báða. Björn sigraði glæslega, eftir að hafa sýnt hreina tekniska yfirburði, ásamt drengilegri fram- komu. Hann var borinn á gullstól af leikpalli og óspart hylltur. I millivigt kepptu Birgir Þor- valdsson KR og Kristján Pálsson KR. Þetta var að mörgu leyti lík- ara góðum sýningarleik en keppni, þar sem Birgir hafði mikla yfir- burði og átti allskostar við and stæðing sinn. Hann notaði yfir- burði sína til þess að sýna góðan lei'k, enda tókst honum það vel. 1 annarri lotu skapar hann sér mögu leika til að slá út, en notar sér þá ekki. Birgir herðir sóknina í þriðju lotu og slær Kristján í gólfið þeg- ar í byrjun. Kristján stendur þó upp aftur, er talið hafði verið upp að 9. Kristján reynir nú að sækja sig, en má sín lítils og sigraði Birg- ir eftir stílfallegan leik. I léttþungavigt kepptu Alfons Guðmundsson Á og Grétar Árnason IR. Byrjunin var heldur hæg og sótti Grétar heldur meira, lotan var samt í alla staði jöfn. Alfons lagði meira upp úr sveifluhöggum, þó að hann notaði einnig bein högg. Grétar notaði aftur á móti mest bein högg og var það skynsamlegra svona til að byrja með. Aðra lotuna byrjar Alfons vel, hann kemur strax inn beinni vinstri hátt, síðan djúpt, svo fylgir hægra sveifluhögg hátt á eftir, sem situr vel. Grétar svimar auðsjáanlega, en þá er eins og Alfons skorti úthald til þess að fylgja á eftir. Grétar fær nú tíma til að jafna sig og vinnur þetta upp aftur með rólegri og markvissri sókn. Þessi lota var einnig mjög jöfn, þó Grétar hafi átt öllu meira í henni. I þriðju lotu hefur Alfons einnig sókn, er tekst vel, en þegar á skal herða er úthaldið gersamlega búið. Grétar notar sér vel úthald sitt, en hann var sem óþreyttur. Hann vann ekki á neinni sérstakri snerpu, en sókn hans var markviss og stílhrein. Yfirburðir Grétars í síðustu lotunni stöfuðu ekki af því, að hann hefði mikla tæknilega yfir- burði, heldur fyrst og fremst af góðu úthaldi. Leikur þeirra var í alla staði drengilegur og var Grét- ar vel að sigrinum kominn. I þungavigt fór engin keppni fram, þar er aðeins Jens Þórðarson Á einn var skráður þátttakandi. •— Tilraun var gerð til þess að fá danskan þungavigtarhnefaleikara á móti honum, en svar kom um hæl, að enginn yrði sendur. Mótið fór í alla staði vel fram. Leikstjóri var Þorkell Magnússon. Hringdómari Þorsteinn Gíslason. Frétt írá Í.S.Í. Iþróttabandalag Akureyrar hélt ársþing sitt 1. til 15. marz sl. Var þar rædd starfsemi bandalags- ins sl. ár. Þá var rædd og samþykkt mótaskrá fyrir yfirstandandi ár. Eitt af helztu málum, sem þingið fjallaði um, var læknisskoðun í- þróttamanna. I stjórn IBA eru nú Ármann Ðalmannsson form., Jó- hann Þorkelsson varaform., Kári Sigurjónsson ritari, Halldór Helga- son gjaldkeri, Haraldur M. Sigurðs- son spjaldskrárritari, og meðstjórn- endur Axel Kvaran og Jón D. Ár- mannsson. Utanhringsdómarar: Har. Gunn- laugsson, Thor R. Thors og Jón D. Jónsson. Þátttaka í mótinu var heldur í minna lagi, og er sérstaklega baga- legt, hve fáir góðir þungavigtarleik- arar eru fyrir hendi, þar sem vitað er, að næg efni eru til, ef menn einungis fást til að æfa. Sama er að segja um léttari flokkana, þar erum við illa staddir, allt frá fluguvigt að f jaðurvigt. Orsakast það mest af því, að piltarnir vaxa svo fljótt upp úr léttustu flokkunum. Við gætum ekki háð landskeppni við aðrar þjóðir nema frá léttvigt og uppúr, það er í fimm flokkum af átta, væri hægt að hugsa sér nið- urröðunina þannig: Léttvigt, Jón Norðf jörð, KR, veltivigt, Björn Ey- þórsson, Á, millivigt, Birgir Þor- valdsson, KR, léttþungavigt, Þor- kell Magnússon, Á og þungavigt, Jens Þórðarson Á. Væri athugandi að fá hingað útlendinga á móti þessum mönnum næsta vetur, það yrði vafalaust skemmtilegt mót.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.