Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Page 14

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Page 14
98 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Björn L. Jónsson: Þættir iim heilbrigðar lífsvenjur íþróttalegu muna, bóka og skýrslna sem hann lét eftir sig. Þetta traust sýnir bezt hversu hátt þessi mæti maður mat C. Diem. Dr. C. Diem er nú nær sjötugur að aldri, en þrátt fyrir háan ald- ur virðist hann í fullu fjöri, ann- ast kennslu, skrifar og flytur fyrir- lestra. Hann berst í ræðu og riti fyrir hinu sígilda í íþróttauppeldinu og er ómyrkur í máli í baráttunni gegn hinu lágkúrulega og fánýta. Auk margra greina í tímarit og blöð, hefur C. Diem skrifað 33 bækur um hin ólíkustu efni innan íþróttafræðanna. Þessum fjölhæfa og margreynda manni hafa íþrótta- nefnd ríkisins, framkvæmdastjórn ISÍ og stjórn UMFÍ ákveðið að bjóða hingað til lands til dvalar í 10 til 12 daga. Undanfarin ár hafa orðið stór- stigar framfarir í íþróttamálum okkar og er því mikilsvert að fá erlendan fræðimann til þess að ræða viðhorfin og fá að heyra skoðun hans og túlkun á hinum ýmsu stefnum sem nú eru uppi inn- an hinna margvíslegu sviða íþrótta- málanna. íslenzkt íþróttafólk mun því af heilum hug fagna komu dr. C. Diem. Tí! leseeda Um leið og ritstjórn Iþrótta- blaðsins þakkar góða samvinnu við lesendur víðsvegar um land, eru það tilmæli blaðsins, að vinir þess minni á það við hentug tækifæri. I. íþróttirnar eru leikir. Takmark þeirra er hið sama og leikja barna, að þroska líkama og sál. Sú íþrótt, sem er einna hollust og einna mest alhliða, er göngur og hlaup. En erfitt mundi að fá almenna þátt- töku í svo „einhæfri“ íþróttaiðk- un. Fólk heimtar tilbreytingu, og því eru íþróttirnar gerðar að marg- breytilegum leikum. En þá vaknar spurningin: Stunda menn íþróttirnar heilsunnar vegna og sem leið til líkamsræktar? Já, auðvitað, svara menn, iðka ég golf, tennis, sund, skíðaferðir, af því að það er hollt. En er þetta ekki sjálfs- blekking? Iðka ekki flestir þessar íþróttir á sama hátt og þeir sækja dansleiki, fara í bíó, spila bridge — vegna skemmtunarinnar? Eða jafn- vel af fordild? Þegar sundkonan í kvikmynd Lofts stígur upp úr lauginni og læt- ur það verða sitt fyrsta verk að kveikja sér í sígarettu, er hún á- reiðanlega ekki að hugsa um heilsu sína, því að fátt spillir heilsunni og ytri líkamsfegurð, litarhætti og húð meira en miklar reykingar. En þvi miður er þetta atvik táknrænt. A. m. k. virðist full ástæða til að efast um, að íþróttaiðkendur upp og ofan neiti sér um tóbak, kaffi og áfengi fremur en annað fólk, nema ef til vill meðan á þjálfun undir keppni stendur. Og sama er að segja um mataræðið, að því er lítill gaumur gefinn. Það er jafnvel ekki laust við, að sumum finnist það tæplega samboðið virðingu sinni að vera alltaf að hugsa um heilsuna, sérstaklega þegar um er að ræða mat og nautnalyf eða önn- ur svonefnd „lífsþægindi“. Það þyk- ir bera vott um smámunasemi, ef ekki hugleysi. Meðan maðurinn lifði við frum- stæð skilyrði, þyrfti hann ekki, fremur en dýrin, að brjóta heilann um, hvað var hollt og hvað óhollt. En hinir flóknu lífshættir menn- ingarinnar boða hættur við hvert fótmál, hættur, sem eðlishvötin varar ekki við, vegna þess að hún er sljóvguð frá blautu barnsbeini af óeðlilegum matar- og drykkjar- venjum. Því þarf hugsun og þekk- ing að koma til skjalanna. En því er nú verr, að þekkingin kemur hér aðeins að takmörkuð- um notum. Gegn betri vitund halda menn dauðahaldi í ó'hollar og skað- legar lífsvenjur, oftast vegna þess, að það kostar þá — eða þeir halda að það kosti þá — einhver óþæg- indi eða missi lífsnautna að segja skilið við þær. Það er þessi hugs unarháttur, sem þarf að breytast. Að öðrum kosti kemur öll heims- ins þekking ekki að neinu haldi. En svo er annað. Þekking manna er í molum og á hverfanda hveli. Hin svokölluðu vísindi eru sífellt að kollvarpa kenningum og byggja upp nýjar. Nokkur dæmi: 1. Á und- anförnum öldum hafa læknar tek- ið afstöðu sitt á hvað með og móti tóbaksreykingum. 2. Uppgötvanir Pasteurs leiddu til þess, að talið er

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.