Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 101 Heima og erlendis Sundgarparnir Furuhasi og Marshall. Japanski sundgarpurinn Furu- hashi setti í aprílmánuði sl. nýtt heimsmet í 400 m. skriðsundi á 4:32,6 mín. Þetta var á sundmóti í borginni Manila. Gamla metið átti Furuhashi á 4:34,6 mín., sett í Jap- an í júlí 1949. Annar í þessu sundi var Hashizume landi hans á 4:47,8 mín., og 3. Okamota á 4:53,1 mín., einnig Japani. — En met Furuhasi stóð skamma hríð, því að ástralski sundgarpurinn John Marshall synti þessa vegalengd litlu síðar á 4:29,5 mín. Hefur Furuhasi fengið þarna óvæntan og skæðan keppinaut og má ætla, að John Marshall vinni fleiri sigra innan skamms í íþrótt sinni. Þess má geta, að tími Furu- hashi í umgetnu sundi var þessi: 100 m. á 1:05,9 mín, 200 m. á 2:13,5 mín. og 300 m. á 3:22,6 mín. Þýzkir knattspyrnumenn í U. S. A. I fyrsta skipti eftir styrjöldina eru nú þýzkir knattspyrnumenn á ferðalagi í Bandaríkjunum og keppa þar. Þetta er flokkur frá Hamborg og keppir í sex borgum þ. á. m. New York. Rússneskt heimsmet í sundi. Á sundmóti, sem fram fór í Moskvu setti einn af frægustu sund köppum Sovétríkjanna, Leonid Me- schkof, nýtt heimsmet í 100 m. bringusundi á 1:06,8 mín. Þjóðverj- inn Walther Klinge átti gamla metið. Nýr risamikill leikvangur í París. I undirbúningi er nú bygging nýs leikvangs í París, sem áætlað er að kosti 1500 milljónir franka. Verkið á að hefjast í júlí í sumar, en leik- vangurinn verða fullbúinn í maí 1952 og rúma 130 þúsund áhorf- endur. Fórn styrjaldarinnar. Þjóðverjinn Lutz Long, sem á Ólympíuleikunum 1936 varð ann- ar í langstökki (7,87 m.) og ári síðar setti Evrópumetið 7,90 m. í langstökki, sem stendur óhaggað, var einn af frægustu íþróttamönn- um álfunnar áratuginn 1930—’40. Hann var hermaður í heimsstyrj- öldinni en hvarf undir styrjaldar- lokin og spurðist ekkert til hans. Nú að fimm árum liðnum, hefur Rauða krossinum tekizt að fá vitn- eskju um afdrif hans. Lutz Long var í varnarhernum á Sikiley, þeg- ar Bandamenn gerðu þar innrás. Þar féll Lutz Long. Gröf hans hefur fundizt í hermannagrafreit í hérað- inu Caltanizetta. Hann var fyrir styrjöldina lögfræðingur í Leipzig. Frá Alþjóðaólympíunefndinni. Alþjóðaólympíunefndin hefur nú setið á þingi í Kaupmannahöfn und- anfarið og fjallað um undirbúning leikanna í Finnlandi 1952. Er á- kveðið, að þeir fari fram frá 19. júlí til 3. ágúst, en vetrarleikarnir verði um miðjan febrúar. Fram höf ðu komið raddir um að taka upp nýjar íþróttagreinar s. s. bogfimi, handknattleik og róður í kanadisk- um húðkeipum fyrir konur, en það var fellt. 100 m. flugsund verður ekki tekið sem sérsund á leikunum. — Benedikt G. Wáge, forseti ÍSÍ, hefur setið þingið fyrir hönd ís- lands. Mun hann væntanlega segja lesendum íþróttablaðsins síðar frá ýmsum undirbúningi leikanna, en Benedikt var ókominn til landsins, þegar blaðið fór í prentun. Stangarstökkið. Torfi Bryngeirsson setti nýlega nýtt met í stangarstökki á 4,21 m. Er það jafnframt bezti árangur í álfunni á þessu ári. Svíinn Ragnar Lundberg, sem náði beztum árangri í fyrra, hefur stokkið 4,15 m. í ár, og Daninn Rudy Stjernild 4,10 m. Stjernild keppir sennilega hér í sumar. Nýtt met í þrístökki án atrennu. Torfi Bryngeirsson setti nýlega nýtt met í þrístökki án atrennu, stökk 9,76 m. Eldra metið, sem Torfi átti sjálfur var 9,56 m. Skíðasamband íslands hefur fyrir nokkru sent frá sér fróðlega skýrslu um starfsemi inn- an sambandsins á starfsárinu 1949 —’50. Innan Skíðasambandsins eru 8 héraðasambönd með 1231 virkum skíðamanni. Heiðursfélagi SKÍ var á árinu kjörinn L. H. Möller kaupm. í Reykjavík. L. H. M. varð sjötug- ur 7. júlí 1949. Hann er Norðmaður og fluttist hingað til lands 1906. Hann var stofnandi Skíðafélags Reykjavíkur og formaður þess í 26 ár. Hefur hann unnið ómetanlegt gagn fyrir skíðaíþróttina hér á landi. Geta má þess hér, að 29. marz

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.