Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 6

Íþróttablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 6
með erfiðustu íþróttagreinun- um. Aðrar keppnisgreinar er ekki talin þörf á að flytja af Olympíuleikvanginum í Mexico City. — Loks má geta þess, að þeir hafa fengið fyrrv. forseta landsins, Adolfo Lopez Mateos, til að takast á hendur forystu og framkvæmdastjórn Olympíu- leikanna. Og mun ekkert til sparað að þeir megi fara sem bezt úr hendi og verða þjóðinni til sóma. Vitanlega færa þeir sér í nyt allt það bezta, sem fram hefur komið á undanförn- um Olympíuleikum. Þá voru nokkrir nýir fulltrú- ar samþykktir í Alþjóða- Olympíunefndina, og nokkrar þjóða-Olympíunefndir, sem nú eru orðnar 120 að tölu, — og í öllum heimsálfum. Á næsta Olympíuþingi, sem haldið verð- ur í Rómaborg næsta ár, verð- ur tekin ákvörðun um hvar Olympíuleikirnir 1972 skulu háðir. Sagt er að Frakkar vilji halda þá í Parísarborg. En fleiri koma þar við sögu eins og t.d. Bandaríkjamenn. Loks var rætt um fjármálin og framtíð Olympíuleikanna og þá hugsjón, sem við þá eru tengdir. Olympíunefnd Islands þarf að taka það til athugunar, hvort ekki er hægt að fá að sýna ísl. ghmuna á Olympíuleik- unum 1968, eins og á leikunum 1908 og 1912. Ekki er um það að ræða að glíman okkar verði keppnisíþrótt á Olympíuleikun- um, þar sem a.m.k. 25 þjóðir verða að iðka íþróttina, svo hún sé talin Olympíuíþrótt. Oft vilja menn gleyma því; að Olympíuleikirnir eru annað og fleira en íþróttakeppni. Þar geta menn hka þreytt andlegar íþróttir, tekið þátt í t.d. bók- menntum, hljómleikum, högg- mynda- og málverkakeppni. Höfum við áður tekið þátt í höggmynda- og málverkakeppni 1948 í Lundúnaborg og 1952 í Helsinki. Voru það listamenn- irnir Ásgeir Bjarnþórsson og Guðmundur heitinn Einarsson frá Miðdal, sem það gerðu, með góðum árangri. Sjálfsagt er að hinn fagri þrí- liti krossfáni vor blakti á Olympíuleikunum í framtíð- inni, meðal annarra fána full- valda þjóða, svo vor litla þjóð á Norðurslóðum gleymist ei, þegar keppt er um manndóm og menningu. Gleymum ekki, að manndómur og menning fer ekki eftir mannfjölda, heldur eftir ágæti og afreki hvers og eins. Heim frá Spáni fór ég um Kaupmannahöfn, þar sem ég heyrði um vinsældir sendiherra- hjónanna Gunnars Thoroddsens og hans glæsilegu húsfreyju. Allir Islendingar, sem ég hitti í utanförinni, en þeir voru margir, báðu að heilsa heim. Reykjavík, fyrsta vetrardag 1965. B e n n ó . Keppnin i 1. deild Deildarskiptingin í knattspyrnu hófst árið 1955. Fróðlegt er því að sjá hvernig liðunum hefur vegnað í I. deild frá upphafi til þessa dags. Staðan er þessi: KR 90 53 21 16 254:117 127 st. ÍA 90 56 13 21 254:139 125 st. Valur 90 39 20 31 173:170 98 st. Fram 90 28 22 40 136:163 78 st. IBK 55 17 12 26 96:120 46 st. ÍBA 60 19 8 33 107:145 46 st. Þróttur 25 2 5 18 25:88 9 st. ÍBH 20 1 4 15 17:62 6 st. Víkingur 10 2 0 8 15:39 4 st. IBÍ 10 0 1 9 2:26 1 st. Hér er ahs um að ræða 270 leiki á 11 árum og mörk- in eru samtals 1079. Aukaleikir eru ekki taldir með. Frekari útskýringar ættu að vera óþarfar, en benda má þó á, að jafnari getur útkoma KR-inga og Akur- nesinga ekki verið: jafnmörg mörk skoruð og tveggja stiga munur á 11 árum! V.W.^WAVVV^.VAWAV.V.V.V.V.W.V.W.V.'.V.V.V.’.V 186

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.